Feykir


Feykir - 24.01.2018, Page 1

Feykir - 24.01.2018, Page 1
04 TBL 24. janúar 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 8 Kristján Ragnar Knútsson er brottfluttur Króksari „Best að vinnu- tíminn er aðeins 37 tímar á viku“ BLS. 9 Fjárhagsáætlun Svf. Skaga- fjarðar fyrir árin 2018-2022 Markmiðið að rekstur sveitar- félagsins skili afgangi Helgi Rafn Viggósson er íþróttagarpur vikunnar Stefnir á Íslands- meistaratitil Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Það var á bóndadaginn, 19. janúar, þegar ærnar á Ytri-Hofdölum í Skagafirði fengu kvöldgjöfina sína, að bændur tóku eftir því að það stendur höfuð út í fæðingarveginum hjá einni ánni. Héldu þeir fyrst að hún væri að láta þar sem enginn átti von á sauðburði á þessum árstíma en áttuðu sig fljótt og aðstoðuðu hana við burðinn. Í heiminn kom stórt og fullburða lamb, svarbotnóttur hrútur sem ekki hefði komist út án aðstoðar. Stuttu síðar bar ærin öðrum stærðar hrúti og er sá móbotnóttur. „Pabbi hringir svo í mig, en ég er komin sjálf á steypirinn og á að eiga um mánaðamótin febrúar mars svo að ég er lítið að brasa i fjárhúsunum eins og er,“ segir Þórdís Halldórsdóttir í samtali við Feyki en hún sagði frá þessum atburði á Facebook síðu sinni. „En ég hélt að hann væri að fíflast í mér þar til ég heyrði í lambinu í gegnum símann, svo ég var fljót að koma mér niður í hús og þá var kominn annar stærðar hrútur og sá er móbotnóttur.“ Þórdís segir að farið hafi verið í það að útbúa stíu fyrir þau með hálmi og öllum nauðsynlegum vistum og virðist ærin vera hin lukku- legasta með þetta allt saman. „En vissulega vorum við í hálf-gerðu losti, við áttum Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Það telst til tíðinda þegar lömb fæðast í byrjun þorra enda hefst sauðburður yfirleitt ekki fyrr en í maí. MYND: ÞÓRDÍS HALLDÓRSDÓTTIR Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Sauðburður byrjar snemma í Skagafirði Bar tveimur hrútlömbum á bóndadag alls ekki von á þessu þar sem hún virtist vera blæsma í byrjun desember þegar við vorum að leita á með hrútnum. Og við héldum henni þá, eða við héldum það allavega. En hún hefur þá sennilegast fengið í byrjun september. Og við erum bara hreinlega ekki alveg viss um hvaða hrútur hefur tekið þátt í þessu en hann hefur allav- ega þurft að vera móbotn- óttur af litunum að dæma á lömbunum.“ Þórdís segir að ærin hafi komið af fjalli í byrjun september og heim á tún með gráa gimbur með sér sem hún bar sl. vor. „Svo að líklegast hefur ástarlífið á túninu verið eitthvað skrautl- egt en Botna, kindin, bar tveimur lömbum í vor, hrúturinn drapst reyndar í burði en hún fór á fjall í sumar með gráa gimbur með sér. Svo þetta eru heldur bet- ur afköst hjá henni,“ segir Þórdís. Hún segir þetta allt of snemmt þó skemmtilegt sé og gaman þegar ærnar koma með svona falleg og stór lömb. „En við munum bara alls ekki eftir burði svona snemma. Það bar ein hjá okkur 20. mars fyrir þremur árum og okkur fannst það alltof snemmt en þetta toppaði það alveg. Ekki er Botna eina kindin sem ber snemma þetta árið því fregnir herma að tveimur dögum síðar hafi lamb fæðst á Óslandi í Skagafirði. Vænn hrútur sem hefur fengið nafnið Þorri. /PF

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.