Feykir


Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 1
01 TBL 3. janúar 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 11 Róbert og Natalía á Hvamms- tanga eru matgæðingar Bechamel kjúklingaréttur og glútenlaus súkkulaðiterta BLS. 5 Fyrri hluti fréttaannáls Feykis fyrir árið 2017 Ágætt ár að baki Haraldur Benediktsson er þingmaðurinn þessa vikuna Þingmenn halda á eigin fjölmiðli Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Það viðraði vel á íbúa Norðurlands vestra þegar gamla árið var kvatt og nýju ári fagnað. Eins og hefðir segja til um voru áramótabrennur víða og flugeldasýningar að hætti björg- unarsveita. Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra fóru hátíðarhöld vel fram í alla staði og íbúar til fyrirmyndar. Vonandi að það sé góður fyrirboði um nýtt ár. /PF Gleðilegt nýtt ár Árið kvatt í friði og spekt Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Þessar tvær dömur voru viðstaddar áramótabrennuna á Sauðárkróki. MYND: PF Áætlað að skipið fari til veiða um 20. janúar Drangey brátt tilbúin Drangey, hið nýja skip Fisk Seafood á Sauðárkróki, sigldi frá Akranesi rétt fyrir jól, þaðan sem Skaginn3X hafði verið að setja nýjan búnað á milli- dekk og í lest. Að sögn Jóns Inga Sigurðssonar, tæknistjóra Fisk Seafood er unnið við rafvirkjavinnu og forritun í skipinu. Jón segir að byrjað hafi verið á því að undirbúa millidekksgólf undir máln- ingu og lýkur því verki í vikunni. Þá kemur maður frá spilframleiðandanum Seaonics frá Noregi til að undirbúa uppkeyrslu á spilbúnaði. „Eftir upp- keyrslu á spilbúnað er hægt að byrja að taka togvíra og veiðarfæri um borð. Skaginn3X kemur með nokkra menn í byrjun janúar til að klára sín mál. Í lok þriðju viku janúar verður farið í prufutúr, þar sem spilbúnaður og millidekksbúnaður verður prófaður,“ segir Jón Ingi. Áætlað er að skipið fari til veiða í fjórðu viku janúar, eða í kringum 20. janúar. /PF Í lok þriðju viku janúar verður farið í prufutúr á Drangey þar sem spilbúnaður og millidekksbún- aður verður prófaður. Myndin er tekin á Þorláks- messu af nokkrum skipum í Sauðárkrókshöfn. MYND: PF Gleðilegt nýtt ár

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.