Feykir


Feykir - 24.01.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 24.01.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Dominos-deildin : Þór Ak – Tindastóll 72–77 Sigur á Akureyri Bikarmeistarar Tindastóls héldu til Akureyrar sl. fimmtudag þar sem þeir mættu liði Þórs í fyrsta leik sínum eftir partíið í Laugardalshöllinni. Oft mæta menn til leiks hálf timbraðir eftir stóra sigra eins og í bikar en Stólarnir byrjuðu vel gegn Þórsurum og náðu yfirhöndinni í leiknum. Þrátt fyrir að Akureyringar næðu að velgja Tindastólsmönnum undir uggum í síðari hálfleik þá héldu strákarnir haus og tryggðu sér sigur, 72-77, og eru nú í 2.–4. sæti í Dominos- deildinni. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en um miðjan fyrsta leikhluta náðu Stólarnir ágætu forskoti, staðan 9-20 eftir m.a. tvo þrista frá Friðriki Stefáns. Lið Tindastóls mætti hálf vængbrotið til leiks en í liðið vantaði Viðar sem varð fyrir hnjaski í leiknum gegn KR og þá voru Arnar Björns og Bjöggi Ríkharðs veikir. Fyrir vikið fengu Finnbogi, Hannes, Friðrik og Helgi Margeirs drjúgan tíma, rúmar 20 mínútur hver, til að láta ljós sín skína. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 16- 24 og leikurinn var á svipuðu róli í öðrum leikhluta, þar sem mikið mæddi á Hester, þannig að staðan var 30-45 í hálfleik og staðan því vænleg fyrir lið Tindastóls. Þórsarar komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en þeir voru eftir sem áður ískaldir utan 3ja stiga línunnar og settu aðeins fjögur slík skot niður í leiknum. Í fjórða leikhluta minnkuðu heimamenn bilið í þrjú stig, 63-66, og þeim mistókst að minnka bilið enn frekar þegar troðsla fór forgörð- um og Stólarnir sigu framúr. Hester stigahæstur Í liði Tindastóls var Hester stigahæstur með 20 stig og hann tók átta fráköst. Pétur hitti illa í leiknum en endaði með 11 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Garrett var drjúgur með 12 stig og ágæta nýtingu, Hannes 11 og Helgi Margeirs 10. Þá átti Friðrik fínan leik með átta stig, fimm fráköst, fimm stoðsendingar, fjóra stolna og reyndar fjóra tapaða bolta líka. Annað kvöld verður stór- leikur í Síkinu þegar sprækt lið Grindvíkinga mætir til leiks. Stuðningsmenn Tindastóls eru hvattir til að fjölmenna og styðja sína menn. /ÓAB Þriðja liðið sem kynnt er til leiks er lið Hofstorfunnar en það er skipað miklu keppnisfólki sem finnst allt annað en sigur vera tap. Liðsstjóri er Elvar E. Einarsson en með honum í liði er dóttir hans Ásdís Ósk, Bjarni Jónasson, Gústaf Ásgeir Hinriksson og Lilja S. Pálmadóttir. Ásdís kemur ný inn í liðið, bráðefnilegur ungur knapi sem kemur til með að styrkja þetta lið mikið og Bjarni Jónasson hefur ætíð verið í baráttunni um stigahæsta einstaklinginn. Þarna verður ekkert gefið eftir og metnaður lagður í hlutina. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Ásdís Ósk aðspurð um það að koma ný inn í þennan sterka hóp. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvaða hrossi hún ætli að keppa á í KS deildinni: „Það kemur í ljós,“ segir hún. Um þessar mundir er Ásdís að vinna á Syðri-Gegnishólum í Flóahreppi hjá þeim Olil Amble og Bergi Jónssyni en ætlar að skjótast norður yfir heiðar í vetur til að taka þátt í spennandi keppni. LIÐSKYNNING KS DEILDARINNAR UMSJÓN pall@feykir.is Hofstorfan Nýliðanum líst vel á liðið Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu á sunnudag. Jón Gísli 3. f.v. í fremri röð. MYND. KSI.iS Stórmót ÍR í frjálsum Góður árangur UMSS Átján keppendur frá UMSS tóku þátt í Stórmóti ÍR í frjálsum sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Þetta var í 22. sinn sem mótið er haldið en það er fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins og hefur undanfarin ár verið vettvangur stórra afreka og mikillar fjöldaþátttöku. Að þessu sinni voru tæplega 700 keppendur skráðir til leiks og komu þeir frá 33 félögum víðsvegar að af landinu auk þess sem 42 keppendur frá Færeyjum tóku þátt í mótinu. Alls hlaut UMSS tíu verðlaun á mótinu, þrenn gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun: • Andrea Maya Chirikadzi - 1.sæti í kúluvarpi og nýtt héraðsmet 15 ára stúlkna í þriggja kg kúlu innanhúss. • Jóna Karitas Guðmundsdóttir - 1. sæti kúluvarp. • Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir - 1. sæti hástökk. • Ísak Óli Traustason - 2. sæti langstökk. • Ísak Óli Traustason - 2. sæti í 60 m grind. • Rúnar Ingi Stefánsson - 2. sæti kúluvarp. • Guðmundur Smári Guðmundsson – 3. sæti 800 m hlaup. • Guðmundur Smári Guðmundsson - 3. sæti 400 m hlaup. • Indriði Ægir Þórarinsson - 3. sæti kúluvarp. • Marín Lind Ágústsdóttir - 3. sæti langstökk. /FE Andrea Maya Chirikadzi varð í 1.sæti í kúluvarpi. MYND: FACEBOOKSÍÐA UMSS U17 landslið karla í knattspyrnu Sigur og tap Jón Gísli Eyland, leikmaður Tindastóls, var í byrjunarliði U17 landsliðsins í fótbolta er Ísland lagði Slóvakíu 1-0 í fyrsta leik sínum í Hvíta Rússlandi sl. sunnudag. Hann var aftur á móti á bekknum í gær en þá tapaði Ísland 3-0 gegn Ísrael. Liðið tekur þátt í æfingamóti í Hvíta Rússlandi sem er liður í undirbúningi fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018. Þriðji leikur liðsins fer fram í dag, miðvikudag, þegar það mætir Rússlandi og hefst sá leikur klukkan 11:00 að íslenskum tíma. /PF 04/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.