Feykir


Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 7
Það gerist ekki á hverjum degi að hvalur sé dreginn á land á Hvammstanga og vakti það að vonum forvitni bæjarbúa. Þessi ungi maður var einn þeirra en engu er líklegra en reyðurin vilji ræða heimsmálin. MYND: ANNA SCHEVING að því er skipið fékk formlega vígslu og nafn. Rúm 44 ár voru liðin síðan nýsmíðaður togari kom síðast á Sauðárkrók. Bar hann sama nafn, Drangey, en einkennis- stafina SK-1. Það skip var smíðað í Japan og kom þaðan á Krókinn hinn 8. maí 1973. Drangey SK 2 kemur til með að leysa hið 40 ára gamla skip, Klakk SK-5, af hólmi og mun fara á veiðar áður en langt um líður. Um borð er ofurkælibúnaður sem gerir notkun íss við geymslu fersks fisks óþarfa. Treg veiði í húnvetnskum veiðiám Er ágúst var að telja sína síðustu daga hafði veiði almennt verið minni í húnvetnskum laxveiðiám en á sama tíma fyrra árs og sömu sögu var að segja af flestum öðrum ám á landinu. Miðfjarðará var sem fyrr í öðru sæti yfir aflahæstu árnar með 2668 laxa, þar af 282 í vikunni áður. Blanda hafði skilað 1390 löxum og var í fimmta sæti og Laxá á Ásum var með 790 laxa í ellefta sæti. Þar var veiðin orðin meiri en árið áður þegar 620 laxar veiddust allt sumarið. Hluta skýringarinnar mátti rekja til þess að stangafjöldinn var leyfður fjórar í stað tveggja á fyrra ári. Í Víðidalsá var veiðin komin í 583 laxa, Vatnsdalsá með 505 en aðrar með minna. September Á fjórða hundrað mættu á fund sauðfjárbænda á Blönduósi Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjár- bænda í Skagafirði stóð fyrir opnum umræðufundi sem haldinn var í Félagsheimilinu á Blönduósi í byrjun september þar sem staða sauðfjárbænda var rædd. Á fjórða hundrað manns mættu á fundinn og var þungt yfir fundargestum enda um grafalvarlegt mál að ræða þar sem fyrirhuguð skerðing sláturleyfishafa á afurðaverði var talin geta valdið allt að 56% launalækkun til bænda. Svohljóðandi ályktun var lögð fyrir fundinn og hún samþykkt: „Sameiginlegur fundur Búnað- arsambands Húnaþings og Stranda og Félags sauðfjár- bænda í Skagafirði skorar á sláturleyfishafa, stjórnvöld og forystumenn bænda að taka á þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú er uppi. Á Norðurlandi vestra og Ströndum eru um 420 sauðfjárbú og á þeim fer fram um 30% af sauðfjárframleiðslu í landinu. Það liggur því fyrir að sauðfjárrækt er þessu svæði gríðarlega mikilvæg atvinnu- grein. Ef verðlækkanir sem boðaðar hafa verið á sauðfjár- afurðum, verða að veruleika eru allar forsendur í rekstri sauðfjárbúa brostnar. Hætt er við að afleiðingarnar verði hrun í búgreininni og í framhaldinu stórfelld byggðaröskun. Tekjuskerðing sem sauðfjár- bændur á þessu svæði standa nú frammi fyrir, að viðbættri tekjuskerðingu síðasta árs, nemur skv. upplýsingum frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins að meðaltali um 1,5 milljón kr. á bú. Það liggur því fyrir að stór hluti sauðfjárbænda mun ekki ná endum saman að óbreyttu.“ Agnes hlaut fjórtán ára fangelsisdóm Lögfræðingafélag Íslands stóð fyrir vettvangsferð á slóðir síðustu aftökunnar á Íslandi í september og réttuðu á ný í máli Friðriks Sigurðssonar og Agnesar Magnúsdóttur sem dæmd voru til dauða fyrir að myrða Natan Ketilsson, bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi, og Pétur Jónsson, vinnumann, þann 13. mars 1928. Sigríður Guðmundsdóttir, 16 ára vinnukona, var einnig dæmd til dauða en var náðuð af kónginum og dæmd í lífs- tíðarfangelsi. Réttarhöldin voru að sjálfsögðu sett á svið í Félagsheimilinu á Hvamms- tanga, bæði til gamans og fróð- leiks. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins og þau Gestur Jónsson og Guðrún Sesselja Arnardóttir voru verjendur hinna ákærðu. Dómarar í málinu voru þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Kol- brún Sævarsdóttir og Davíð Þór Björgvinsson. Niðurstaða dómsins á Hvammstanga var á þá leið að Agnes hlaut fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson fékk sjö ára fangelsi og Sigríður Guðmunds- dóttir fimm ár. Telur ekki raunhæft að sameina öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra Sveitarstjórnir í Austur-Húna- vatnssýslu héldu sameiginlegan fund sl. sumar þar sem oddvitar sveitarstjórna í Skagabyggð, Húnavatnshreppi, Skagaströnd og Blönduósi gerðu grein fyrir afstöðu sinni og sinna sveitarstjórna. Samþykkt var ályktun þar sem því var beint til sveitarstjórna að þær tækju afstöðu til þess, hver fyrir sig, hvort þær vildu hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húna- vatnssýslu. Sveitarstjórn Húnavatns- hrepps sendi frá sér samþykkt sem segir að samstarf sveitar- félaganna sé mikið, m.a. í byggðasamlögum um rekstur stórra málaflokka. Það samstarf sé með ágætum en óneitanlega þyngra í vöfum en ef um eitt sameinað sveitarfélag væri að ræða. Sveitarstjórnin telur því eðlilegast að sveitarfélögin fjögur kanni möguleika á sameiningu. Magnús B. Jónsson, sveitar- stjóri Skagastrandar, sagði í fréttum að hann teldi rétt að láta reyna á sameiningu sveitarfél- aga í Austur-Húnavatnssýslu. Hann telur þó ekki raunhæft að sameina öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra. Nemendur rafiðnadeildar fá spjaldtölvur Bára Halldórsdóttir frá fræðslu- skrifstofu rafiðnaðarins og Ásbjörn Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri SART, komu færandi hendi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í haust. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda nemendum á fyrsta ári í grunndeild rafiðna spjaldtölvur til eignar en Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins og Rafiðnaðarskólinn sjá um að allir nemendur þeirra skóla sem kenna rafiðnir eignist slík tæki. „Námsefnið sem notað er við kennslu í rafiðnum er að stórum hluta til á miðlægum grunni sem kallað er Rafbók. Fræðsluskrifstofan heldur utan um þessa síðu og þarna hefur verið safnað saman námsefni bæði nýju og gömlu, eins er þetta lifandi síða þar sem koma inn kennslumyndbönd og fleira ítarefni. Með þessu móti ættu nemendur að vera að fást við svipaða hluti, sama hvaða skóla þeir eru í,“ sagði Garðar Jóns- son, deildarstjóri rafiðna- og bílgreinadeildar FNV, af þessu tilefni. Október Hvalur dreginn á land á Hvammstanga Hún vakti verðskuldaða athygli sandreyðurin sem dregin var á land á Hvammstanga í byrjun október. Hafði hún strandað á skeri á Hrútafirði, sem staðsett er miðja vegu milli fjarðarbotns og Borðeyrar en lifði ekki lengi eftir að vaskur björgunarhópur hafði losað hana af skerinu. Að sögn Eric dos Santos, starfsmanns Selasetursins á Hvammstanga og Hafrann- sóknarstofnunar, var hvalurinn 12,8 metra langur. Búhöldar afhentu nýjar íbúðir Búhöldar á Sauðárkróki afhentu tvær nýjar íbúðir í Eyrartúni á Sauðárkróki í upphafi októbermánaðar. Þar höfðu risið tvö parhús með fjórum íbúðum og grunnur tilbúinn að því þriðja. Að sögn Þórðar Eyjólfssonar vonaðist hann til þess að næstu tvær íbúðir yrðu afhentar í desember og hafist handa við að reisa síðasta húsið næsta vor. Þegar þeim áfanga lýkur hafa Búhöldar komið alls fimmtíu nýjum íbúðum í gagnið fyrir félagsmenn sína. KR lagði Kormák í splunkunýtt parket Þriðju deildar lið Kormáks á Hvammstanga tók þátt í Malt- bikarnum í körfubolta og komu Íslands- og bikarmeistarar KR í heimsókn en við það tilefni var nýtt parket vígt í íþróttahúsinu. Samkvæmt heimildum Feykis var troðfullt í húsinu og hin fínasta stemning en gestirnir úr Vesturbænum höfðu betur í leiknum. KR-ingar sýndu heima- mönnum þann sóma að mæta með alla sína bestu menn á Hvammstanga og buðu upp á smá sýningu. Vesturbæingarnir höfðu spilað í Garðabænum kvöldið áður og máttu þar þola tap gegn Stjörnunni og hefði því Það var þungt yfir fundargestum sem fylltu Félagsheimilið á Blönduósi MYND: GÍSLI EINARSSON Sigrún Þuríður og Harpa Hrund eftir afrek sunnudagsins. MYND: JÓHANNES JÓNSSON 02/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.