Feykir


Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 2
holti, á eftir honum var tón- skáldið Pétur Sigurðsson og á eftir honum kom Jón Björnsson, einnig tónskáld, frá Hafssteins- stöðum en hann stjórnaði Heimi í nærri því 40 ár. Það hafa margir aðrir söngstjórar stjórnað kórn- um í gegnum tíðina og þeirra og margvíslegs fróðleiks er getið í samantekt Konráðs Gíslasonar: „Söngur í 60 ár“. Stefán R. Gísla- son hefur stjórnað kórnum nær óslitið frá árinu 1985 utan 2010- 2012 þegar Helga Rós Indriða- dóttir tók við tónsprotanum og 2014-2015 stjórnaði Sveinn Arnar Sæmundsson kórnum. Undirleikari til fjölda ára er dr. Thomas R Higgerson píanó- leikari. /PF Við upphaf nýs árs vil ég óska þér, lesandi góður, alls hins besta með þökk fyrir það gamla. Þegar ég lít til baka og rifja upp hvað hugsanlega hafi staðið upp úr hjá mér á árinu 2017 er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir það að ég man voða lítið eftir því sem ég gerði nema eitthvað skemmtilegt. Það er óneitan- lega vísbending um að árið hafi verið þokkalegt. Ég er staðráðinn í að láta árið 2018 verða einnig skemmtilegt upprifjunar eftir tólf mánuði. Ég reyndar segi þetta alveg ábyrgðarlaust þar sem ég ræð litlu sem engu um það hvað hugsanlega getur gerst en ég get nokkuð stjórnað því hvernig ég tek hlutunum sem henda hverju sinni. Nú ætlum við að fagna 100 ára fullveldis Íslands og vonandi með stæl. Það ekkert sjálfgefið að Ísland hafi fengið fullveldi hvað þá sjálfstæði síðar. Þetta hafðist allt með mikilli vinnu og dugnaði stjórnmála- og embættismanna og jafnvel fleiri. Árið 1918 var ekki gott ár og gæti ég trúað að enginn Íslendingur vilji upplifa sömu hörmungar og þá voru á landinu bláa. Á Vísindavefnum segir að árið hafi byrjað með fimbulkulda, svo miklum að enn er talað um frostaveturinn mikla 1918 og ekki hefur enn orðið jafnkalt hér á landi. Í október gaus Katla með miklu gjóskufalli og varð það meðal stærstu Kötlugosa síðan land byggðist. Gosinu fylgdi jökulhlaup og færði framburðurinn ströndina sunnan við Hjörleifshöfða fram um meira en þrjá kílómetra þannig að um tíma var Kötlutangi syðsti oddi Íslands í stað Dyrhóla- eyjar. Viku eftir að Katla tók að gjósa barst spánska veikin til Íslands. Samkvæmt opinberum tölum létust alls 484 Íslend- ingar úr spönsku veikinni. Tökum fagnandi á móti nýju ári og verum þakklát fyrir það hvað við höfum það gott og greiðum götu þeirra sem hafa það ekki eins gott og réttum hjálparhönd til þeirra sem virkilega þurfa á því að halda. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Gleðilegt ár Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Karlakórinn Heimir 90 ára Tímamót hjá söngmönnum Karlakórinn Heimir í Skagafirði fagnaði þann 28. desember sl. 90 ára afmæli sínu en stofn- dagur kórsins er talinn vera 28. desember 1927 og voru stofnendur tíu talsins. Stofn- félagar, sem flestir komu úr litlum kór sem hét Bændakór, stofnuðu Heimi í Húsey og var aðalhvatamaðurinn Benedikt Sigurðsson frá Fjalli. Á heimasíðu Heimis segir að fyrstu árin hafi kórfélagar starfað við mjög frumstæðar aðstæður. Æft var heima á sveitabæjum þar sem orgel voru til staðar enda var nú ekki mikið um samkomuhús á þessum tímum. En félagsskapurinn stækkaði og áhuginn var mikill. Til æfinga fóru menn aðallega gangandi eða ríðandi en stundum fóru þeir einnig á skíðum. Voru þessar ferðir oft hættulegar og var það augljóst að margir lögðu mikið á sig til að geta verið með í söngnum. Fyrsti söngstjóri kórsins var Gísli Magnússon frá Eyhildar- Tíu bátar lönduðu á Skagaströnd í vikunni. Var afli þeirra rétt tæp 45 tonn og á Hofsósi landaði einn bátur 3,3 tonnum. Heildaraflinn þessa síðustu viku ársins var 48.241 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 24. – 31. desember 2017 48 tonn í síðustu viku ársins SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 3.165 Álfur SH 414 Landbeitt lína 4.796 Bergur sterki HU 17 Landbeitt lína 4.399 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 1.339 Fengsæll HU 56 Landbeitt lína 1.872 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 11.736 Hafrún HU 12 Dragnót 1.869 Kambur HU 24 Landbeitt lína 2.039 Magnús HU 23 Landbeitt lína 8.338 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 5.391 Alls á Skagaströnd 44.944 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 3.297 Alls á Hofsósi 3.297 Karlakórinn Heimir 1944. Fremsta röð (frá v.): Pétur Sigfússon, Friðfinnur Hjartarson, Árni Kristjánsson, Jóhannes Jónsson, Vagn Gíslason, Sigurður Ellertsson, Halldór Benediktsson. Önnur röð: Rögnvaldur Jónsson, Síra Gunnar Gíslason, Björn Gíslason, Þorsteinn Sigurðsson, Jón Björnsson söngstjóri, Sveinn Gíslason, Konráð Gíslason, Jónas Haraldsson. Þriðja röð: Sigurður Laxdal Grímsson, Gísli Stefánsson, Jósep Sigfússon, Vigfús Sigurjónsson, Steinbjörn Jónsson, Sigurður Jónsson, Gísli Jónsson, Magnús Indriðason, Gísli Gunnarsson. Fjórða röð: Gunnlaugur Jónasson, Sigurpáll Árnason, Magnús H. Gíslason, Sigurður Kristófersson, Ingimar Bogason, Árni Jónsson, Pétur Sigurðsson. MYND FRÁ KARLAKÓRNUM HEIMI Íþróttamaður Skagafjarðar 2017 Ísak Óli Traustason Frjálsíþróttamaðurinn Ísak Óli Traustason hlaut titilinn Íþróttamaður Skagafjarðar fyrir árið 2017. Ísak Óli varð á árinu Íslandsmeistari 110 m grind utanhúss og í 60 m grind innanhúss og tók einnig þátt í Norðurlandamóti unglinga í fjölþraut og lenti þar í öðru sæti. Þá bætti Ísak Óli persónuleg met í 14 greinum og má helst telja 1500 m hlaup um 10,24 sekúndur, langstökk 0,49 m, hástökk um 7 sm, spjótkast um 5,39 og stangarstökk um 0,72 sm. Meistaraflokkur kvenna hjá Golfklúbbi Sauðárkróks var kjörinn lið ársins og þjálfari ársins er Israel Martin hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls. /PF Ísak Óli með veglega bikara. MYND: UMSS Jólahús ársins 2017 Skúlabraut 22 á Blönduósi Lesendur Húnahornsins völdu Skúlabraut 22 sem Jólahús ársins 2017 á Blönduósi. Húsið, sem hýsir Sambýlið á Blönduósi, er fallega skreytt jólaljósum, er mjög jólalegt og sannarlega vel að þessari viðurkenningu komið. Á Húna.is segir að þátttakan í leiknum hafi verið með besta móti í ár og fengu þrettán hús til- nefningu. Þau hús sem tilnefnd voru oftast, fyrir utan Skúlabraut 22, voru Húnabraut 25, Hlíðar- braut 1, 3 og 8, Mýrarbraut 11 og Skúlabraut 1. /PF 2 01/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.