Feykir


Feykir - 24.01.2018, Síða 7

Feykir - 24.01.2018, Síða 7
 Kjarasamningar við nær öll starfsmannafélög eru í gildi á árinu 2018 en hins vegar eru kjarasamningar lausir við Félag grunnskólakennara og Félag tónlistarskólakennara. Í framlagðri áætlun er tekið tillit til launahækkana sam- kvæmt ákvæðum í gildandi kjarasamningum en eins og áður hefur komið fram er enn ósamið við tvö félög. Í flestum samningum er gert ráð fyrir um 2% launahækkun í júní 2018 en ekki hafa verið reiknaðar launahækkanir á þessa lausu samninga en vegna hugsanlegra hækkana á þeim er gert ráð fyrir um 60 m.kr. varasjóð til að mæta þeim kjarasamningshækkunum. Á grundvelli stöðugleikasátt- mála frá 25. júní 2009 var gengið frá lagasetningu á Alþingi í desember 2016 og lögum breytt til gera lífeyriskerfin sjálfbær þannig að hver kynslóð standi undir eigin réttindum, bæta flæði milli almenna vinnu- markaðarins og hins opinbera og jafna halla á tryggingafræðilegri stöðu opinberu lífeyrissjóðanna. Unnið er að uppgjöri sveitar- félaganna vegna þessa en niður- staða uppgjörsins liggur ekki enn fyrir og er því ekki gert ráð fyrir því í áætluninni. Rekstur málaflokka Eins og áður taka fræðslu- og uppeldismálin til sín stærstan hluta skatttekna í áætlun ársins. Málaflokkurinn tekur til sín mun lægra hlutfall í ár en árið 2016 eða 47,3%, en var með 57,7% í áætlun ársins 2016 og 50,9% í áætlun ársins 2017. Má segja að vegna þeirra hagræðingaraðgerða sem ráðist var í, m.a. vegna lækkandi tekna sveitarsjóðs, hafi tekist að ná málaflokknum niður og hann því farinn að taka til sín lægra hlutfall skatttekna en áður þar sem árið 2011 fóru 61,8% af skatttekjum sveitarfélagsins til málaflokksins. Hlutur annarra málaflokka en félagsþjónustu er með svipað hlutfall af skatt- tekjum og verið hefur undan- farin ár. Æskulýðs- og íþrótta- mál fara þó lækkandi og eru með 9,5% af skatttekjum ársins 2018. Einnig er málflokkur 21, sem er sameiginlegur kostnaður, með lækkandi hlutfall miðað við undanfarin ár. Hlutfall félagsþjónustu eykst hins vegar á milli áranna 2016 og 2018 og er skýringin á því sú að sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduóssbæjar, Húnavatns- hrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar gerðu með sér samning um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Samningurinn gildir til árs- loka 2019 og er Sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitar- félag sem veitir fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitar- félögunum, þjónustu eins og nánar er kveðið á um í samn- ingi og samkvæmt lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum, á starfssvæðinu. Við þessa breytingu renna allar tekjur frá Jöfnunarsjóði sem ætlaðar eru til þessa málaflokks sem og 0,25% af útsvarsstofni sveitarfélaga til Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er ekki gert ráð fyrir að tekjur frá ríki og sveitarfélögum dekki allan kostnað við samninginn sem aftur leiðir til þess að útgjöld við málaflokkinn hækka. Fjárfestingar og framkvæmdir Áætlað er að fara í nýfram- kvæmdir á árinu 2018 fyrir 572 m.kr. Skiptast þær þannig að áætlað er að framkvæmt verði hjá eignasjóði fyrir 514 m.kr, hafnarsjóði fyrir 19,5 m.kr og hjá veitum fyrir 38 m.kr. Fjárfestingar og framkvæmdir: Eignasjóður 514.100 Fráveita 3.000 Hafnarsjóður 19.500 Skagafjarðarveitur 35.000 Fjárfestingar og framkvæmdir alls 571.600 Auk fyrrgreindra fjárfestinga er gert er ráð fyrir að verja rekstrarmegin um 79,6 m.kr í viðhald eigna eignasjóðs. Hægt er að nálgast fjárhagsáætlunina á vef Skagafjarðar > www.skagafjordur.is AÐSENT : Rúnar Kristjánsson skrifar Edith Cavell - 12. okt. 2015 Ég hugsa um hetju eina sem hugprúð vildi reyna að verða lífi að liði og líkna í þraut og vá. Hún gekk að góðum verkum, í gæskuanda sterkum, á stríðsins stóra sviði, því starfi ei gleyma má! Sú kærleiksríka kona, þar kveikti gleði vona og efldi andann fríska við allra sjúkrabeð. Hún allt með göfgi gerði, en galt það dýru verði, því hörð var hefndin þýska sem henni bana réð! En síðast dæmd til dauða, á degi hinstu nauða, í orði góðu og gildu hún gerði upp sitt mál. Þar aðeins eitt hún sagði, og í það hjartað lagði: „Ég skilaði minni skyldu, sem skylt er hverri sál!“ oooOooo Rúnar Kristjánsson Skagaströnd Hver var Edith Louisa Cavell? Edith Louisa Cavell (4. desember 1865 – 12. október 1915) var bresk hjúkrunarkona. Hennar er minnst fyrir að bjarga lífum hermanna beggja hliða í fyrri heimsstyrjöldinni og fyrir að hjálpa 200 hermönnum bandamanna að sleppa frá Belgíu sem þá var hernumin af Þjóðverjum. Fyrir þennan verknað var hún handtekin og dæmd til dauða fyrir landráð af herstjórn Þjóðverja. Þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting á Þjóðverja til að þyrma Cavell var hún skotin til bana af þýskri aftökusveit. Aftaka hennar var fordæmd víða um heim og hafði afar neikvæð áhrif á ímynd Miðveldanna í frétta- umfjöllun. Cavell, sem var fjörutíu og níu ára þegar hún var skotin, var þegar vel kunn í Belgíu sem frumkvöðull í nútíma- hjúkrunarfræði. /PF Edith Louisa Cavell. MYND AF NETINU Helstu tölur • Áætlun ársins 2018 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 5.189 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A- hluta áætlaðar 4.551 m.kr. • Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 4.783 m.kr., þ.a. A hluti 4.334 m.kr. • Rekstrarafgangur A og B hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 608 m.kr, afskriftir nema 202 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 260 m.kr., rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A og B hluta er áætluð jákvæð samtals með 146 m.kr. í rekstrarafgang. • Rekstrarafgangur A hluta án afskrifta og fjár- magnsliða er 330 m.kr, afskriftir nema 113 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 201 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 16 m.kr. • Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætl- aðar í árslok 2017, 8.737 m.kr., þ.a. eignir A hluta 7.241 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 6.516 m.kr., þ.a. hjá A hluta 6.115 m.kr. • Eigið fé er áætlað 2.221 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 0,25. • Eigið fé A hluta er áætlað 1.126 m.kr. og eiginfjárhlutfall 0,15. • Ný lántaka er áætluð 460 m.kr. hjá samstæðunni í heild og að afborganir eldri lána og skuldbindinga verði um 429 m.kr. • Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.279 m.kr. hjá samstæðu, þar af 1.162 m.kr. hjá A-hluta. • Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 125% og skuldaviðmið 107%. Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A - hluta verði 249 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A og B hluta verði samtals 482 m.kr. Þá er gert ráð fyrir því að handbært fé í árslok verði 217 m.kr. hjá samstæðunni í heild. 04/2018 7

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.