Feykir


Feykir - 10.01.2018, Síða 11

Feykir - 10.01.2018, Síða 11
100 g spínat 1 poki klettasalat ½ krukka fetaostur 1 askja kirsuberjatómatar ½ rauðlaukur 1 lítil askja jarðaber 1 poki furuhnetur, ristaðar Aðferð: Gerið marineringuna með því að blanda saman ólífuolíu og hvítlauksrifjum og hræra vel. Setjið kjúklinginn í eldfast mót, hellið marineringunni yfir og látið marinerast eins lengi og tími gefst eða frá 15 mínútum til 4 klukkustunda. Setjið inn í 175° heitan ofn og eldið í u.þ.b. 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og aðeins farinn að dökkna. Setjið spínat og klettasalat í skál, skerið hin hráefnin í bita og blandað saman við salatið. Skerið kjúklinginn í bita og setjið út í salatið. Verði ykkur að góðu! Díana og Dúfa skora á Sigrúnu Heiðu Seastrand og Edvard Gísla- son að sjá um næsta þátt. SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Bar Feykir spyr... Eru einhver áramótaheit? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Strengi aldrei áramótaheit.“ Elvar Jóhannsson „Verða betri maður í dag en í gær og á morgun en í dag.“ Magnús Magnússon KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Tilvitnun vikunnar Sá tími kemur að þú þarft að hætta að bíða eftir að verða maðurinn sem þú vilt vera og byrjir að vera maðurinn sem þú vilt vera. – Bruce Springsteen Tveir gómsætir kjúklingaréttir Matgæðingar vikunnar eru þær Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir og Díana Dögg Hreinsdóttir. Þær búa á Sauðárkróki og eiga tvær dætur, sex og tveggja ára. Dúfa vinnur hjá Steinull en Díana í íþróttahúsinu. Þær segjast ætla að gefa okkur uppskriftir að tveimur réttum sem séu mikið eldaðir á þeirra heimili, kannski vegna þess að Dúfa elskar kjúkling. AÐALRÉTTUR 1 Mexíkóskt lasagna 5-6 kjúklingabringur ½ laukur 1 stór eða 2 litlar rauðar paprikur 1 bréf burritos kryddmix 1 krukka salsa sósa (medium eða sterk) 1 krukka ostasósa ½ l matreiðslurjómi smá klípa af rjómaosti (má sleppa) 1 pakki tortillur (minni gerðin) Mozzarellaostur Aðferð: Skerið laukinn og paprikuna fínt og kjúklingabring- urnar í litla bita. Hitið olíu á pönnu við miðlungsháan hita. Steikið laukinn og paprikuna þar til byrjar að mýkjast, bætið þá kjúklingnum á pönnuna og steikið áfram. Hellið kryddinu yfir og steikið í smá stund til viðbótar. Hellið sósunum og matreiðslurjóma yfir og látið suðuna koma upp. Hrærið rjóma- osti saman við, sé hann notaður. Látið sjóða saman í nokkrar mínútur. Leggið tortillaköku í botn á eldföstu formi. Setjið kjúklinga- sósuna yfir og síðan tortilla-kökur og kjúklingasósu á víxl. Endið á kjúklingasósunni. Stráið mozza- rella osti yfir og setjið í 180° heitan ofn þar til osturinn er bráðnaður. AÐALRÉTTUR 2 Kjúklingasalat 900 g kjúklingur 2 msk. soyasósa 4 msk. ólífuolía 2 hvítlauksrif, söxuð Díana, Ellen, Dúfa og Evey. MYND ÓAB ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Dúfa og Díana Dögg á Sauðárkróki „Svarið er einfalt: Nei!.“ Erna Ágústsdóttir „Borða sem mest, sukka í sykri og súkkulaði, byrja að reykja og drekka og vera með óspektir á almannafæri.“ Ásdís Guðmundsdóttir 02/2018 11 Ótrúlegt, en kannski satt.. Eitt augljósasta einkenni skordýra, sem greinir þau frá öðrum smádýrum, er að þau hafa sex fætur og þrískiptan búk sem greinist í höfuð, frambol og afturbol. Ótrúlegt, en kannski satt, þá hafa nærri 80% af öllum dýrum jarðar sex fætur. Vísnagátur Sigurðar Varðar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Kýrin átti kálfinn sinn. Konan var í kápu. Karlinn fór á krána inn. Á kjamma nuddar sápu.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.