Feykir


Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 4
Beta. MYND ÚR EINKASAFNI 4 02/2018 Hlýnandi veðurfar austan Vatna Jóhanna Sveinbjörg Bergland Traustadóttir er grunnskólakennari á Hofsósi þar sem hún er búsett ásamt manni sínum og fjórum börnum. Feykir spurði Jóhönnu hvað henni þætti eftirminnilegast á árinu sem nú er nýliðið. Hvað finnst þér eftirminnilegast af því sem gerðist á þínu svæði á nýliðnu ári? Það þarf nú ekki að leita langt inn í síðasta ár til að finna það eftir- minnilegasta sem gerðist á mínu svæði á nýliðnu ári. Ekki nóg með að við Berglind [Margrét Berglind Einars- dóttir] afrekuðum að semja og setja á stokk leikverkið „Pungar og pelastikk; raunir trillukarla“, heldur saumuðum við búningana líka! Búningagerðin leit út fyrir að vera flóknari en göngur í Unadal og vorum við búnar að ígrunda vel hvort við ættum ekki að fá hagleikar húsmæður í lið með okkur en ákváðum að láta slag standa og prófa þetta. Handavinnutímarnir í grunnskólanum á síðustu öld komu í góðar þarfir og við slógum meira að segja okkur sjálfar út þegar verkið tókst – og það gerist nú ekki nema í einstaklega góðu árferði. Okkur tókst að gera glæsimennin okkar vatnsheld á sviði. Annað sem eftir- minnilegt er, var að sjá leikverkið verða að veruleika. Hver hefði trúað því að Kristján á Óslandi ætti eftir að koma fram á sviði í níðþröngum og glansandi hafmeyjarbúningi? Já eða að Sæunn Hrönn í Brekkukoti, sem er nú sú jákvæðasta manneskja sem ég hef lagt hlustir við – að hún skyldi nú stíga á stokk með gargi, blóti og ógnandi framkomu og það í Menningarhúsinu í Varmahlíð. Ekki má svo gleyma að nefna vinn- una en þar ber einna hæst skólaferða- lagið suður á bóginn, sem ég fór í ásamt samkennara mínum. Líkt og önnur skólaferðalög sem ég hef farið í, hafa minningar um þetta ferðalag skemmt mér á köldum vetrarkvöldum þegar verkefnabunkinn í efnafræði ætlar mig lifandi að éta. Í þessu skólaferðalagi hafði m.a. sunnlenskt fjall fært sig úr stað þannig að ég, landafræðikennar- inn sjálfur, þekkti það bara ekki aftur þegar við keyrðum fram hjá því með fulla rútu af misáhugasömum krökkum um landafræði. Einnig virtust tímasetn- ingar á suður- og norðurslóðum eitt- Jóhanna Sveinbjörg Bergland Traustadóttir / Hofsósi hvað stangast á því það sem var tímasett á Hofsósi stóðst ekki tímasetningar á Suðurlandsundirlendinu, án þess að við förum eitthvað nánar út í það hér. Hver var skemmtilegasta uppákoman að þínu mati? Það er svo margt sem hefur verið skemmtilegt á síðasta ári og þar sem ég fæ ekki endalaust pláss í blaðinu verð ég að nefna það að einn af stórum viðburðum hér austan Vatna eru hinar nýju hurðir á kælana í kaupfélaginu. Þvílíkur munur að versla þar í dag. Breytingin er slík að talað er um tímann fyrir hurðir og eftir hurðir. Í dag þurfa hvorki Hofsósingar, nær- sveitungar né ferðamenn að þýða morgunkornið í handakrikanum né slá klaka úr dömubindum áður en vörurnar eru settar í poka og rölt heim á leið. Það er allt við stofuhita; viðmót starfsfólks, upplifun viðskiptavinanna og geymsluþol banana. Já þessar hurðir eru vonandi komnar til að vera. Hvernig voru jólin og áramótin hjá þér? Ég átti mjög góð jól og er afar þakklát fyrir að fjölskyldan, nær og fjær, sé við góða heilsu og það gangi öllum vel í sínu daglega amstri. Fjölskyldan fer óðum stækkandi, komin tengdabörn og meira að segja hundur sem að vísu fær ekki að koma inn fyrir mínar dyr þar sem ég hef hina mestu óbeit á að ryksuga hár. Þannig að það er ekki annað hægt en að vera þakklátur í hjarta sínu. Hvernig spáir þú nýju ári? Ég vona að nýtt ár færi öllum bjartsýni og ham- ingju. Hið margumtalaða hlýnandi veðurfar mun án efa verða okkur happadrjúgt því fimbulkuldinn í kaup- félaginu okkar er ekki til staðar lengur vegna nýju hurðanna á kælunum. Eitthvað að lokum? Ég þakka fyrir að mér hafi verið sýndur sá heiður að fá að svara þessum spurningum blaðsins. Mikið hlakka ég til þegar ég fæ að taka þátt í spurningu vikunnar. /FE Litið um öxl á nýju ári2017/18 Hvernig nemandi varstu? Að mínu mati alveg til fyrirmyndar. Þurfti samt að heimsækja skrif- stofu skólastjórans í grunnskóla Blönduóss og var líka einu sinni tekin á beinið í MA. Allt samt mjög saklaust ;o) Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Held að það sé laxableiki ferm- ingarkjóllinn. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Söngkona. Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ekki viss um að það hafi verið neitt sérstakt. Ég var frekar svona útikrakki og alltaf í einhverjum ævintýrum með vinunum. Besti ilmurinn? Allur ilmur í Madison ilmhúsi. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ég man sérstaklega eftir að hafa hlustað mikið á Sting þegar ég var að keyra, en það var tónlistin sem mamma og pabbi voru með í spilaranum. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Eitthvert Madonnu-lag. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Horfi lítið á sjónvarp og skoða fréttir á vefnum. Annars eru skandinavískir þættir í uppáhaldi. Besta bíómyndin? Var að horfa á Manchester By the Sea um daginn, frábær mynd! Hef ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Elísabet Helgadóttir. ÁRGANGUR: 1976. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Stebba Lísu og á með honum þrjár stelpur. BÚSETA: Hlíðarnar í Reykjavík. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Foreldrar eru Helgi Árnason og Ingibjörg Sigvaldadóttir. Ég er uppalin á Blönduósi. STARF / NÁM: BA í sálfræði frá HÍ og MA í mannauðsstjórnun frá EADA í Barcelona. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Það er margt og mikið í deiglunni. Það sem er mér efst í huga þessa dagana er nýtt starf. Beta Baktal og fýla. Uppáhalds málsháttur eða til- vitnun? Veit ekki… en svolítið magnað að sá fyrsti sem poppaði upp í kollinn var; ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Ég á engan bróður, en tvær systur og er í fínum málum. Hver er elsta minningin sem þú átt? Held að það sé þegar ég var fjögurra ára að leika úti og Halldóra systir, sem var þá tveggja ára, datt í poll og drukknaði næstum. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur? Uppáhaldsbókin mín er Mál- verkið eftir Ólaf Jóhann, held að það sé eina bókin sem ég hef lesið tvisvar. Hann er samt ekki uppáhalds rithöfundurinn minn núna, annar sem fær þann titil. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Í kappi við tímann. Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Á einhvern geðveikan skíðastað. Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tæk- irðu með þér? Sólarvörn, kveikjara, hníf. líklega oftast horft á Dirty Dancing og myndina um fimleikakonuna Nadíu Comeneci. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Frábær spurning. Flest allt. Stebbi er að vísu betri í að losa hárstíflur í baðkarinu sem mér býður við. Það eru fjórir kvenmenn á heimilinu og mikið hár, þannig að hann á hrós skilið fyrir þetta verkefni. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? Aðallega bara String hillurnar. Hættulegasta helgarnammið? Svo glatað að segja þetta en ég borða ekki mikið nammi. Hvernig er eggið best? Poached egg. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað drasl fer mikið í taugarnar á mér og hvað skítaþröskuldurinn minn er lágur. Alveg glatað að eyða svona miklum tíma í að taka til og þurrka af eldhúsborðinu. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.