Feykir


Feykir - 24.01.2018, Qupperneq 2

Feykir - 24.01.2018, Qupperneq 2
Umræðan í fjölmiðlum undanfarnar vikur hefur öðru fremur einkennst af #metoo byltingunni og sögum sem henni tengjast. Óhætt mun að fullyrða að flestum er brugðið og fæstir hafa gert sér nokkra minnstu grein fyrir hve kynferðislegt áreiti og ofbeldi er ótrúlega útbreitt í samfélagi því sem við búum í, samfélagi sem á að kallast siðmenntað. Hér er greinilega ekki spurt um stétt né stöðu, konur í öllum stigum þjóðfélagsins verða fyrir barðinu á þessari ruddalegu hegðun. Ég hef reyndar ekki lesið nema pínulítið brot af öllum þeim sögum sem sagðar hafa verið en nóg samt til að vekja undrun, reiði og viðbjóð. Sögurnar eru auðvitað mismunandi, allt frá því að segja frá óviðeigandi eða ruddalegu orðfæri til viðbjóðslegra sagna af nauðgunum. Bak við hverja sögu býr sár reynsla þeirra sem fyrir verða, sama hversu alvarlegur verknaðurinn er í augum þeirra sem lesa. Ég er trúlega ekki ein um það að sögur af ungum íþrótta- stúlkum snerta mig meira en aðrar. Hér er oft um að ræða ungar stúlkur sem standa andspænis þjálfara sínum, manni sem þær líta upp til og bæði þær og foreldrar þeirra bera óskorðað traust til. Varnarleysið er því algjört. Við eigum því líka að venjast að íþróttamenn eigi að vera fyrirmyndir, „heilbrigð sál í hraustum líkama,“ menn sem almenningur horfir upp til, jafnvel með nokkurri lotningu. Auðvitað ætti maður svo sem að geta sagt sér það sjálfur að þar er misjafn sauður, sem annars staðar, það sést vel á fréttum af því að viðkvæmar myndir af norskri landsliðskonu í handbolta skuli ganga milli heilu boltaliðanna í tveimur löndum. Það er kannski ekki óeðlilegt að #metoo sögurnar veki mismunandi viðbrögð. Margir hafa bent á það að karlmenn verði líka fyrir kynferðislegu áreiti. Það er alveg satt og rétt og er örugglega algengara en margan grunar. Mér finnst þó að #metoo-byltingin geri engan veginn lítið úr þeirra reynslu, heldur þvert á móti ef eitthvað er. Öðrum finnst of langt gengið og frá Frakklandi berast fréttir af því að margir álíti byltinguna koma í veg fyrir að saklaust daður fái þrifist og að hún lykti af hræsni. Sjálfsagt hafa þeir eitthvað til síns máls og eins og oft vill verða getur verið erfitt að finna línuna sem skilur á milli þess sem má og þess sem er bannað. Þolmörk einstaklinganna eru líka misjöfn og það sem einum finnst óþægilegt og særandi getur öðrum þótt sniðugt og skemmti- legt. Því ber að fagna að umræðan um siðareglur innan íþróttafélaganna skuli vera komin á, sem og um sakavottorð íþróttaþjálfara. Það er í raun óskiljanlegt að hún skuli ekki hafa verið almennari fyrr og að ekki skuli vera til verkferlar og reglur sem fylgja skuli ef mál tengd hvers konar áreiti koma upp. Þetta á ekki bara við innan íþróttafélaganna, heldur hvar sem er. Við skulum bara vona að þessi umræða öll skili okkur betra samfélagi og hugarfarsbreytingu þar sem virðingin fyrir tilfinningum annarra verði höfð að leiðarljósi. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Siðmenntað samfélag? Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Málmeyjan gerði góðan túr í síðustu viku en vefurinn Aflafréttir.is greindi frá því að þá hafi togarinn komið að landi með meiri afla en nokkru sinni síðan skipið hóf veiðar sem ísfisktogari. Fáir sóttu sjóinn í síðustu viku og aðeins komu rúm tólf tonn að landi á Skagaströnd af fjórum bátum. Á Hvammstanga landaði Harpa HU 4 rúmum tveimur tonnum og á Sauðár- króki var landað úr þremur skipum og bátum, alls um 838 tonnum en af því voru 612,6 tonn rækja sem kom hingað með flutningskipi. Heildaraflatölur vikunnar voru 852.295 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 14. – 20. janúar 2018 Metafli hjá Málmeynni SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 2.201 Alls á Hvammstanga 2.201 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 1.771 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 5.061 Magnús HU 23 Landbeitt lína 2.705 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.678 Alls á Skagaströnd 12.215 SAUÐÁRKRÓKUR Málmey SK 1 Botnvarpa 223.713 Onni HU 36 Dragnót 1.563 Samskip ICE NO 0 Rækjuvarpa 612.603 Alls á Sauðárkróki 837.879 Nemendur Listaháskóla Íslands í heimsókn Árskóli á Sauðárkróki Í vikunni sem leið fengu nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki góða heimsókn þegar nokkrir nemendur úr Listaháskóla Íslands komu þangað og buðu upp á leiksýningu. Um var að ræða frumsamið leikverk sem nemendur hafa unnið frá grunni án aðstoðar frá nokkrum fagaðila. Að sögn Helga Gríms Her- mannssonar, höfundar verksins, er þetta fyrsta sýning þeirra utan höfuðborgarsvæðisins og um leið í fyrsta skipti sem hópurinn sýnir fyrir grunnskólanemendur. Aðspurður hvers vegna Skaga- fjörðurinn hafi orðið fyrir valinu segir Helgi það einfaldlega vera vegna þess að hann er ættaður héðan en faðir hans, Hermann Sæmundsson, er uppalinn á Sauðárkróki. Sagði hann þessa sýningu vera nokkurs konar prófstein á hvernig hún félli í kramið hjá þessum aldursflokki og ef vel tækist til kæmi vel til greina að fara víðar með verkið og jafnvel að sýna í fleiri skólum en framhaldið er óráðið að öðru leyti en því að hópurinn mun sýna á sviðslistahátíð í Budapest. Að sýningu lokinni var boðið upp á tvær málstofur fyrir nemendur. Þar var annars vegar fjallað um inntak og boðskap sýningarinnar og það hvort, og þá hvað, hægt væri að læra af henni. Hins vegar var rætt um það hvernig það sé að vera nemandi í Listaháskóla Íslands, í hverju námið felist og spurning- unni um það hvers vegna ungt fólk ætti að fara í listnám var velt upp. Ekki var annað að sjá en sýningin félli nemendum vel í geð og sköpuðust líflegar um- ræður í málstofunum. /FE Gul viðvörun Slæmt veður í kortunum Gul viðvörun er í gangi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Lélegt skyggni og erfið aksturs- skilyrði. Á vef Veðurstofunnar segir að hvassviðri eða stormur verði ráðandi í dag með snjókomu, hvassast N- og V-til, en úrkomu- mest N- og A-lands. Einnig má búast við mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli, einkum austantil. Á mánudag voru björgunar- sveitir á Norðurlandi kallaðar út til aðstoðar vegfarendum og þ.á.m. Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga. Ekkert ferða- veður var víða og m.a. sátu bílar fastir við Víðigerði sem komust að endingu leiðar sinnar. Vegfarendur ættu að kynna sér veður og ástand vega áður en lagt er í ferðalög. /PF Frá sýningunni í Árskóla. MYNDIR: FE 2 04/2018

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.