Feykir


Feykir - 10.01.2018, Side 10

Feykir - 10.01.2018, Side 10
Langömmubörnin fá gimbað teppi Handavinnukonan Bryndís Alfreðsdóttir ætlar að segja okkur frá handavinnunni sinni í þessum þætti. Hún er Fljótakona í húð og hár, fædd og uppalin í Austur- Fljótum en stundaði kúabúskap í Langhúsum ásamt manni sínum í 42 ár. Bryndís hefur búið á Sauðárkróki síðastliðin tíu ár og segist hafa verið svo heppin að kynnast prjónahópnum sínum fljótlega sem hafi hjálpað sér mikið þar sem hópurinn sé alveg frábær. Handverk Bryndísar er fjölbreytt eins og sjá má en mest gerir hún af því að prjóna. Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? -Ég man eftir mér sex ára að teikna mynstur og stafi í efni og sauma það út, með tilsögn móður minnar. Svo hef ég prjónað mikið en fyrsta lopapeysan var alveg misheppnuð, þá var ég 14 ára og hafði enga fyrirmynd. Ég hafði bara séð þær, en ég er búin að prjóna margar síðan. Hvaða handavinnu þykir þér skemmti- legast að vinna? -Núna prjóna ég mikið af vettlingum, tátiljum, sokkum, peysum og teppum. Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? -Núna er ég að gimba teppi. Ég gef öllum langömmubörnunum mínum gimbað teppi við fæðingu og eiga þau að fylgja barninu áfram. Hvaða handverk sem þú hefur gert ert þú ánægðust með? -Ég get nú ekki gert upp á milli, þetta er allt jafn gaman, bara það sem er í vinnslu í það sinnið. En snjókarlarnir mínir eru settir upp um hver jól og einnig jóladúkur sem ég saumaði. Svo saumaði ég sauðskinnsskó og prjónaði leppa í þá. Á sínum tíma gerði ég merki hestamanna- félagsinns Svaða. Veðurfarsteppi prjónaði ég og tók hitastigið á flugvellinum á Sauðárkróki og annað af flugvellinum á Siglufirði sem ég gaf mágkonu minni í afmælisgjöf. Þess má geta að uppskrift að veður- farsteppunum birtist í Bændablaðinu 10. mars 2016. Leikurinn gengur út á að taka hitastig á ákveðnum stað, alltaf á sama tíma dagsins í eitt ár, og prjóna eða hekla eina umferð í þeim lit sem við á en hver litur táknar ákveðið hitastig, t.d. 6-8°. Ég ætla að skora á systurdóttur mína, Friðfinnu Lilju Símonardóttur, að taka við keflinu, hún er snillingur í öllu handverki. ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) frida@feykir.is Bryndís Alfreðsdóttir / Sauðárkróki Handavinnukonan Bryndís. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Veðurfarsteppi. Bryndís gerir mikið af að prjóna vettlinga. Sauðskinnsskór með leppum. Bryndís saumaði skóna og prjónaði leppana. Snjókarlarnir hennar Bryndísar. Ein af mörgum lopapeysum sem Bryndís hefur prjónað. Hvað sem þér að baki býr, ber þar kuta sína, vertu ekki í roði rýr, reyndu krafta þína! Þó að rógs og þræla níð þér á móti hamist, aldrei gegnum allt það stríð orka sálar lamist! Allt sem líf þitt áfram ber efli þig til dáða. Enginn maður yfir þér á í neinu að ráða! Göfga skaltu gildi þitt gegnum hugsun þétta. Það svo alltaf sanni sitt, sýni kosti rétta! Skyggn á ráð sem reynast vel reistu hugsjón sterka. Svo að leiði þroskað þel þig til góðra verka! Tengdu ei neitt við tálsins mál, treystu ei því sem villir. Lifðu í öllu af lífi og sál laus við allt sem spillir! Mörg þó vilji svikin sig sýna römm með helsið. Láttu ei kvaðir kúga þig, kjóstu hugarfrelsið! oooOooo Rúnar Kristjánsson Kjóstu hugar- frelsið Anton Páll tilnefndur Íslandshestamennska Á heimasíðu Háskólans á Hólum er greint frá því að Anton Páll Níelsson, reið- kennari við Hestafræðideild skólans sé tilnefndur í kosningu um þjálfara ársins 2017 á vegum FEIF - alþjóðlegra samtaka um Íslandshestamennskuna. Sex þjálfarar hafa verið tilefndir af samtökum hesta- manna í sínu heimalandi og keppa þeir um titilinn. Kosningin fer fram á Facebook. Anton er fulltrúi Íslands og er hann eini karlmaðurinn í hópnum. Hann er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur kennt við Hólaskóla árum saman. /FE 10 02/2018

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.