Feykir


Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 8
Guðjón S. Brjánsson er 6. þingmaður Norðvesturkjördæmis og situr fyrir Samfylkinguna. Hann býr á Akranesi, kvæntur Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið og sjónfræðingi, og eiga þau tvo uppkomna syni og fimm barnabörn. Guðjón er með félagsráðgjafapróf frá Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og masterspróf í lýðheilsufræðum frá Svíþjóð (MPH). Áður en Guðjón settist á þing 2016 starfaði hann sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Hvenær og hvernig vaknaði áhugi þinn á pólitík? -Ætli ég hafi ekki fengið þunna blöndu af þessu með móður- mjólkinni. Pabbi heittrúaður framsóknarmaður en mamma var hrifin af Alþýðu- flokki, ágæt blanda. Á Ísa- firði hófst virk þátttaka mín í kringum 1989 með starfi í Alþýðuflokksfélaginu þar sem ég sat m.a. í stjórn og sat í nefndum á vegum bæjarfélagsins. Var í 4. sæti framboðslista til Alþingis árið 1995 en vegna starfa minna í heilbrigðisþjónustu valdi ég að halda mig til hlés um sinn. Hvaða máli værir þú líklegur til að beita þér fyrir á Alþingi framar öðrum? -Velferðar- málum, málefnum barna og barnafjölskyldna, aldraðra og öryrkja. Sömuleiðis heil- brigðismál sem hafa verið mínar ær og kýr í áratugi, fyrst og fremst á landsbyggðinni. Samgöngumál eru sömuleiðis þau málefni sem vinna þarf að á landsbyggðinni ásamt atvinnumálum. Telur þú að stjórnmálaum- hverfið hafi breyst eða sé að breytast frá því sem áður var? -Umhverfi stjórnmálamanna hefur breyst gríðarlega á síð- ustu árum eins og reyndar samfélagið allt. Aukin upp- lýsing og menntun almenn- ings hefur leitt til þess að meiri kröfur eru gerðar til stjórnmálamanna sem þeim hefur gengið misjafnlega að uppfylla. Stóra áskorunin er sú að stjórnmálamönnum takist að auka traust og trú almennings á Alþingi og stjórnmálin almennt og laða að ungt fólk til pólitískra starfa. Telur þú að fjölmiðlar, Facebook og aðrir samfél- agsmiðlar, hafi áhrif á skoðanir og gjörðir þing- manna? -Samfélagsmiðlar og rafræn tækni hefur leitt til mikilla breytinga í samskiptum á sviði stjórn- mála. Nándin er meiri og miklu betri möguleikar ÞINGMAÐURINN Guðjón S. Brjánsson Samfylkingu Ekki stætt á öðru en styðja ÍA UMSJÓN palli@feykir.is Guðjón ásamt yngsta afastráknum sínum, Leví Hrafni Hallssyni, um jólin. MYND ÚR EINKASAFNI að miðla upplýsingum til þeirra sem nota þurfa, koma á framfæri skoðunum og viðhorfum og efna til umræðu. Allir stjórnmálamenn fylgjast með á þessum miðlum og störf þeirra í meira eða minna mæli draga dám af þessu. Ég tel því að þessir miðlar hafi áhrif á umræðuna, í flestum tilvikum er það jákvætt og þjónar málstaðnum. Ég treysti mér ekki til að fullyrða hvort stjórnmálamenn láti stjórnast af umræðunni á þessum miðlum en í einhverjum tilvikum kann það að vera. Það getur verið jákvætt ef um er að ræða uppbyggileg atriði. Ég sjálfur fylgist grannt með umræðunni og hef hana til hliðsjónar en fjarri því að ég láti stjórnast einhliða af sveiflukenndum straumum á samfélagsmiðlum. Hvaða verkefni bíður helst íbúa Norðvesturkjördæmis að þínu mati? -Áframhald- andi uppbyggingarstarf á flestum sviðum. Standa þarf vörð um og styrkja sjávar- útveg sem er öflugur víða í kjördæminu en á brattan að sækja svæðisbundið. Nýsköpun í atvinnu er líka áskorun, hvort sem það er í landbúnaði eða við sjávarsíðuna. Vinna þarf að endursköpun í landbúnaði með það fyrir augum að efla þessa mikilvægu grein og styrkja til framtíðar. Til þess að það verði hægt, þá þarf nýja hugsun og nýjar leiðir. Gæta þarf að því að menntastofnanir fái að eflast, ekki síst nú þegar við stöndum á þröskuldi nýrrar atvinnubyltingar. Þar eiga skólarnir í minni sam- félögunum sem bjóða upp á verknám sannarlega mikla möguleika séu tækifærin nýtt. Hvaða málefni telur þú að brenni helst á íbúum Norðurlands vestra? -Það er eflaust ótal margt og eitthvað mismunandi eftir búsetu. Ég þykist vita að óvissa í sauðfjárrækt hvíli þungt á mörgum, óvissa í sjávarútvegi fyrir vestan og áform um fiskeldi. Sömuleiðis eru það samgöngurnar sem þurfa að verða átaksverkefni á næstu misserum. Ætli megi ekki segja að sameiginlegt öllu kjördæminu sé brýn þörf á úrbótum og skýrri stefnu í heilbrigðismálum og á því sviði vil ég beita mér. Hvaða áhugamál áttu fyrir utan pólitíkina? -Pólitíkin tekur ansi mikinn tíma en samvera með fjölskyldunni, börnum og barnabörnum á hug minn allan, til þess gefst allt of lítill tími en þetta er auðvitað það mikilvægasta af öllu. Að öðru leyti hef ég áhuga á útiveru, fer á skíði þegar tækifæri gefst. Ég les eins mikið og ég kemst yfir, bæði það sem snýr að verk- efnum hverju sinni og svo fagurbókmenntir, bókin held- ur alltaf velli í mínum huga Hver er uppáhalds tónlistar- maðurinn? -Við eigum flott ungt fólk í tónlist á Íslandi. Ég hlusta talsvert á músík og er nánast alæta á því sviði eins og oft er sagt, allt frá Ellý og Vilhjálmi til Skálmaldar. Norah Jones finnst mér hæfileikarík og flottur tónlistarmaður af erlendu bergi og sömuleiðis Carole King sem er stórveldi. Alveg frá fyrstu plötu Elton John hef ég fylgst með ferli hans sem hefur verið harla skrautlegur. Hann er finnst mér hæfileikaríkur, sannur og ástríðufullur listamaður þótt af honum hafi dregið talsvert hin seinni ár. Hann er líka aktívur og örlátur velgjörðamaður á ýmsum sviðum, t.d. varðandi alnæmisbaráttuna Hver er uppáhalds kvik- myndin? -Ég efast um að hægt sé að svara þessari spurningu af nokkru viti. Sú íslenska mynd sem mér er minnisstæð í augnablikinu er Land og synir sem tekin var að mestu leyti í Svarfaðardal og á Dalvík 1979 en ég var þá kornungur forstöðumaður Dalbæjar – heimilis aldraðra sem við höfðum þá nýlega tekið í notkun þetta sumar sem myndin var tekin og ég fylgdist svolítið með tökum. Ef nefna á einhverja kvikmynd af erlendum toga, þá dettur mér í hug mynd með einum af mínum uppáhaldsleikurum, Dustin Hoffman, Little Big Man. Bæði er myndin stórkostleg, segir átakanlega sögu og svo er titillinn hnyttinn. Hvert er uppáhalds íþrótta- félagið? -Ég er fæddur og alinn upp á Akureyri og var þá Þórsari og það lifir lengi í gömlum glæðum. Síðan flutti ég vestur á Ísafjörð og þá var ekki inni í myndinni annað en styðja BÍ sem síðan varð Vestri. Nú bý ég á Akranesi og þá er mér ekki stætt á öðru en styðja ÍA. Svona er hlutskipti landshornaflakkaranna. Félag eldri borgara fékk 280 þúsund króna styrk Sveitarfélagið Skagafjörður Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar afgreiddi á síðasta fundi sínum styrki að upphæð 480 þúsund til þriggja félaga og samtaka á Norðurlandi. Félag eldri borgara í Skagafirði fær hæsta styrkinn 280.000 krónur sem er hækkun um 30.000 krónur frá síðasta ári. Félag eldri borgara sótti hins vegar um 300.000 króna styrk vegna félagsstarfs síns en fengu 250 þús. kr. á síðasta ári. Einnig var lögð fram umsókn um styrk að upphæð 200.000 krónur til greiðslu húsaleigu fyrir starf eldri borgara á Löngumýri. Nefndin samþykkti að veita styrk að upphæð 100.000 krónur vegna þessa. Þá var ákveðið að styrkja Aflið á Akureyri, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi, um 100.000 krónur vegna starfsins. Jafnframt var Aflið hvatt til þess að heimsækja grunnskólana í Skagafirði með erindi um forvarnir í samræmi við kynningu Aflsins á starfseminni sem fram fór í Skagafirði sl. haust. Saman hópurinn, Stígamót og Kvenna- athvarfið sóttu einnig um styrki en nefndin taldi sér ekki fært að verða við styrkbeiðnunum þeirra að þessu sinni en óskar samtökunum alls góðs. /PF 8 03/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.