Feykir


Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 3
Fjölmennur íbúafundur á Hvammstanga Vilja byggja fimm hæða blokk Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga á mánudags- kvöldið þar sem kynntar voru deiliskipulagstillögur hafnarsvæðisins auk hugmynda um byggingu fimm hæða 20 íbúða húss á Hvammstanga. Að sögn Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur, sveitarstjóra Húna- þings vestra, mættu um 120 manns á fundinn og gekk hann vel fyrir sig. Það var Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðing- ar SFFÍ hjá Landmótun sem kynnti skipulagstillöguna. Guðný Hrund fór yfir val- kostagreiningu vegna staðsetn- ingar fjölbýlishúss og Páll Gunnlaugsson arkitekt fór yfir tegund og hönnun íbúða í fyrirhuguðu fjölbýlishúsi. Eftir framsögur voru fyrirspurnir úr sal en fyrir svörum voru Eyjólfur Þórarinsson skipulags- fulltrúi, Ólafur Jakobsson bygg- ingarfulltrúi, Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri, Engil- bert Runólfsson verktaki og Óskar Örn Gunnarsson skipu- lagsfræðingur. „Fundurinn var góður og fór vel fram. Mikið var rætt um staðsetningu fjölbýlishúss og voru skoðanir skiptar en einnig var rætt um fornleifar, smábátahöfn, bílastæði og fleira. Gagnlegar spurningar og ábendingar komu fram sem verða nýttar við áfram- haldandi vinnu,“ segir Guðný Hrund. Skipulagið var fyrst auglýst sl. vor en vegna athugasemda var ákveðið að gera breytingar á skipulaginu og auglýsa aftur. Guðný segir að helstu breyt- ingar frá fyrri tillögu séu þær að lóðir á Tanga eru felldar út, lóðamörkum breytt, ný rútu- stæði, möguleg göngubrú, rökstuðningur fyrir vali á íbúðarlóð og endurbætt forn- leifaskráning. Gert er ráð fyrir að tillagan verði afgreidd af sveitarstjórn þann 8. febrúar nk. og fari í framhaldi af því í auglýsingu. /PF Þrívíddarmynd af mögulegu fjölbýlishúsi við Höfðabraut. MYND ASK ARKITEKTAR Laus störf hjá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki www.hsn.is Starf í eldhúsi Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki leitar að matartækni eða starfs- manni með mikla reynslu úr mötuneyti til starfa frá 18. mars til 31. október 2018. Starfið hentar báðum kynjum og hvetur HSN konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 12.02.2018. Allar nánari upplýsingar um starfið er að finna inn á: http://www.hsn.is/is/laus-storf Staða lífeindafræðings Staða lífeindarfræðings er laus frá 1. júní 2018 og hentar báðum kynjum. Um er að ræða 100% starf auk bakvakta. Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2018. Allar nánari upplýsingar um starfið er að finna inn á: http://www.hsn.is/is/laus-storf Við óskum Tindastóli til hamingju með bikarinn www.rarik.is Borgartúni 6b 550 Sauðárkróki Sími 453 6474 Aðalgötu 8 550 Sauðárkróki Sími 453 5355 www.samskip.is Skarðseyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 453 5928 Hesteyri 2 550 Sauðárkróki Sími 455 9200 www.vis.is www.n1.is Sími 569 6900 www.ils.is Borgarflöt 1 Sauðárkróki Sími 455 7171 H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is & 530 2000 www.wurth.is www.fisk.is Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut Sími 455 6000 www.skagafjordur.is RAFVERKTAKAR, TÖLVUÞJÓNUSTA & GRÆJUBÚÐ HARD CAFEWok Austur-Húnavatnssýsla Kosið um mann ársins 2017 Húnahornið stendur fyrir vali á manni ársins 2017 í Austur-Húnavatnssýslu líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Lesendur eru hvattir til að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil og getur hver og einn sent inn eina tilnefningu ásamt ástæðu tilnefningarinnar. Bæði er hægt að tilnefna einstaklinga og hópa. Þetta er í 13. skipti sem Húnahornið, [huni. is], stendur fyrir vali á manni ársins í Austur- Húnavatnssýslu. Lesendur Húnahornsins völdu Skarphéðin Húnfjörð Einarsson, skólastjóra Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu, sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2016 en Skarphéðinn hefur skipað stóran sess í tónlistar- og skemmtanalífi Austur-Húnvetn- inga árum saman. Valið stendur til miðnættis 28. janúar næstkomandi og verða úrslit kynnt á þorrablóti á Blönduósi, laugardaginn 3. febrúar. /FE 03/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.