Feykir


Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Körfuknattleiksdeild Tindastóls Caird í þjálfarateymið Christopher Caird leikmaður Tindastóls í körfubolta hefur lagt keppnisskóna á hilluna og hefur bæst í þjálfarateymi liðsins. Þrálát meiðsli hafa gert kappanum lífið leitt og hefur hann ekki náð að beita sér líkt og á síðasta keppnistímabili. Meðfram spilamennsku hefur Chris verið starfandi yfirþjálfari yngri flokka félagsins með mjög góðum árangri. Á Facebooksíðu sinni segist Chris vilja þakka fyrir þann mikla stuðning sem hann hefur notið hjá stuðningsmönnum Tindastóls. Segist hann ánægð- ur með það að fá að taka þátt í þjálfarastarfi liðsins það sem eftir lifir leiktímabilsins. /PF Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Hrímnis en það er sigurvegari sl. þriggja ára og ljóst er að mörg lið vilja binda enda á þá sigurgöngu. Liðsstjóri liðsins er sem fyrr Þórarinn Eymundsson sem alls hefur unnið einstaklingskeppnina fjórum sinnum. Með Tóta að þessu sinni eru fjórar valkyrjur og ljóst að þau láta titilinn ekki auðveldlega frá sér. Þær eru: Helga Una Björnsdóttir, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Líney María Hjálmarsdóttir og ný inn í liðið kemur Valdís Ýr Ólafsdóttir. Eitt mót á Akureyri en fjögur á Króknum KS deildin í hestaíþróttum hefst seinni partinn í febrúar í reiðhöllinni á Sauðárkróki og verður byrjað á gæðingafimi. Keppnisfyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og verið hefur með þeirri undan- tekningu að eitt mót verður haldið á Akureyri. Keppnisdagar: 21. feb. - Gæðingafimi 7. mars - T2 23. mars - 5-gangur - Akureyri 4. apríl - 4-gangur 13. apríl - Tölt og skeið LIÐSKYNNING KS DEILDARINNAR Hrímnir Tóti með fjórar dömur í sínu liði Chris hefur verið afkastamikill með liði Tindastóls en nú er komið að tímamótum. MYND. HJALTI ÁRNA Dominos-deildin í körfuknattleik : Tindastóll Sigur og tap í fyrstu leikjum ársins Tindastóll hefur nú spilað tvo leiki í Dominos- deildinni það sem af er árinu og í kvöld spilar liðið við Hauka í Laugardalshöllinni í undan- úrslitum Maltbikarsins. Tap í Seljaskóla gegn ÍR Lið Tindastóls var hálfpartinn úti á þekju gegn baráttuglöðu og góðu liði Breiðhyltinga í 12. umferð Dominos-deildarinnar. Það var rétt í öðrum leikhluta sem Stólarnir náðu tangar- haldi á heimamönnum og söxuðu þá vel á forskot ÍR. Staðan 35-33 í hálfleik. Í þriðja leikhluta náðu ÍR-ingar mest 20 stiga forystu en Stólarnir minnkuðu muninn í 15 stig fyrir lokaleikhlutann. Þrátt fyrir ágætar rispur þá tókst okkar mönnum ekki að þjarma nægilega að liði ÍR þar sem Ryan Taylor, Sigurkarl og Matti fóru fyrir sínum mönnum. Lokatölur 83-75 í leik þar sem fáir Tindastóls- menn sýndu sitt rétta andlit en skástir voru Pétur og Arnar. Frábær leikur gegn Völsurum Það var eitthvað annað uppi á teningnum þegar Valsmenn komu í heimsókn sl. sunnudagskvöld. Þriggja-stiga-eftir-jóla-veisla í boði Helga Margeirs gaf tóninn í upphafi annars leikhluta og Stólarnir stungu ringlaða Valsmenn af og sýndu bæði frábæran varnar- og sóknarleik á löngum köflum í leiknum. Staðan var 57-36 í hálfleik en lokatölur voru 103-67. Allir leikmenn Tindastóls skoruðu í leiknum og skiluðu sínu og vel það. Stuðningsmenn voru vel með á nótunum í leik þar sem mörg frammi- staðan gladdi augu. Hester var frábær og aðrir fylgdu í kjölfarið. /ÓAB Knattspyrna : Landslið U17 Jón Gísli til Hvíta-Rússlands Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, er á meðal tuttugu annarra sem Þorlákur Árnason, landsliðs- þjálfari U17 karla í knatt- spyrnu valdi í hóp sem fer til Hvíta-Rússlands í lok janúar og tekur þar þátt í æfinga- móti. Hann er á 16. ári en þrátt fyrir ungan aldur átti hann fast sæti í meistara- flokki Tindastóls síðasta keppnistímabil. Jón Gísli hefur tekið þátt í einu landsliðsverkefni áður og var það fyrir undankeppni EM en hann spilar sem hægri bakvörður. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er bara spenntur fyrir þessu,“ segir Jón Gísli sem stefnir sem lengst í boltanum. „Þetta er auðvitað hvatning fyrir mig að ná lengra og er vonandi byrjunin á einhverju góðu.“ Einnig er gaman að geta þess að Brynjar Snær Pálsson Brynjarssonar Pálssonar, barna- barn Binna Júlla á Sauðárkróki, er einnig í hópnum. Hann leikur með ÍA. Mótið, sem er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018, fer fram í Hvíta-Rúss- landi dagana 21.-28. janúar næstkomandi og taka 12 lið þátt í því. /PF Jón Gísli í íslenska landsliðsbúningnum. MYND AF FACEBOOK 02/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.