Feykir


Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 8
 - Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja að þessu sinni með þessum, því miður, stóra sannleika Bólu-Hjálmars. Veröld gefst mér völt og flá vinur fæst ei tryggur. Flestir hverfa þessir þá þegar mest á liggur. Enn skal haldið af stað á nýju ári og reynt að tína til eitthvað vísnaefni fyrir lesendur okkar ágæta blaðs Feykis. Góðu fréttirnar verða þær að nú í upphafi árs að Ingólfur Ómar virðist ákveðinn í að halda áfram að yrkja og leggur þættinum til vetrarvísur. Hylja skuggar hæð og grund halla tekur degi. Emja stormar ýfast sund öldur rísa á legi. Ekki hallar á orðavalið í þessari vel gerðu hringhendu. Fellur hrím á feyskið blað frosin híma stráin. Hallar skímu húmar að hylur gríma skjáinn. Ekki skemmir næsta hringhenda brageyrað. Hríðarmugga hylur svörð hrími gluggar skarta. Fellur skuggi á freðna jörð finn ég ugg í hjarta. Freistast til að birta eina hringhendu í viðbót úr þessu ágæta bréfi Ingólfs. Norðan rosinn nístir brá næðir um kvos og vengi. Hrími flosuð hélustrá hníga á frosið engi. Þakka Ingólfi fyrir að halda tryggð við þáttinn og leggja honum oft til ágætar vísur. Langar næst til að rifja upp ýmislegt sem tengist hinum magnaða skáldbónda, Villa á Brandaskarði. Einhverju sinni er þeir góðvinir Sigurður á Örlygsstöðum og Villi hittust ræddu þeir saman um Dísukvæði Davíðs. Bjó þá Sigurður við góð efni en ókvæntur en Villi við mikla fátækt. Þegar þeir vinir kvöddust umrætt kvöld orti Villi: Aumt er að eta úr einni skel og eiga fást til vina. En sælt er að vera saddur vel og syngja um fátæktina. Síðar, eftir að mér hefur verið sagt, sama kvöld mun Villi hafa bætt þessari fallegu hugsjón við. Ýmsir reistu á sandinum dýrar draumaborgir og duttlungasöm reyndist þeim oft hin kærsta von. Því eru margir dæmdir í ævilangar sorgir það elska fleiri Dísur en Davíð Stefánsson. Gaman að rifja upp aðeins meira frá Villa, sem eins og áður segir, var bóndi í Branda- skarði og bjó þá við nokkuð mikla fátækt. Villtur engan veg ég finn varið því er svona. Nú er allur auður minn aska brenndra vona. Vísnaþáttur 703 Að lokum þessi frá Villa. Æskufuni er útbrunninn allur kraftur þrotinn. Kominn að hruni kofinn minn hver einn raftur brotinn. Það mun hafa verið í kringum 1930 sem Hjörtur Gíslason á Akureyri orti svo: Þó mig vanti í búið brauð bý ég í fátækt, ríkur. Því minn glæðir andans auð Útvarp Reykjavíkur. Áslaug systir Hjartar mun hafa heyrt vísuna og ort þá svo laglega: Ég vil heldur borða brauð og bera hlýjar flíkur, en sækja rýran andans auð í Útvarp Reykjavíkur. Guðmundur Arnfinnsson mun vera höfundur að eftirfarandi limru. Þar kemur, að Katla hún gýs og kolsvartur mökkur upp rís, og blasir við hel en brestur á él og Bjarki Kaldalóns frýs. Helgi R. Einarsson er höfundur að þessari: Geirþrúður gamla á Læk var getin forðum með kæk, sem einum finnst ljóður en öðrum mjög góður. Hún stöðugt er spriklandi spræk. Önnur limra kemur hér eftir Helga. Í ýmsu var fimur hann Fróði sem foli í merastóði. Því orðaði Stína við elskuna sína: „Æ, gerðetta aftur, góði.“ Geta lesendur sagt mér eftir hvern næsta vísa er? Held endilega að hún sé eftir tvo hagyrðinga. Hringja klukkur heims um ból himnakóngur blessar. Kvölda tekur sest er sól séra Jakob messar. Sama má segja um næstu vísu, held endilega að hún sé eftir tvo höfunda. Ég er bundinn auðargná öllum sundum lokað. Innan stundar er ég frá yfir hundinn mokað. Lagleg hringhenda þar á ferð. Fer þá að verða fyllt upp í kvótann að þessu sinni. Gott að leita til Rögnvaldar Björnssonar með lokavísuna. Þegar dags er þrotið stjá þróttur burtu flúinn. Fátt er sælla en sofna þá syfjaður og lúinn. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is 30 ára Eiga þeir að auglýsa hvað sem er, þó það sé bara á Snapchat. Það finnst mér ekki og ég tel að það þurfi að gera með einhvers konar samkomulag í þjóðfélaginu um þetta. Hvort sem það er auglýsing um áfengi, þvottaefni, snyrtivörur eða fatnað, að þá þarf að liggja ljóst fyrir hver er markhópur auglýsingarinnar og hvar á að birta hana. Snapchat hentar ekki fyrir allt, þar eru jú börn og unglingar notendur og við fullorðna fólkið eigum að passa þau og leiðbeina þeim. Ég stórefa það að allir foreldrar séu að ritskoða Snaphcat hjá börnunum sínum og margir horfi því á efni sem þeim er ekki ætlað. Snapchat er frábær miðill sem og aðrir samfélagsmiðlar en ég held að við þurfum að fara að taka okkur tak varðandi auglýsingar þar inni, bæði beinar og duldar. Því bið ég Áhrifavaldana að nýta sín áhrif til góðs. - - - - - - - Ég skora á Þóru Margréti Lúthersdóttur að koma með næsta pistil. Samfélagsmiðlar eru furðulegt fyrirbæri sem hafa þróast mjög hratt undanfarin ár. Flest okkar þekkjum og notum miðla eins og Facebook, Snapchat, Twitter og Instagram. Þessir miðlar eru frábærir hver á sinn hátt til ýmissa hluta. Flestir notendur þessara miðla fara þarna inn daglega og tíminn sem fer í slíka notkun er sífellt að verða meiri og meiri. Notendur þessara miðla eru á öllum aldri. Þetta vita auglýsendur og hefur orðið sprenging í notkun þessara miðla til auglýsinga. Kostaðar auglýsingar eru áberandi á miðlunum en svo er líka mjög auðvelt að finna duldar auglýsingar. Oft er ekki augljóst hvort um auglýsingu er að ræða. Á Facebook og Snapchat er þetta t.d. að verða sífellt meira áberandi. Notendur þessa miðla eru á öllum aldri en ég ætla að leyfa mér að halda að unglingar landsins séu stór hluti notenda Snapchat hérlendis. Fyrir nokkru skutu upp kollinum svokallaðir Áhrifavaldar. Það eru samfélagsmiðlanotendur (sérstaklega á Snapchat) sem hafa atvinnu af því að auglýsa vörur og koma fram á viðburðum til að sýna sig og sjá aðra. Þessir áhrifavaldar hafa jafnvel tugþúsunda fylgjendur á öllum aldri og gerir það málið örlítið flóknara. Þeir hafa jafnvel umboðsmenn sem koma þeim á framfæri og allt sem gert er, er auglýst á samfélagsmiðlunum. Of oft eru skilin milli auglýsingar og kynningar/umfjöllunar mjög óskýr og það er kannski sett í hendur okkar sem notenda þessa miðils að greina þarna á milli. Við erum misgóð í slíku og ég set spurningarmerki við slíkar umfjallanir/kynningar/ auglýsingar sem beinast að börnum og unglingum, sérstaklega þar sem áfengi kemur við sögu. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi starfsgrein er kölluð Áhrifavaldar, þeir sem þar starfa hafa áhrif. Í mörgum tilfellum hafa þeir góð áhrif, fjalla um mikilvægi góðrar heilsu, hreyfingu og mataræði. En viljum við að þeir hafi neikvæð áhrif? ÁSKORENDAPENNINN Dagný Úlfarsdóttir Ytra-Hóli A-Hún Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum UMSJÓN palli@feykir.is Dagný Úlfarsdóttir MYND ÚR EINKASAFNI 8 01/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.