Feykir


Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Stólarnir lögðu Hauka og KR og hirtu Maltbikarinn Snilldin ein í Laugardalshöllinni Það var þvílík veisla sem Tindastólsmenn buðu upp á í Laugardalshöllinni sl. laugardag þegar liðið bar sigurorð af meistaraliði KR í úrslitaleik Maltbikarsins og vann þar með fyrsta stóra titilinn í sögu Tindastóls. Allir leikmenn voru uppnumdir af leikgleði, jákvæðni, baráttu og ekki síst samkennd þannig að það hljóta allir sem á leikinn horfðu að hafa smitast af smá krókódíla- rokki. Lið KR átti aldrei svar, aldrei séns, gegn Stólunum í leiknum. Tindastóll var yfir frá fyrstu mínútu og unnu að lokum annan stærsta sigurinn í sögu bikarúrslita KKÍ. Lokatölur 69-96. Tindastólsmenn fóru ansi erfiða leið að titlinum því í hverri umferð mættu Stólarnir liði úr úrvalsdeildinni. Fyrst Þór Þorlákshöfn, síðan Val í Reykjavík og frábært lið ÍR hér í Síkinu í desember. Þar með var ljóst að Stólarnir voru komnir í undanúrslit og það var topplið Hauka sem Stólarnir mættu sl. miðvikudag í Laugardalshöllinni en þar höfðu KR-ingar áður tryggt sér sæti í úrslitaleiknum með sigri gegn Breiðabliki. Leikurinn við Hauka var vel spilaður en það var lið Tinda- stóls sem hafði forystuna megnið af leiknum. Haukarnir höfðu yfirhöndina á fyrstu mínútum leiksins en hörku varnarleikur Tindastóls setti Hafnfirðingana út af laginu og Stólarnir náðu um tíu stiga forystu. Staðan í hálfleik var 31-37 fyrir Tindastól og strákarnir, með Arnar Björns- son í banastuði héldu góðum dampi í síðari hálfleik og þrátt fyrir nokkur áhlaup Haukanna þá áttu Stólarnir alltaf svör. Lokatölur 85-75 í leik þar sem Arnar var með 35 stig. Veisla gegn KR Eins og segir í inngangi fréttar þá var leikur Tindastóls í sjálfum úrslitaleiknum gegn meistaraliði KR nánast óað- finnanlegur og hrein unun að fylgjast með Liðinu – með stóru elli. Stólarnir komust í 14-0 með Arnar aftur sjóðheitan. Hann varð hins vegar að hvíla eftir fimm mínútur því þá var hann kominn með þrjár villur. KR- ingar minnkuðu muninn í sex stig en þá reis Bjöggi upp og setti tvo þrista og skyndilega virtist sem KR-ingum hálfpart- inn féllust hendur því það var sama hver kom inn á hjá Stólunum, það áttu allir leik lífs síns. Staðan var 33-57 í hálfleik og í síðari hálfleik datt Pétur Birgis í stuð og svaraði hverju áhlaupi KR með glæsikörfum. Það var hreinlega ekkert að fara að stöðva Stólana í þessum leik, enda strákarnir frábærlega studdir af gríðarstórum stuðn- ingsmannahópi sínum. Lokatölur sem fyrr segir 69- 96. Pétur Birgis var valinn maður leiksins en hann var með 22 stig, átta stoðsendingar, þrjá stolna bolta og sjö fráköst líkt og Arnar sem var með 20 stig. Feykir óskar Tindastóli til hamingju með titilinn! /ÓAB Annað liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Þúfna. Það lið er eins og Hrímnisliðið, sem kynnt var til sögunnar í Feyki síðustu viku, skipað fjórum bráðflinkum konum og þeim fylgir einn karl sem reyndar er enginn meðalmaður. Liðsstjóri er Mette Mannseth sem ávallt hefur verið við toppinn í einstaklingskeppninni. Með henni eru: Barbara Wenzl, Lea Busch, Freyja Amble og Gísli Gíslason og koma Lea og Freyja nýjar inn í liðið. Það er vitað að þetta lið býr yfir góðum hestakosti og ætlar sér stóra hluti í vetur. Þjálfari liðsins er Artemisia Bertus. Mette segir að undirbúningur fyrir keppnina sé alltaf í gangi á meðan verið er að þjálfa hestana. „Núna erum við að þjálfa og undirbúa á fullu. Svo munum við sjálfsagt taka æfingar hér heima og á Króknum með þjálfara okkar Artemisia Bertus þegar nær dregur.“ Hún segir að hver keppnisgrein hafi sitt gildi, en mestur undirbúningur sé líklega í gæðingafiminni. „Kannski mest af því að maður er minna vanur að ríða hana,“ segir Mette liðstjóri Þúfna. LIÐSKYNNING KS DEILDARINNAR UMSJÓN pall@feykir.is Þúfur Hver keppnisgrein hefur sitt gildi Stólarnir fagna með eldheitum stuðningsmönnum sínum í Höllinni að leik loknum. MYND. HJALTI ÁRNA Blak Birnur og Krækjur í baráttunni Íslandsmótið í blaki fór fram um helgina í Reykjavík og tóku blakkonur frá Hvamms- tanga og Sauðárkróki m.a. þátt. Birnur frá Hvammstanga voru með tvö lið, Birnur A sem unnu tvo leiki og Birnur Bombur sem unnu þrjá leiki. Krækjur frá Sauðárkróki uppskáru einnig þrjá sigra. Birnur A, sem spila í 4. deild unnu tvo leiki í oddahrinu, töpuðu einum í odda og töpuðu tveimur 0-2. Fengu þær því fimm stig um helgina og eru með 7 stig samtals. Eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu þeirra eru þær í 10. sæti af tólf liðum í deildinni og spila því um sæti 7-9 síðustu spilahelgina. Birnur Bombur áttu mjög góða leiki um helgina og unnu þær tvo leiki 2-0, einn 2-1 og töpuðu tveimur 0-2. Fengu þær 8 stig um helgina og eru í 5. sæti í 5. deild. Spila þær því í toppbaráttunni síðustu spilahelgina sem fram fer um miðjan mars á Neskaupsstað. Krækjur spiluðu fimm leiki og uppskáru þrjá sigra og eru nú í 2. sæti í 3. deild. /PF Birnur frá Hvammstanga. MYND: ?!?!? 03/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.