Feykir


Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 9
í september; þá er uppskerutími. Hann byrjar með (gleði)göngum og réttum en mjög spennandi er að fá lömbin heim af fjalli og sjá hvernig þau hafa þroskast um sumarið og hvað tíðarfarið hefur haft mikið að segja. Svo er það eftirvæntingin við að sjá fyrsta vigtarseðilinn, hvernig hafa lömbin flokkast, hver er vigtin og hafa orðið framfarir. Dagurinn þegar lömbin eru ómmæld og stiguð er einn af jóladögunum. Svo þarf að velja ásetningsgimbrarnar og hrútana. Hrútakaupa- leiðangur á Strandirnar kórónar svo tímabilið. Nú þegar lægð er í sauðfjárræktinni er gott að hugsa um allt það jákvæða og skemmtilega í fjárbúskapnum. Ég er þakklát fyrir að vera sauðfjárbóndi. Ég veit ekki um ykkur en ég vil frekar eiga fé frjálst á fjalli sumarlangt en safna því saman inn í banka. - - - - - - - Ég skora á Maríu í Huldulandi að taka við pennanum. Þegar ég var að alast upp í Bolungarvík voru kindur ekki ofarlega á vinsældarlistanum hjá mér. Pabbi var með nokkrar kindur í hesthúsinu og fóru þær frekar mikið í taugarnar á mér, fannst þær vera endalaust jarmandi og hafði ekki nokkurn áhuga á þeim. Seinna fór ég svo að temja í Skagafirðinum, kynntist þar manninum mínum og eftir það jókst heldur betur áhuginn. Mér fannst fjöllin hérna samt ekki vera merkileg í fyrstu, bara svona hólar og hæðir, miðað við fjöllin fyrir vestan. Tindastóll, Glóðafeykir og Mælifellshnjúkur gerðu lítið annað en að minna mig á ósléttu túnin fyrir vestan. En það hefur heldur betur breyst. Staðarfjöllin toga í mig og eru fjöllin mín núna. Náttúran og kindurnar er samofið og að vera uppi á fjöllum að eltast við eftirlegukindur finnst mér erfitt að lýsa. Held að það sé á við marga sálfræðitíma. Ég náði einu sinni að villast í fjöllunum og þá fann ég hvað maður er hrikalega smár þegar náttúran er annars vegar. En þá var bara að hafa hestaskipti og leggja á Glampa og gefa honum lausan tauminn. Tók hann strax rétta stefnu og kom mér heim. Ef þú átt kindur er alltaf eitthvað til að hlakka til. Það eru nefnilega jól oft á ári í sauðfjárræktinni. Að fá Hrútaskrána í hendurnar er alltaf jafn spennandi og að velja sæðishrútana. Á að nota reyndan hrút eða veðja á efnilegan? Og hvaða ær eru svo að ganga, vonandi einhverjar af þeim allra bestu og hvernig á að para saman. Mikil spenna er svo í febrúar þegar það er fósturtalið. Hvernig hefur fengieldið gengið, hver er væntanleg frjósemi og er hún að aukast. Það að geta byrjað daginn á því að gefa kindunum finnst mér vera forréttindi. Það gefur manni aukinn kraft inn í daginn. Ekki er verra ef maður hefur svo tíma til að setjast á garðabandið og horfa á kindurnar. „Njóta og lifa!“ eins og segir í laginu. Þá er það sauðburðurinn sjálfur sem byrjar um mánaðarmótin apríl maí. Rosalega skemmtilegur og krefjandi tími, sem gefur manni mjög mikið þegar vel gengur og svo bætist í reynslubankann þegar verr gengur. Aðalhátíðin er svo ÁSKORENDAPENNINN Linda Jónsdóttir Árgerði Sæmundarhlíð Ef þú átt kindur þá eru jól oft á ári UMSJÓN palli@feykir.is - Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Hólmfríður Bjartmarsdóttir sem er höfundur fyrstu vísunnar að þessu sinni. Norðangjólan nöpur hvín nú er blautt á vegi. Best væri að fá sér brennivín og bjarga þessum degi. Betur hefur blásið útivið þegar frúin yrkir næstu vísu en þrátt fyrir það er áhugamálið ósköp svipað. Sælt er úti sólin skín svaka logn og blíða. Best að fá sér brennivín og byrja að detta íða. Að baki er allt basl og puð barlómurinn farinn. Núna vel ég stanslaust stuð og stefni í kvöld á barinn. Alla gleði mikils met mjög ég elska að svalla. Kverkar væta vel ég get vínið gleður alla. Einhverju sinni er Teitur Hartmann átti í útistöðum við samferðamann á lífsins leið mun þessi hafa orðið til: Ennþá finnst mér ýmsir menn á mig vilja leita. Hagmælskuna hef ég enn henni mun ég beita. Veit ekki um höfund næstu vísu en sá hefur trúlega átt í hörðum deilum við annan skáldmæltan. Þú vilt bjóða byrginn mér með betri ljóðafleini en ég skal sjóða sál úr þér á sjálfs þíns hlóðarsteini. Þegar ég nú er að rísla í gömlu dóti mínu, sem reyndar er merkt árinu 1979, rekst ég á þessa snjöllu hringhendu. Er hún sögð eftir Stefán Vagnsson. Væri gaman að vita hvort einhver kannist við hana. Ástin kvikar kvendum hjá sem kollótt prik á svelli. Í augum blikar eðlisþrá ætla ég hvikull skelli. Áfram með hringhendur úr Skagafirði. Jón Gissurarson í Víðimýrarseli mun vera höfundur að þessari: Vetur kallar, veður leitt verður um fjallasali. Snjókorn falla eitt og eitt yfir hall og dali. Veit ekki um höfund næstu vísu, sem er örugglega mjög gömul. Gott er að vera í góðum rann gott er að hafa völdin, gott er að eiga góðan mann gott er að sofna á kvöldin. Það er limrusmiðurinn snjalli, Guðmundur Arnfinnsson, sem er höfundur að þessari: Vísnaþáttur 704 Landsbankastjórinn Lundisem löngum á bankaráðsfundi upptekinn sat á einhvern hátt gat þó samtímis verið í sundi. Þá held ég að þessi staka sé einnig eftir Guðmund: Á sænum dúnalognið lít, litum núna skarta, fjaran brún og fjöllin hvít með fannakrúnu bjarta. Að lokum þessi vandaða hringhenda eftir Guðmund: Þó að flygi fugl í skjól frost sé tíu gráður, brýst úr skýjabakka sól björt og hlý sem áður. Ekki skemmir brageyrað þessi hringhenda Ingólfs Ómars: Hríðarmugga hylur svörð hrími gluggar skarta. Fellur skuggi á freðna jörð finn ég ugg í hjarta. Alltaf freista manns hringhendurnar. Þessi mun vera eftir Gunnar J. Strumland: Föruvindar fjallið synda fagra tinda hylur kóf. Freramyndir fannir binda frýs þá lind við klettagróf. Einhvern tímann þegar Björn Ingólfsson brá sér í morgungöngu mun þessi hafa orðið til: Heimsins glymja öskur öll utan við minn þrönga hring, hvar ég ösla morgunmjöll mjúka eins og fiðurbing. Enn kemur upp í hugann hringhent vetrarvísa. Höfundur er Þormóður Sveinsson frá Þorljótsstöðum. Byrgja fannir blóm og völl bólgnar hrannir rísa. En lágum ranni og hárri höll himnar sannir lýsa. Minnir að Hallgrímur Jónasson hafi ort svo um Austari-Jökulsá: Hindra má hún firða för fresti ósmáum valda. Járni grá, frá jakastör jökulsáin kalda. Fer þá vel á því að leita til Hjörleifs Krist- inssonar frá Gilsbakka með lokavísuna. Þegar brestur þekking manns þögn er besta svarið. Sakna flestir sannleikans sem er mest í varið. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is 30 ára Linda situr berbakt á skjóttum gæðingi sem eflaust hefur haldið á henni í einhverjum smalatúrunum. MYND ÚR EINKASAFNI 03/2018 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.