Feykir


Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 6
og gagnsemi breytinganna. „Kostirnir munu væntanlega skila sér til langs tíma, en þessi fyrstu ár ganga út á það að halda áfram að reka löggæslu með svipuðum mannafla, vinnuaðstöðu og tækjabúnaði og hingað til.“ Febrúar Vilko og Prima í mjólkurstöðina Snemma á árinu flutti fyrirtæk- ið Vilko á Blönduósi starfsemi sína í húsnæði að Húnabraut 33 á Blönduósi, sem áður hýsti mjólkurstöðina. Vilko var upphaflega stofnað árið 1969 í Kópavogi en árið 1986 keypti Kaupfélag Húnvetninga félagið og flutti norður á Blönduós. Var starfsemin upphaflega í Votmúla en þegar það húsnæði brann flutti félagið starfsemina á Ægisbraut þar sem áður var áhaldahús Blönduósbæjar. Nýr blaðamaður Feykis Sagt var frá því í upphafi febrúar að Fríða Eyjólfsdóttir hefði verið ráðin í stöðu blaðamanns Feykis en hún tók við starfinu af Kristínu Sigurrós Einarsdóttur sem starfað hafði á Feyki frá 1. apríl 2013. Nýr og glæsilegur slökkvibíll Húnaþing vestra fékk í febrúar afhentan nýjan slökkvibíl af gerðinni Ford F550 4x4 super duty crew cab, árgerð 2017. Bíllinn, sem smíðaður er á Ólafsfirði, hentar fullkomlega fyrir starfssvæði Húnaþings vestra þar sem eru langar vegalengdir og víða vegslóðar sem bera ekki hefðbundna slökkvibíla. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að bíllinn sé með gott aðgengi og einfaldur í notkun en öll stjórnun, dælubúnaður og vinnuumhverfi í bílnum er mjög gott. Bíllinn er lipur og fínn í keyrslu, búinn fullkomnum slökkvibúnaði m.a. tveimur háþrýstikeflum. Í bílnum er nóg af vatni fyrir fyrstu aðgerðir slökkvistarfs á vettvangi og verður notaður bæði sem tækjabíll og slökkvibíll og leysir þannig af hólmi tvo bíla. Einar Örn söng til sigurs Söngkeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var haldin á sal skólans föstudaginn 17. febrúar fyrir fullu húsi áhorfenda. Ellefu flytjendur fluttu tíu lög, hvert öðru betra, eins og segir á vef skólans. Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, sem sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, flutti lag sem gestur og vann hug og hjörtu áhorfenda. Þannig fór að Einar Örn Gunnarsson bar sigur úr býtum í keppninni með Bon Jovi slagarann, Bed of Roses. Í öðru sæti endaði Ásbjörn Waage með Kiss-lagið Strutter og í þriðja sæti urðu flytjendurnir Malen Áskelsdóttir og Bjarkey Birta Gissurardóttir með lagið Russian Roulette sem hin barbadóska Rihanna samdi. Hákon Magnússon Hjaltalín hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir flutning sinn á laginu Working Class Hero. Mars Smíði Gáskabáta gekk ekki upp Þau áform Svf. Skagafjarðar og KS um að smíða svokallaða Gáskabáta á Sauðárkróki gengu ekki sem skyldi og var hætt á árinu 2017. Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, formanns byggðarráðs, var plastbátafélag- ið Mótun stofnað með það að markmiði að efla atvinnu á svæðinu, fá inn nýja iðngrein sem gæti stutt við nýstofnað plastnám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og styrkt stoðir Skagafjarðar í trefjaiðnaði með það að markmiði að styðja við áform um uppbyggingu koltrefja- eða basalttrefjaverk- smiðju á eða við Sauðárkók. Tveimur skipverjum bjargað af lekum báti Janúar Víkur á Skaga tengjast veiturafmagni Sagt var frá því í fyrsta tölublaði Feykis ársins 2017 að lokið hefði verið við að tengja bæinn Víkur á Skaga við veiturafmagn þann 22. desember 2016 en þar með hafði dísilrafstöðin á bænum lokið hlutverki sínu. Lagður var háspennujarðstrengur frá Höfnum í Skagabyggð að Hrauni í Skagafirði, tæpa 15 kílómetra leið, auk ljósleiðara. Þetta var í fyrsta skiptið sem Víkur tengjast veiturafmagni en að sögn Valgeirs Karlssonar ábúenda var ekki vilji fyrir því hjá Rarik að leggja strenginn, þá sex km, þegar bærinn Hraun var rafvæddur 1975. Hafdís HU 85 sökk í höfninni Báturinn Hafdís HU 85, sem er 10 tonna bátur með heimahöfn á Blönduósi, sökk í Skagastrandarhöfn snemma í janúar. Þegar Feykir hafði samband við Þóreyju Jónsdóttur hafnarvörð um það leyti sem vinnslu 2. tölublaðs lauk voru kafarar við störf og unnið að því að ná bátnum upp. Bjóst hún við að þeirri vinnu lyki áður en dagurinn væri á enda. Þórey sagðist fyrst hafa lesið um atvikið á vef Morg- unblaðsins og sér væri ekki kunnugt um af hverju báturinn sökk né nákvæmlega hvenær það hefði gerst, en það hefði þó annað hvort verið aðfararnótt mánudagsins eða á mánudaginn. Á vef Morgun- blaðsins kom fram að veðrið var talin líkleg orsök þess að báturinn sökk en mjög hvasst var af norðaustan á Skagaströnd á þessum tíma. Fóru hviður upp undir 40 metra og við þær aðstæður rýkur sjórinn mikið í höfninni, sérstaklega á háflóði. Menn verða að leysa deiluna Þegar janúar var meira en hálfnaður hafði verkfall sjó- manna staðið yfir í rúman mánuð. Fréttir hermdu að nokkuð hefði þokast í sam- komulagsátt og í raun ekki mikið sem skildi á milli samn- ingsaðila. Verkfall sjómanna hafði gríðarleg áhrif á fjölmörg störf í landi og talið var að það hafi kostað þjóðarbúið háar fjárhæðir. Páll hættir störfum Páll Björnsson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, sagði starfi sínu lausu í upphafi árs en hann hafði gegnt því starfi frá stofn- un þess er lögregluembættin á Blönduósi og Sauðárkróki voru sameinuð í ársbyrjun 2015. Páll, sem kominn var á 69. aldursár, sagðist þeirrar skoðunar í samtali við Feyki, að menn ættu að hætta störfum áður en þeir verði að gera það við 70 ára aldurinn. Páll stóð frammi fyrir því verkefni að sameina tvö rótgróin embætti í sitthvorri sýslunni. Hann taldi að í umræðunni um fækkun embættanna hefði verið alið á of miklum væntingum hjá lögreglumönnum um kosti SAMANTEKT Páll Friðriksson Það er alltaf gaman að líta um öxl við hver áramót og rifja upp hvað hæst þótti standa á nýliðnu ári. Hér birtum við fyrri hluta þess sem Feykir setti á oddinn á síðum blaðsins. Forsetahjónin fyrir utan Hótel Tindastól á Sauðárkróki ásamt prúðbúnum skagfirskum konum. MYND: FORSETI.IS Fréttaannáll 2017 – fyrri hluti Ágætt ár að baki Pétur R. Arnarsson, slökkviliðsstjóri Húnaþings vestra, með nýja bílinn fyrir utan Ráðhúsið á Hvammstanga MYND: HÚNAÞING VESTRA Rafmagnið komið á hjá ábúendum á Víkum. Systkinin Valgeir, Lilja og Finnur Karlsbörn ásamt Jóni Pálmasyni rafvirkja. MYND: PF 6 01/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.