Feykir


Feykir - 10.01.2018, Side 2

Feykir - 10.01.2018, Side 2
Jæja, þá eru blessuð jólin og áramótin liðin og sem betur fer þekki ég engan persónulega sem hefur hlotið varnalegan andlegan skaða af öllu því sem þeim fylgir, þó ég telji fullvíst að einhverjum hafi orðið meint af. Þær eru margar hætturnar sem fylgja hátíðum eins og jólum og áramótum. Fyrst má auðvitað telja hið margumtalaða neyslu- brjálæði sem færist nú hratt í aukana hjá landanum og óvíst er hvar endar. Vonandi ekki með sama hætti og fyrir tíu árum síðan þegar við keyrðum á vegg og flöttumst út eins og Tommi kallinn gerir svo oft þegar hann er að eltast við Jenna. Sem betur fór vorum við fljót að rakna úr rotinu, rétt eins og Tommi, við hristum okkur bara aðeins, sáum fyrir okkur eitthvað af sólum og stjörnum og vorum svo til í kapphlaupið aftur. Vísbendingar um að við séum að ná fullri færni aftur má finna í ýmsu, þá ekki síst jólaversluninni. Öllu gjafaflóðinu sem tilheyrir jólunum fylgja líka margar hættur. Við þekkjum öll umræðuna um gjafamismunun jólasveinanna sem færa börnunum glaðning í skóinn og er ekki vafi á að hún hefur í för með sér mikil og djúp vonbrigði hjá mörgum. Og ekki er nokkur vafi á því að fjölmörg börn hafa fengið í hendurnar jólagjafir sem þau fá að nota eftirlitslaust þótt þau hafi engan þroska til þess. Og víkjum þá að grafalvarlegu máli. Hvað skyldu margir einstaklingar hafa hlotið varanlegt tjón af öllum jóla- böllunum sem æsku landsins er boðið upp á. Þá er ég ekki að tala um börnin sem verða hrædd við jólasveininn og grenja sig í svefn fram undir Jónsmessu. Ég er heldur ekki að tala um allt sælgætið sem þessir misgáfuðu synir Grýlu hrúga í börnin. Nei, málið er mun alvarlegra en nokkrar svefntruflanir og sætindi geta verið. Ég er að sjálfsögðu að meina jólsöngvana sem flytja blessuðum börnunum svo andfemínískan boðskap að það hlýtur að kallast skandall að ekki skuli hafa verið brugðist við af fullum þunga fyrr. Hvernig á nokkurt barn að geta sloppið óskaddað frá því að heyra um mömmu stússast í eldhúsinu meðan pabbi getur bara verið að snurfusa sig inni í svefnherbergi. Sem betur fer kallar hann í Sigga og lætur hann leita að flibbahnappn- um en ekki þær Sollu og Gunnu sem komnar eru í nýja skó og bláan kjól. Það er greinilegt að ég þarf að fara að skoða í sálarfylgsn- in og kanna hvaða misfellur í persónuleika mínum jóla- söngvar bernskunnar hafa orsakað. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Hættur um hátíðar Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Fáir bátar voru á sjó í síðustu viku. Á Skagaströnd lönduðu sjö bátar tæpum 55 tonnum, tæplega 213 tonn bárust til hafnar á Sauðárkróki með tveimur fleyjum og tveir bátar lönduðu sex tonnum á Hofsósi. Heildar- afli vikunnar á Norðurlandi vestra var 273.649 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 31. desember 2017 – 6. janúar 2018 Málmeyjan landaði 212 tonnum SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 3.055 Álfur SH 414 Landbeitt lína 13.361 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 2.715 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 18.470 Magnús HU 23 Landbeitt lína 9.859 Onni HU 36 Dragnót 4.442 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.946 Alls á Skagaströnd 54.848 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Þorskfiskinet 1.154 Málmey SK 1 Botnvarpa 211.562 Alls á Sauðárkróki 212.716 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 3.828 Þorgrímur SK 27 Landbeitt lína 2.257 Alls á Hofsósi 6.085 90 ára saga Kvenfélagsins Heklu Bókaútgáfa í Skagabyggð Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð var stofnað 28. ágúst 1927 af 14 konum yst í gamla Vindhælishreppi. Það hefur í 90 ár unnið að ýmsum framfaramálum og lagt mörgum góðum málum lið. Félagið stóð m.a. fyrir kaupum á vefstólum, prjónavél og spunavél á fyrstu árum félagsins. Þá stóðu kvenfélagskonur fyrir merku átaki í vegagerð á Skaga á 4. áratug síðustu aldar og var því átaki reistur minnisvarði sem vígður var 2. júlí 1989. Líkt og önnur kvenfélög landsins voru helstu mál kven- félagskvenna þá og eru enn, að styðja við þá sem minna mega sín, stuðla að ýmsum fram- faramálum er snerta heimili og íbúa svæðisins sem og fjöl- breyttar fjáraflanir og sam- komur. Má þar nefna réttar- kaffisölu, basara, jólaböll og jólahlaðborð. Í ársbyrjun 2018 eru kven- félagskonur tólf talsins. Félags- fundir eru haldnir nokkrum sinnum á ári. Starfsstöð kvenfélagsins er í félagsheimilinu Skagabúð. Helstu viðburðir í starfsemi félagsins eru hátíðar- Saga kvenfélagsins Heklu er skrifuð af Lárusi Ægi Guðmundssyni á Skagaströnd og kostar litlar 3.000 kr. AÐSEND MYND > frh. af forsíðu Framtíðarstaðsetning óljós Sigurjón segir að Heilbrigðis- eftirlitið hafi þrýst á úrbætur á sl. árum og hafi Olís brugðist vel við því, m.a. kynnt nokkrar áætlanir um framtíðarstað- setningu á nýrri stöð félagsins á Sauðárkróki. „Þegar ljóst var að bið yrði á að ný stöð yrði reist, fór Heilbrigðiseftirlitið fram á að núverandi starfsstöð félagsins yrði bætt. Í framhaldinu kynnti Olís úrbætur á stöðinni sem Heilbrigðiseftirlitið samþykkti. Umsókn Olís um endurbætur á stöðinni var lögð fyrir bygginga- nefnd Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar sem hafnaði erindinu á fundi dags. 25. 10. 2016, á þeim grundvelli að uppbygging stöðv- arinnar samræmdist ekki skipu- lagsáætlunum. Þess ber að geta að nú í janúar 2018 er ekki enn búið að samþykkja framtíðar- staðsetningu bensínstöðvar Olís á Sauðárkróki en umsókn liggur fyrir hjá skipulags og byggingar- nefnd um að stöð verði sett upp við Ártorg,“ segir Sigurjón. Á fundi Heilbrigðisnefndar þann 20.12.2016 var eftirfarandi samþykkt gerð: Í ljósi þess að uppbygging bensínstöðvar Olís við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki samræmist ekki skipulagsáætl- unum sveitarfélagsins og að núverandi mengunarvarnir eru ekki í samræmi við reglugerð 35/1994 samþykkir nefndin að rekstri bensínstöðvar Olís á Sauðárkróki verði hætt eigi síðar en 31. desember 2017. Það liggur því fyrir í málinu að Heilbrigðisnefndin hefur sýnt mikinn sveigjanleika og gefið rekstraraðila mjög rúman tíma til þess að bregðast við til þess að uppfylla gildandi reglur. /PF kaffi á þjóðhátíðardaginn, réttarkaffisala við Fossárrétt, jólabasar, jólahlaðborð og jóla- ball. Þá sjá félagskonur um ýmsa veitingasölu, s.s. erfidrykkjur, fundakaffi og matarveislur. Á árinu 2017 var ákveðið að gefa út sögu félagsins í tilefni 90 ára afmælis þess og kom sú bók út fyrir jólin 2017. Bókin er skrifuð af Lárusi Ægi Guð- mundssyni á Skagaströnd. Bókin kostar 3.000 kr. Hægt er að nálgast bókina hjá eftirfar- andi kvenfélagskonum: Lindu Björk, lindabj@simnet.is sími 692 3929, Árnýju sími 452 2745 og Dagnýju Rósu dagnyrosa76@gmail.com, sími 848 2732. /PF 2 02/2018

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.