Feykir


Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 02 TBL 10. janúar 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Skólar fá styrki Forritarar framtíðarinnar Úthlutað hefur verið úr sjóðnum Forritarar framtíðar- innar fyrir árið 2017 en tilgangur hans er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhalds- skólum landsins. Alls bárust 32 umsóknir til sjóðsins fyrir þessa úthlutun og voru Varmahlíðarskóli og Höfðaskóli meðal þeirra ellefu skóla sem hlutu styrk að þessu sinni. Styrkirnir eru í formi tölvubúnaðar og fjárstyrks til þjálfunar kennara til að búa þá betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur. /FE listamanna stigið á stokk og skapað afbragðs stemn- ingu hjá tónleikagestum sem fylltu Bifröst þetta skemmtilega föstudagskvöld. Meðfylgjandi myndir tók Sigurbjörn Björnsson. /PF Vinalegir tónleikar í lok árs Græni salurinn Þann 29. desember sl. var blásið í gamlar glæður hjá Ægi Ásbjörns og félögum sem hafa staðið að baki Lummudagstónleikunum VSOT í Bifröst á Sauðárkróki. Eftir að það var ljóst að tónleikarnir yrðu ekki haldnir sl. sumar var ákveðið að reyna aftur áður en árið tæki enda og tókst það alveg ljómandi vel. Skipt var um nafn á tónleikunum svo nú var talað um Græna salinn. Virtist það hafa misskilist eitthvað fyrirfram þar sem einhverjir héldu að um litla stofutónleika yrði að ræða í Græna salnum sem vinsæll var á neðri hæðinni í Bifröst og þjónaði ballgestum í áratugi. Ekki var um stofutónleika að ræða þó upphafs- atriðið hefði sómt sér vel á slíkum því þeir Arnar Freyr Guðmundsson, ungur harmonikkuleikari, og Rögn- valdur Valbergsson voru vopnaðir hljóðfærum á sviðinu og slógu upphafstóna tónleikanna. Hvert atriðið rak annað og þegar yfir lauk höfðu á þriðja tug Hnjúkabyggð 33 I 540 Blönduósi I Sími 455 4700 Blönduósbær w w w.blonduos. is Annar íbúafundur um verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Blönduósi Gamli bæjarhlutinn á Blönduósi (innan ár) á sér langa sögu, sem varðveitt er í gömlum húsakosti og heildstæðu svipmóti byggðarinnar. Fæstir þéttbýlisstaðir á Íslandi geta státað af slíkum bæjarkjarna og því er mikilvægt að varðveisla hans og uppbygging takist vel til. Slíkt gæti falið í sér fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa á Blönduósi og styrkt bæjarfélagið í heild sinni. Árið 2015 tóku gildi sérstök lög um verndarsvæði í byggð, en markmið laganna er að stuðla að verndun svæða sem talin eru hafa menningarsögulegt gildi. Samkvæmt lögunum ber sveitarstjórnum landsins að meta „hvort innan sveitarfélagsins sé byggð, sem hafi slíkt gildi“ og hvort ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð. Í samræmi við þetta fól sveitarstjórn Blönduósbæjar TGJ - Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur að taka saman tillögu og greinargerð til ráðherra um að gamli bæjarkjarninn á Blönduósi verði gerður að verndarsvæði í byggð. Miðvikudaginn 17. janúar kl. 17:00 er því boðað til almenns íbúafundar í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem fulltrúar TGJ munu kynna drög að tillögu um verndarsvæði og ræða málin við íbúa og aðra hlutaðeigandi aðila. Allir sem áhuga hafa á verkefninu eru hvattir til að mæta. Skipulags, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar og TGJ ehf. Frændurnir Úlfar Haraldsson og Reynir Snær Magnússon ásamt trommaranum Fúsa Ben. Skottubandið hans Árna Gunnarssonar en tvær dætur hans, Áróra og Helena Erla (lengst til vinstri) sungu með honum. Andri Már Sigurðsson, söngvari Contalgen Funerals, var leynigestur kvöldsins en hann gaf sér tíma til að mæta á sviðið þrátt fyrir að hafa fyrr um daginn gengið í hjónaband með hinni mexikósku Lucíu Magali. Kári Marísson stóð í framvarðarsveit Skólahljómsveitarinnar en þetta var í fyrsta giggið hans sem tónlistarmaður. Tríó Pilla Prakkó djöflaðist á Megasi en með honum voru þeir Fúsi Ben, Guðni Friðriks og bræðurnir Arnar og Vignir Kjartanssynir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.