Feykir


Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 9
Fimmti þingmaður Norðvesturkjördæmis er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokki, og fer með embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún býr í Kópavogi er lögfræðingur að mennt, gift Hjalta Sigvaldasyni Mogensen og eru börn þeirra tvö, Marvin Gylfi 5 ára og Kristín Fjóla sem er ársgömul. Áður en þingmennskan kallaði gegndi Þórdís Kolbrún starfi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, Ólafar Nordal. Þórdís er þingmaður vikunnar á Feyki. Hvenær settist þú fyrst á þing? -Í október 2016. Hvaða máli værir þú líkleg til að beita þér fyrir á Alþingi framar öðrum? -Eðli máls samkvæmt eru það þau mál sem undir mig heyra sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Telur þú að stjórnmála- umhverfið hafi breyst eða sé að breytast frá því sem áður var? -Já. Telur þú að fjölmiðlar, Face- book og aðrir samfélags- miðlar, hafi áhrif á skoðanir og gjörðir þingmanna? -Já. Hvaða verkefni bíður helst íbúa Norðvesturkjördæmis að þínu mati? -Uppbygging efnahagslegra innviða og samfélagslegra til þess að jafna búsetuskilyrði landsvæða og auka samkeppnishæfni svæðisins og bæta lífsgæði og lífskjör. Hvaða málefni telur þú að brenni helst á íbúum Norðurlands vestra? -Þau sömu og bíða helst kjördæmis- ins alls, til viðbótar myndi ég nefna stöðu bænda og fjölbreyttari atvinnutækifæri á svæðinu. Hvaða áhugamál áttu fyrir utan pólitíkina? -Fjölskyldan er helsta áhugamálið, að ferðast innanlands og utan og sundferðir í öllum veðrum. Hver er uppáhalds tónlistar- maðurinn? -Beyoncé og ÞINGMAÐURINN Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki Fjölskyldan er helsta áhugamálið UMSJÓN palli@feykir.is Þórdís Kolbrún, lengst til hægri, í góðum félagsskap vinkvenna. MYND ÚR EINKASAFNI Ásgeir Trausti. Hvert er uppáhalds íþrótta- félagið? -ÍA. Grindavík í körfubolta. 02/2018 9 MYND: ÓLI ARNAR Sigvaldi Helgi Gunnarsson / söngur og gítar „Á Villa Vill og Björgvin Halldórsson gátu allir hlustað“ ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Sigvaldi Helgi Gunnarsson frá Löngu- mýri í Skagafirði svarar Tón-lystinni að þessu sinni. Sigvaldi er fæddur 1995, sonur Laufeyjar Jakobsdóttur frá Hallfreðarstaðarhjálegu austur á Héraði og Gunnars Rögnvaldssonar frá Hrauni á Skaga. „Fyrstu árin mín bjuggum við á Hólum í Hjaltadal. En þegar ég var fjögurra ára gamall fluttum við til Ayr í Skotlandi. Stuttu eftir að við fluttum aftur heim til Íslands fluttum við á Löngumýri þar sem ég ólst að mestu leyti upp,“ segir hann. Sigvaldi hefur stundað spilerí með Hljómsveit kvöldsins ásamt nokkrum félögum sínum en hann er einnig duglegur að troða upp einn með gítarinn eða í félagi við aðra. Spurður um helstu tónlistarafrekin segir hann: „Að spila fyrir forsetann en í seinni tíð að spila á áramótaballi með Geirmundi Valtýssyni auðvitað!“ Þá ættu margir að kannast við Sigvalda eftir að hann komst í fjögurra söngvara úrslit í íslenskri útgáfu The Voice í lok ársins 2015. Hvaða lag varstu að hlusta á? Isn’t she lovely með Stevie Wonder. Uppáhalds tónlistartímabil? Ekkert uppáhalds. Hvert tímabil hefur sínar perlur. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Eitthvað sem grúvar vel og er vel samið. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Það var misjafnt. Oft var kveikt á útvarpinu, Rás1, Rás2 eða Bylgjunni. Jakob bróðir hlustaði á tímabili mikið á rokkmúsik og alls konar popptónlist á meðan mamma og pabbi hlustuðu meira á eldra efni, mamma á Bubba, Smokie eða U2 og pabbi á Dire Straits og Stuðmenn. Á Villa Vill og Björgvin Halldórsson gátu allir hlustað. Svo þurftu Jakob, Dagný litla systir og mamma að hlusta á gaulið í okkur pabbi endrum og eins. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Ég er kannski því miður ekki af þeirri kynslóð sem er mikið í því að kaupa diska en fyrsta platan sem ég man eftir að hafa átt alveg einn og fundist góð var platan Von eftir Mannakorn. Stuttu seinna keypti ég safnplötur með Johnny Cash og sígildri kántrýtónlist. Hvaða græjur varstu þá með? Ég hlýt að hafa hlustað á Von í bílnum okkar. Toyota Corolla árgerð 1989 en þar sem hún var bara með kasettutæki og ekki hægt að hlusta á geisladiska áttum við einhverskonar kasettu sem úr lá hljóðsnúra og í ferðageislaspilara sem við bræðurnir höfðum fengið í jólagjöf. Hvert var fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa fílað í botn? Still got the blues með Gary Moore var til á kasettu hjá mömmu og er það fyrsta sem mér dettur í hug. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Það er nú ekkert lag sem getur eyðilagt fyrir mér daginn en ætli ég verði ekki að segja að mér finnist ekkert sérstaklega skemmtilegt að hlusta á Þorraþrælinn. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Ignition með R-kelly. Svo bara eitthvað sem kemur fólkinu í stuð. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudags- morgni, hvað viltu helst heyra? Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni og strax á eftir Fireflies með Owl City. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég fór á tónleika með John Mayer í maí sem olli hálfgerðri geðshræringu og svipað gerðist þegar ég fór á tónleika með Tommy Emmanuel. Það var búið að vera langþráður draumur. En ætli ég verði ekki að segja Stevie Wonder, Ed Sheeran, Michael Bublé, Eric Clapton, Toto og auðvitað fleiri. Þá væri æðisgengið að fara til Nashville á einhvers konar kántrý festival. Ég myndi reyna að taka með mér sem flesta. kærustuna, vinina og fjölskylduna. Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Ég gat tæplega blastað í bílnum því að græjurnar þar voru ekki til fyrirmyndar, þá var farþegahurðin líka óþétt og mikil læti gerðu það að verkum að það heyrðist ekki mikið í útvarpstækinu. En ætli ég hafi ekki hlustað mikið á John Mayer og Michael Bublé. Hvaða tónlistarmenn hafa haft mest áhrif á þig? Úff, þeir sem hafa haft mest áhrif á mig sem tónlistarmann eru allir þeir sem ég hef spilað með í gegnum tíðina, strákarnir í hljómsveit- inni auðvitað og tónlistarkennararnir í tónlistarskólanum. Þá hefur fjölskyldan alltaf stutt mig. En af stórstjörnunum held ég áfram að segja John Mayer, Michael Bublé, Stevie Wonder og Tommy Emmanuel. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Allar plötur John Mayer eru frábærar, en nýlega hef ég uppgötvað Thriller með Michael Jackson og Rumours með Fleetwood Mac. Hell Freezes Over með Eagles er mjög hlustendavæn og góð afþreying. En listinn er endalaus. toppurinn Ég nota Spotify nú til dags til að hlusta á tónlist en það er ekki neinn listi sem sýnir þau lög sem ég hef hlustað oftast á. En áður en ég notaði Spotify var ég með tónlist í síma- num og hann sýnir þetta. I’m Not the Only One SAM SMITH Lyin’ Eyes EAGLES Queen of California JOHN MAYER The Hills WEEKND Say My Name BEA MILLER I don’t trust myself (with loving you) JOHN MAYER M YN D : H IN IR S Ö M U sf .

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.