Feykir


Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 3
Kristján Bjarni Halldórsson gefur út rafbók Besta nýársgjöfin til barna og unglinga Út er komin rafbókin Óskar og loftsteinninn eftir Kristján Bjarna Halldórsson, áfangastjóra FNV á Sauðárkróki. Bókin, sem er nýársgjöf til barna og unglinga á Íslandi, fjallar um Óskar, 15 ára strák, sem býr í Fljótshlíðinni. Nótt eina lendir loftsteinn á húsinu hans og hefur Óskar ákveðnar hugmyndir um hvað hann vill gera við loftsteininn sem er mjög verðmætur. Áætlanir hans komast í uppnám þegar loftsteininum er stolið. Þá hefst eltingarleikurinn sem berst meðal annars upp á Eyjafjallajökul. Bókina má lesa sem rafbók en einnig er hægt að hlusta á hljóðbókina, frítt. Útgefandi er Myrkur ehf. og er útgáfan styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNV. Kristján Bjarni Halldórsson er fæddur árið 1966 á Ísafirði en ólst upp á Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum. Hóf hann kennslu í FNV árið 1993 og starfar þar nú sem áfangastjóri. Áhugamál eru golf, tónlist og skrif. Sambýliskona Kristjáns er Sigríður Svavarsdóttir. Kristján segist hafa skrifað bókina að mestu árið 2015 en tæknivinnan við rafbók og hljóðbók fór þó fram árið 2017 þegar hann fékk styrk til þess frá Uppbyggingarsjóði SSNV. Aðspurður segist hann ekki hafa gefið út eigið efni áður fyrir utan eitt jólalag sem var meðal þáttökulaga í jóla- lagakeppni Rásar 2 árið 2016. Þetta er rafbók og hljóðbók, má búast við því að hún verði prentuð á pappír einhvern tímann? „Hver veit? Það er þó ekki á áætlun. Mig langar að skrifa meira. Ég er þegar farinn að velta næstu bók fyrir mér sem er glæpasaga. Ég sé þó fyrir mér að skrifa meira fyrir börn og unglinga. Það er krefj- andi og skemmtilegt,“ segir Kristján Bjarni. Bókina Óskar og loftsteinninn er hægt að nálgast á vefslóðinni http://oskarogloftsteinninn.is/ Kristján Bjarni. MYND AF FACEBOOK Breytingar á Vatnsnes- vegi fyrirhugaðar Húnaþing vestra Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra 14. desember sl. var samþykkt að leita umsagna og kynna skipulags-og matslýsingu fyrir minni háttar breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra vegna breyttrar legu Vatnsnesvegar, nýs brúarstæðis um Tjarnará og ný efnistökusvæði. Núverandi vegur er einbreiður malarvegur sem er verulega farinn að láta á sjá. Framkvæmdir þær sem um ræðir fela í sér breytta veglínu á um 700 metra kafla við bæinn Tjörn á Vatnsnesi og er vegafram- kvæmdin 1,8 km í heildina, að hluta til í sama vegstæði. Í breytingunni felst einnig nýtt brúarstæði yfir Tjarnará þar sem tekin er af hættuleg beygja yfir ána, ásamt nýjum efnistöku- svæðum. Í Skipulags- og matslýsingu segir: „Umferð um Vatnsnesveg hefur aukist verulega á síðustu árum með auknum fjölda ferðamanna sem fara um Vatnsnesið til náttúruskoðunar og útivistar. Ef horft er til breytinga sl. 10 ára þá var árið 2007 árdagsumferð (ÁDU) um Vatnsnesveg, á talningastöðinni frá Hvammstanga og norður Vatnsnesið, 1188 bílar á sólar- hring og sumardagsumferð (SDU) 1953 bílar. Árið 2016 var umferðin komin í 1637 bíla á sólarhring (ÁDU) og sumar- dagsumferð (SDU) 2616 bílar.“ Er íbúum og hagsmunaað- ilum gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulags-og matslýsinguna. Skal þeim skilað skriflega í ráðhúsið, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á net- fangið skrifstofa@hunathing.is“ í síðasta lagi 25. janúar 2018. /FE Reynt að útkljá ágreining Sýslumörk á Skagaheiði Sveitarfélögin þrjú sem land eiga á Skagaheiði, Skaga- byggð, Skagaströnd og Skagafjörður, ætla nú að freista þess að ná niðurstöðu í áralangri deilu um sýslumörk á heiðinni. Í fundargerð byggðarráðs Skagafjarðar frá 4. janúar sl. segir að kynnt hafi verið að Ólafur Björnsson hrl. muni boða til sáttafundar í málinu fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar með fulltrúum Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar. Á stuttum kafla hafa sýslumörkin á Skagaheiði ekki verið á hreinu svo árum skiptir. Vegna þess að hluti land- svæðisins er þjóðlenda hafi þurft að skrá og hnitsetja mörkin fyrir nokkrum árum. Það gekk ágreiningslaust að mestu en Húnvetninga og Skagfirðinga greinir þó á um hvar skilgreina skuli mörkin á um tveggja kílómetra kafla í kringum Hraunvatn. Svæði þetta tilheyrir sveitarfélögunum þremur. /FE Styrkir góð málefni Lionsklúbbur Blönduóss Lionsklúbbur Blönduóss úthlutaði nýlega styrkjum úr Styrktarsjóði Lionsklúbbsins á Blönduósi. Öllu fé styrktarsjóðsins er úthlutað til samfélagsverkefna og þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Sjóðurinn úthlutaði nú 250.000 kr. til Björgunarfélagsins Blöndu, 250.000 kr. til Orgel- sjóðs Blönduóskirkju og 70.000 kr. til Félagsþjónustu A-Hún. „Björgunarfélagið er sífellt að bæta sinn tækjakost til að geta hjálpað fólki þegar í nauðir rekur og orgelið bætir menn- ingarlíf héraðsbúa, ekki síst þegar við höfum jafn öflugan orgelleikara og Eyþór Franzson Wechner,“ segir Magnús Ólafs- son á Facebooksíðu sinni í hug- leiðingu um starf klúbbsins. Á Þorláksmessu seldu klúbb- meðlimir blóm í Kjörbúðinni líkt og gert hefur verið undan- farna áratugi og rann allur ágóði þeirrar sölu, eða 187.000, til Styrktarsjóðs Húnvetninga. Einnig fóru félagar í klúbbnum á Ellideildina í sjúkrahúsinu nú fyrir jólin eins og undanfarin ár, skreyttu þar og ræddu við fólkið sem þar býr. /FE 02/2018 3 Prjónagjörningurinn skemmtilegasta uppákoman Edda Brynleifsdóttir býr á Blönduósi þar sem hún rekur verslunina Hitt og þetta handverk og Vötnin Angling service sem selur margs konar handverk og veiðivörur. Verslunin tók til starfa á vordögum þannig að það hefur verið í nógu að snúast síðasta árið hjá Eddu en hún er líka formaður Ferðamálafélags Austur-Húnvetninga. Edda svaraði nokkrum spurningum sem Feykir lagði fyrir hana varðandi árið sem leið. Hvað finnst þér eftir- minnilegast af því sem gerðist á þínu svæði á nýliðnu ári? Þar sem flest allt hefur snúist um ferðamál hjá mér síðustu misseri fannst mér gaman að sjá gamla bæinn á Blönduósi lifna við í rólegheitum. Einnig hófst vinna við að skipuleggja Norður- strandarveg (Arctic Coast Way) og svo verður spenn- andi að fylgjast með kvik- myndun á Náðarstund. Hver var skemmtilegasta uppákoman að þínu mati? Prjónagjörningur- inn sem haldinn var í tengslum við Prjónagleði í júní sl. Hvernig voru jólin og áramótin hjá þér? Góð eins og alltaf. Hvernig spáir þú nýju ári? Það verður bara að koma í ljós, vonast þó eftir heitu og góðu veðri. Eitthvað að lokum? Munum að njóta vel og vandlega! /FE Edda Brynleifsdóttir / Blönduósi Litið um öxl á nýju ári2017/18

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.