Feykir


Feykir - 10.01.2018, Page 8

Feykir - 10.01.2018, Page 8
Snjómoksturstækin höfðu næg verkefni í nóvember. Hér er verið að hreinsa götuna upp Kirkjuklaufina. MYND: PF verið viðbúið að helstu stjörnur KR-liðsins fengju að hvíla lúin bein. Lokatölur urðu 34-135 og kvöddu því heimamenn Malt- bikarinn en bikarmeistararnir komust áfram. Jón Brynjar og Snjólaug skotíþróttafólk Markviss Þegar keppni lauk í þeim skotgreinum sem stundaðar eru utanhúss, hafði Skotfélagið Markviss átt níu keppendur í hagla- og kúlugreinum á keppnistímabilinu. Stjórn Markviss tilnefndi skotíþróttafólk úr sínum röð- um til titilsins íþróttamaður ársins innan USAH og voru að venju valdir einstaklingar úr bæði hagla- og kúlugreinum og árangur keppenda hafður til hliðsjónar við valið. Þau Snjólaug M. Jónsdóttir og Jón Brynjar Kristjánsson urðu fyrir valinu að þessu sinni en árangur þeirra beggja á árinu var frábær að því er sagði í pistli frá stjórn félagsins. Nóvember Þrír nýir þingmenn fyrir Norðvesturkjördæmi Óvæntar niðurstöður urðu í alþingiskosningum sem fram fóru 28. október og miklar breytingar í þingmannaliði Norðvesturkjördæmis. Þegar lokatölur loks bárust, um klukkan 10 morguninn eftir, varð ljóst að tveir þingmenn kjördæmisins höfðu dottið út af þingi en þrjú ný andlit bæst við. Niðurstaða í Norðvestur- kjördæmi varð sú að Sjálfstæðis- menn fengu 24,5% atkvæða og tvo menn kjörna, Framsókn 18,4% og tvo menn, Vinstri græn 17,8 og einn mann, Miðflokkur 14,2% og tvo menn kjörna þar sem jöfnunarsætið varð þeirra, og loks Samfylking með 9,7% atkvæða og einn mann kjörinn. Þau þrjú sem komu ný inn á þing eru Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson úr Miðflokknum og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknar- flokki. Komu þau í stað þeirra Teits Bjarnar Einarssonar, Sjálf- stæðisflokki, sem ekki náði kjöri; Elsu Láru Arnardóttur, Framsóknarflokki, sem gaf ekki kost á sér og Evu Pandoru Baldursdóttur, Pírata, sem ekki náði kjöri. Ásmundur Einar Daðason kom á ný inn í þing- flokk Framsóknar eftir árs fjarveru og tók sæti Gunnars Braga Sveinssonar sem bauð sig fram í öðru kjördæmi fyrir Miðflokkinn. Vann til tvennra tónlistarverðlauna í Texas Skagfirðingurinn Reynir Snær Magnússon hlaut, ásamt félög- um sínum í hljómsveit Rúnars Eff, tvenn tónlistarverðlaun í Texas en þeir félagar Reynis, Valgarður Óli Ómarsson, Hall- grímur Jónas Ómarsson og Stefán Gunnarsson sem skipa bandið ferðuðust um Tennesse og Texas, þar sem þeir stoppuðu í Nashville, Memphis, Austin, Houston og Jefferson. Tóku þeir félagar þátt í Texas Sounds International Country Music Awards, sem er tónlistarhátíð með tónlistar- fólki alls staðar að úr heiminum, ásamt öðrum kántríhljóm- sveitum frá 13 þjóðlöndum. Hlutu Reynir Snær og félagar tvenn verðlaun: söngvari ársins og hljómsveit ársins. Kór Íslands Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjón- varpsþættinum Kórar Íslands í lokaþættinum sem sýndur var á Stöð 2 um miðjan nóvember. Kórinn sigraði í símakosningu þar sem rúmlega 40 þúsund atkvæði voru greidd og hlaut hann fjórar milljónir króna í sigurlaun. Fjöldi fólks mætti í Félags- heimilið á Blönduósi til að fylgjast með þættinum þar sem hann var sýndur og var stemningin frábær. „Allt ætlaði um koll að keyra þegar úrslitin voru kunngerð,“ sagði á Húna.is. Höskuldur Birkir Erlings- son, formaður kórsins, var himinlifandi þegar Feykir ræddi við hann um þessa frægðarför kórsins. Sagði hann stemninguna hafa verið frábæra eftir að úrslit höfðu verið kunn- gjörð og gleðin mikil eftir mikla vinnu og tíma. Árangurinn þakkar hann markvissum æfingum, jákvæðni kórmanna og gleði. „Allir voru tilbúnir til að taka þátt í þessu með okkur og ekki var verra að árangurinn var góður. Ekki má gleyma þætti Skarphéðins Einarssonar kórstjóra, hann var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni og ég veit að hann lá oft andvaka yfir því hvernig mætti bæta hlutina,“ segir Höskuldur og bætir við að þessir þættir á Stöð 2 hafi vakið athygli á því mikla kórstarfi sem er í landinu og fagnar hann því. Fyrsta alvöru hret vetrarins Vetur konungur minnti hressilega á sig eftir miðjan nóvember með snjókomu og tilheyrandi ófærð á vegum. Var björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga m.a. kölluð út til aðstoðar vegfarendum sem lentu í erfiðleikum á Holta- vörðuheiði. Veðurstofa Íslands gerði, þessa dagana, ráð fyrir því að kalt yrði í veðri eitthvað áfram. Að mati undirritaðs er enn kalt. Desember Flugfélagið Ernir flýgur á Krókinn á ný Þann 1. desember sl. lenti flugvél flugfélagsins Ernis á Sauðárkróki á ný eftir nokkurra ára hlé á áætlunarflugi þangað. Um tilraunaverkefni er að ræða í sex mánuði og ræðst framhaldið Ánægðir karlakórsmenn eftir að úrslit urðu ljós í Kórar íslands á Stöð2. MYND: HÖSKULDUR B. ERLINGSSON af eftirspurn flugfarþega. Fyrir- tæki, félagasamtök og stofn- anir á Norðurlandi vestra hafa mörg hver tekið vel í að styrkja verkefnið með kaupum á miðum eða niðurgreiðslu til félagsmanna sinna. Farnar verða fjórar ferðir í viku, á mánudögum, tvær ferðir á þriðjudögum og á föstudögum. Höfðinglegur styrkur Miðvikudaginn 6. desember sl. komu Tannstaðabakkahjónin, þau Ólöf Ólafsdóttir og Skúli Einarsson, færandi hendi til stjórnar Velferðarsjóðs Húna- þings vestra og færðu sjóðnum samtals kr. 370 þús. að gjöf. Var þetta annars vegar afrakstur sölu á bútasaums- teppum sem Ólöf hafði saumað og selt vítt og breitt frá miðju sumri. Hins vegar var um að ræða hluta aksturskostnaðar sem Skúli hafði fengið endur- greiddan frá Sjúkratrygging- um Íslands vegna tíðra Reykj- avíkurferða á haustdögum í tengslum við geislameðferð. Eignaðist barn í Hverfisbrekkunni Klukkan 6:54 þann 4. desember sl. fá sjúkraflutningamenn á Sauðárkróki boð um F1 útkall sem er fyrsti forgangur í þeirra kerfi. Fæðing! Þeir Yngvi Yngvason og Sigurbjörn Björnsson eru mættir á sjúkrabílnum stuttu síðar og læknir svo í kjölfarið. Afráðið er að fara upp á HSN á Sauðárkróki í betra umhverfi þar sem legvatnið var ekki farið og tekin yrði ákvörðun þar hvort farið yrði með sjúkrabíl eða flugvél á fæðingadeildina. „Ekki vorum við komnir langt þegar vatnið fór og Sibbi kallar: „Það er að koma!“ sem það og gerði í Hverfisbrekkunni,“ segir Yngvi aðspurður um atburðarásina þennan viðburðaríka morgun. Þarna hafði þeim Ólöfu Ösp Sverrisdóttur og Snorra Geir Snorrasyni fá Sauðárkróki fæðst yndisleg dóttir. „Okkur mæðgum heilsast vel. Daman er vær og góð og braggast vel. Hún á tvær eldri systur sem sjá ekki sólina fyrir henni og dekra við hana og eru duglegar að hjálpa til,“ sagði Ólöf í viðtali í seinasta Feyki ársins 2017. Allir kátir með að áætlunarflug sé hafið á ný. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs; Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis; Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar; Ásta B. Pálmadóttir, sveitarstjóri og Hjördís Þórhallsdóttir, umdæmisstjóri Isavia á Norðurlandi. MYND: PF Nýbakaðir foreldrar með börnin sín þrjú. Ólöf heldur á dömunni sem lá svo mikið á að komast í heiminn, Snorri heldur á Emblu Nótt og á milli þeirra er elsta systirin í hópnum, Emilía Rós. MYND: PF 8 02/2018

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.