Feykir


Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 5
Ungmennafélagið Molduxar Kári Marísson hlaut Samfélagsverðlaunin Jólamót Molduxa í körfu- bolta var haldið annan dag jóla en þar tóku átján lið þátt. Við mótssetningu var Kára Maríssyni veitt Samfélagsviðurkenningu Molduxa. S am fé l ag s v i ð u rke n n i ng Molduxa var veitt þriðja sinn þeim einstaklingi sem hefur á einhvern hátt bætt samfélagið í Skagafirði með dugnaði og framlagi sem aðrir fá notið. Fyrir tveimur árum varð Skúli Jónsson þess heiðurs aðnjót- andi að verða sá fyrsti sem þessa viðurkenningu hlaut og á síðasta Jólamóti var það Rannveig Helgadóttir. Í ár komst samfélagsnefnd Molduxa að þeirri niðurstöðu að Kári Marísson væri verð- ugur fulltrúi þessarar viður- kenningar. Kári er fæddur í Reykjavík 20. nóv. 1951, í sambúð með Hrafnhildi Sonju Kristj-ánsdóttur og eiga þau saman tvö börn. Kári byrjaði að leika körfuknattleik 16 ára gamall árið 1967. Tveimur árum síðar eða 1969 lék hann sinn fyrsta landsleik. Árið 1978 flutti Kári í Skagafjörðinn og byrjað að þjálfa körfubolta þá um haustið og hefur hann þjálfað samfleytt síðan. Hann hefur komið að þjálfun í öllum karla og kvennaflokkum í gegn um tíðina hjá Tindastóli, ýmist sem aðalþjálfari eða aðstoðar- þjálfari meistaraflokka og/eða hjá yngri flokkum. Lék hann einnig og þjálfaði samhliða hjá Smáranum í Varmahlíð í nokkur ár. /PF ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Mögnuð íþróttakona Íþróttamaður tveggja sveitarfélaga Perla Ruth Albertsdóttir frá Eyjanesi í Húnaþingi gerði það gott í handboltanum með liði Selfoss á seinasta ári auk þess að leika sínu fyrstu A-landsleiki og uppskar eftir því. Áður en árið var liðið hafði hún fengið þrjá heiðurstitla þar sem hún var valin Íþróttakona UMF Selfoss, Íþróttakona Árborgar og Íþróttamaður USVH. „Stolt, þakklæti og gleði. Er heldur betur spennt og tilbúin fyrir 2018,“ segir hún á Facebook. /PF og var vísað á biðstofu. Síðan leið og beið. En annað slagið kom fram kona til að sjá hverjir væru að bíða í sófanum. Síðan varð ég var við að stress hafði tekið völdin í hljóðstofunni því formaður Bændasamtakanna var ekki mættur í viðtalið og umsjónar maður þáttarins kom fram og spurði hvort ég væri nýr formaður BÍ. Já, sagði ég og konan sem hafði stöðugt verið að athuga á biðstofunni varð að orði að það gæti ekki verið því ég væri svo ungur. Hún hafði þá átt von á gömlum kalli. Svona var ímyndin af bændaforingja sterk á þeim tíma en sagan alltaf að verða betri þó mér hafi nú ekki verið skemmt á þeim tíma. Haraldur Benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi er búfræðingur og bóndi á Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit. Hann er kvæntur Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttur og eiga þau þrjú börn. Ásamt því að starfa við búskap gegndi Haraldur formennsku í Bændasamtökunum Ísland í níu ár áður en þingmennskan kallaði. Haraldur segir að áhugi hans á pólitík hafi kviknað árið 1978 við alþingiskosningar sem þá fóru fram en árið 2013 settist hann fyrst á þing. Haraldur er þingmaður Feykis að þessu sinni. Hvaða máli værir þú líklegur til að beita þér fyrir á Alþingi framar öðrum? -Eftir þennan tíma á Alþingi hef ég kannski helst unnið að atvinnumálum, fjarskiptum, samgöngum og ríkisfjármálum. Telur þú að stjórnmálaumhverfið hafi breyst eða sé að breytast frá því sem áður var? -Ég tel að stjórnmálaumhverfið haldi áfram að breytast. Reyndar held ég að nú geti komist á ákveðinn stöðugleiki. Umhverfið hefur tekið miklum stakkaskiptum frá 2008 en nú er mikilvægt að hefja nýjan kafla. Áratugurinn frá hruni hefur verið erfiður. Nú erum við hinsvegar kominn á góðan stað í efnahagsmálum og búum við mikla hagsæld. Það er mikilvægt að pólitíkin öðlist sama stöðugleika. Telur þú að fjölmiðlar, Facebook og aðrir samfélagsmiðlar, hafi áhrif á skoðanir og gjörðir þingmanna? -Samfélagsmiðlar breyta umræðu en hvort þeir breyti skoðun þingmanna veit ég ekki. Megin breytingin er að nú halda þingmenn á eigin fjölmiðli ef svo má segja. Þetta er vandmeðfarið tæki og ber að umgangast af virðingu. Hvaða verkefni bíður helst íbúa Norðvesturkjördæmis að þínu mati? -Það er hinn glataði áratugur í framkvæmdum – sem ég kalla stundum. Við eigum mikil verkefni í vegamálum. Í að bæta aðstöðu til atvinnuuppbyggingar. Nú eru mjög jákvæð teikn um sókn og breytta stöðu í íbúaþróun í kjördæminu. Það er nauðsynlegt að fylgja því eftir. Hvaða málefni telur þú að brenni helst á íbúum Norðurl- ands vestra? -Það eru atvinnu- og búsetumál. Eins og til dæmis samgöngur. Norðurland vestra er að ná frábærum áföngum í fjarskiptamálum með ljósleiðara- væðingu sveitanna. Á norðurlandi vestra er sauðfjárrækt burðar atvinnugrein og því er kreppa sem er í þeirri búgrein mjög afdrifarík. Það skiptir því verulegu máli að skapa henni traustari umgjörð. Ekki að ég nefni þetta í mikilvægisröð þá skiptir stórmáli hvernig tekst að efla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Hvaða áhugamál áttu fyrir utan pólitíkina? -Það er búskapur sem má kannski flokka sem áhugamál meðan starfað er í pólitíkinni. Ég vinn talsvert á mínu búi þegar stundir gefast frá pólitík. Áhugamál önnur eru ekki fyrirferðarmikil. Hver er uppáhalds tónlistarmað- urinn? -Það er Karlakór Bólstaðar- hlíðahrepps. Hver er uppáhalds kvikmyndin? -Með allt á hreinu. Hvert er uppáhalds íþróttafél- agið? -ÍA Ein góð saga í lokin: Þegar aldurinn færist yfir þykir mér vænt um atvik sem ég lenti í sem nýkjörinn formaður BÍ – þá 38 ára. Ég mætti í sjónvarpsviðtal á Rúv ÞINGMAÐURINN Haraldur Benediktsson Sjálfstæðisflokki Þingmenn halda á eigin fjölmiðli UMSJÓN palli@feykir.is Feðgar í fjósi á aðfangadag. Eyþór og Haraldur. MYND ÚR EINKASAFNI Kári Marísson ásamt Molduxum við upphaf Jólamóts Molduxa. MYND: MOLDUXAR Perla með góða viðurkenningu MYND AF FACEBOOK 01/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.