Feykir


Feykir - 24.01.2018, Qupperneq 6

Feykir - 24.01.2018, Qupperneq 6
 Gert er ráð fyrir að tekjur frá Jöfnunarsjóði verði samkvæmt útgefnum áætlunum hans og samþykkt var að fasteigna- skattsprósentur breyttust ekki á milli ára. Þá er gert ráð fyrir gjald- skrárhækkunum hjá stofnun- um sveitarfélagsins sem taka fyrst og fremst mið af kjara- samningshækkunum launa. Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 Rekstur: Áætlun ársins 2018 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 5.189 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 4.551 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 4.783 m.kr., þar af A-hluti 4.334 m.kr. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 608 m.kr. Afskriftir nema 202 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjár- munatekjur nema 260 m.kr. Rekstrarafgangur samstæð- unnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 146 m.kr. Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 330 m.kr. Afskriftir nema 113 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 201 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 16 m.kr. Efnahagur Eignir Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar eru áætlaðar í árslok 2018, 8.737 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 7.241 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 6.516 m.kr. Þar af hjá A-hluta 6.115 m.kr. Eigið fé er áætlað 2.221 m.kr hjá samstæðunni og eigin- fjárhlutfall 0,25. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.126 m.kr. og eiginfjárhlutfall 0,15. Ný lántaka er áætluð 460 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða um 429 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbind- ingar eru 1.279 m.kr. hjá sam- stæðu og þar af 1.162 m.kr. hjá A-hluta. Sjóðsstreymisyfirlit Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði um 249 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 482 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé samstæðunnar í árslok verði 217 m.kr. Þrátt fyrir að aðhalds sé gætt í rekstri þá er gert ráð fyrir að sveitarsjóður og undirfyrirtæki fjárfesti á árinu 2018 fyrir 572 m.kr., sem er afar mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni. Stærsta fjárfestingaverkefnið á næsta ári er endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks. Þróun tekna Undanfarin ár hafa tekjur hjá sveitarfélaginu ekki haldið í við verðlagshækkanir að öllu leyti og liggur það fyrst og fremst í lækkuðum framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árum áður og má segja að tekju- grundvöllur sveitarfélagsins sé ekki sá sami og var. Skatttekjur hafa aftur á móti haldið nokkuð í við verðlag. Hins vegar stendur yfir endurskoðun á úthlutunar- reglum Jöfnunarsjóðs og eru framlög sjóðsins til fjölkjarna sveitarfélaga á meðal þess sem verið er að skoða þar sem ekki næst fram sama hagræði í rekstri þeirra og hjá sveitarfélögum sem eru e.t.v. með aðeins einn kjarna. Almenn útgjöld Launakostnaður Launakostnaður nemur samtals 3.065 m.kr og er það um 8% hækkun frá árinu 2016. „Mikil aðhaldssemi hefur verið viðhöfð í rekstri sveitarfélagsins síðustu misseri og dregið hefur úr útgjöldum til ýmissa rekstrarþátta. Lögð hefur verið áhersla á að standa vörð um lögbundna þjónustu sveitarfél- agsins jafnframt því að aðhalds hefur vissulega verið gætt. Aðhald verður að vera áfram í rekstri sveitarfélagsins á komandi árum og áfram verður leitað hagræðingartækifæra. Ávallt verður þó haft að mark- miði að gæta jafnvægis í þjónustu sveitarfélagsins,“ sagði Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, er áætlunin var lögð fram. Einnig kom fram að gert væri ráð fyrir afgangi í rekstri samstæðunnar sem og rekstri A-hluta sveitarsjóðs árið 2018. Einnig má búast við því að á tímabilinu 2019-2021 verði batnandi afkoma í grunnrekstri A-hluta en Ásta segir það skyldu hvers sveitarfélags að haga fjárhagsáætlun þannig að rekstrargjöld séu fjármögnuð og þurfi það að vera markmið sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar að bæði A-hluti og samstæða A- og B-hluta séu á hverju ári rekin með afgangi. Helstu forsendur fjárhags- áætlunarinnar og áætlunar fyrir árin 2019-2022 byggir meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára. Þar er gert ráð fyrir að meðalverðbólga á árinu 2018 verði 2,9% og að launavísitala verði 6,3%. Þá er einnig stuðst við áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga um áætlaða staðgreiðslu fyrir tekjuárið 2018. Í greinargerð sveitarstjóra segir að reiknað sé með óbreyttu atvinnustigi. Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2018 verði óbreytt á milli ára, þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið er á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. SAMANTEKT Páll Friðriksson Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2017-2020 var samþykkt með átta atkvæðum við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 13. desember sl. Bjarni Jónsson, fulltrúi Vg og óháðra, lét bóka að hann sæti hjá við atkvæðagreiðsluna. Lagði hann fram bókun við áætlunina sem og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, K-lista, og fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar. Helstu fjárfestingar ársins 2018 eru áætlaðar vegna Sundlaugar Sauðárkróks, 170 milljónir króna, gervigrasvallar á Sauðárkróki 100 milljónir króna, Aðalgötu 21 og 21a, 80 milljónir króna og frágangs á bílastæðum við Árskóla og íþróttahús 50 milljónir króna. Feykir birtir hér helstu niðurstöður sem komu fram í greinargerð sveitarstjóra og í Fjárhagsáætlun 2018-2022. Ýmislegt verður gert á Hofsósi, m.a. settar tvær og hálf milljón í viðlegufingur í smábátahöfnina. MYNR:ÓAB Fjárhagsáætlun 2018-2022 hjá Svf. Skagafirði Markmiðið að rekstur sveitarfélagsins skili afgangi Framkvæmdir eru hafnar við Sundlaug Sauðárkróks en 170 milljónir króna eru ætlaðar í það verk. Verktakarnir og feðgarnir Hörður og Knútut Aadnegard á byggingastað. MYND: PF 6 04/2018

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.