Feykir


Feykir - 24.01.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 24.01.2018, Blaðsíða 8
FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI SUMARAFLEYSINGAR 2018 Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar á starfsstöðvum stofnunarinnar á Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Dalvík, Akureyri, Húsavík og Norðurþingi. Um er að ræða hjúkrunarfræðinga/nema, ljósmæður, geislafræðinga, lífeinda- fræðinga, sjúkraliða/nema, aðstoðarfólk í umönnun, móttökuritara, læknaritara og önnur störf s.s. í eldhúsi, ræstingu og þvottahúsi. Störfin eru á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviðum HSN. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á vef stofnunarinnar www.hsn.is. Lögð er áhersla á faglegan metnað, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjan- leika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Íslenskukunnátta áskilin. Ekki er unnt að ráða fólk yngra en 18 ára. Laun eru greidd skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og stofnanasamningum HSN. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2018. Umsóknum skal skilað rafrænt til HSN með því að fylla út umsóknarform á vefsíðu stofnunarinnar; www.hsn.is, undir flipanum Laus störf hjá HSN eða á www.starfatorg.is. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimil á vinnutíma innan HSN. Nánari upplýsingar veita: Anita Aanesen yfirhjúkrunarfræðingur Dalvík, anita.aanesen@hsn.is s. 466 1500 Anna Gilsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Fjallabyggð, anna.gilsdottir@hsn.is s. 460 2172 Áslaug Halldórsdóttir, yfirhj.fr. Húsavík, Norðurþingi og Reykjahlíð, aslaug.halldorsdottir@hsn.is 464 0500 Ásdís H. Arinbjarnardóttir, yfirhj.fr. Blönduósi og Skagaströnd, asdis.arinbjarnardottir@hsn.is s. 455 4100 Herdís Klausen, yfirhj.fr. Sauðárkróki, herdis.klausen@hsn.is s. 455 4011 Þórdís Rósa Sigurðardóttir, yfirhj.fr. Akureyri og Grenivík, thordis.rosa.sigurdardottir@hsn.is s. 460 4652 Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, gudny.fridriksdottir@hsn.is s. 460 4600 Þórhallur Harðarson, mannauðsstjóri, thorhallur.hardarson@hsn.is s. 460 4672 HSN starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Stofnunin þjónar rúmlega 35.000 íbúum frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri. Starfseiningar HSN eru 18 talsins. HSN vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu. „Best að vinnutíminn er aðeins 37 tímar á viku“ Maður er nefndur Kristján Ragnar Knútsson en flestir þekkja hann sennilega undir nafninu Raggi Knúts. Raggi er fæddur í Reykjavík eins og margur ágætur maðurinn en segist vera – og alltaf vilja vera – Króksari. Foreldrar hans eru Knútur Aadnegard hjá K-taki og Brynja Kristjánsdóttir. Hann á fjögur börn; Sögu Sjöfn, Leó, Jóhann Knút og Idu Marie en maki Ragga er Helena Schougaard og búa þau í Brørup í Danmörku. Brørup er í sveitarfélaginu Vejen á Suður-Jótlandi sem varð til við sameiningu sveitarfélaga í Danmörku árið 2007. Íbúar Brørup eru um 4500 en í sveitarfélaginu búa ríflega 40 þúsund manns. Bærinn er staðsettur miðja vegu á milli Esbjerg og Litlabeltis- brúarinnar. Raggi og Jóhann Knútur grilla. MYND ÚR EINKASAFNI ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Kristján Ragnar Knútsson / pallasmiður í Danmörku Vinnudagurinn hefst kl. 7, kaffi kl. 9, matur kl. 12 (nestið er smurt danskt rúgbrauð og franskbrauð) og síðan er ég búinn í vinnunni kl. 15 en oft kemur fyrir að við erum lengur að. Þegar ég er búinn í vinnunni þá dríf ég mig heim, krakkarnir fara í íþróttir (körfu) og dans og loks er kvöldverður útbúinn. Á kvöldin er ég að vinna í húsinu, útbý nesti fyrir morgundaginn, svæfi krakkana kl. 20 og konuna kl. 21:30. Púha! Slappa síðan af í sófanum til kl. 23 en þá fer ég að sofa. Hver er hápunktur dagsins? Á veiðitímabilinu er hápunktur- inn að fara út með riffil eða haglabyssu en best er að koma heim til konunnar, barnanna og sófans. Hvað er best við að búa í þínu nýja landi? Vinnutíminn er 37 tímar á viku. Hvað gerir þú helst í frístundum? Í frítímanum stunda ég veiði eða það sem Danirnir kalla pad. Hversu lengi ertu í kjör- búðina frá heimili þínu? Þetta er 5 km leið. Hvað færðu þér í staðinn fyrir eina með öllu? MacDonalds – Big Tasty ;) Hvað kostar mjólkurlítr- inn? 8 krónur danskar fyrir nýmjólk. Hver er skrítnasti mat- urinn? Á Suður-Jótlandi eru kálpylsur og soðið kál á gamlárskvöld. Hvert ferðu til að gera vel við þig? Ég fer að veiða eða út að borða með konunni í Kolding. 5 á 15 sekúndum Hvenær og hvernig kom það til að þú fórst utan? Ég flutti til Danmerkur í maí 2001 eftir að ég hafði kynnst myndarlegri danskri stúlku sem vildi hafa einhvern minjagrip með sér heim. Tengdapabba fannst hún gæti hafa valið sér eitthvað minna. Hvernig myndir þú lýsa venju- legum degi hjá þér? Klukkan hringir kl. 5:20. Morgunmatur er kaffi og skyr með rjóma. Danir eru alveg brjálaðir í skyr. Ég reyni að hjálpa til við að koma krökkunum á fætur og í skólann en konan sér mest um það. Ég fer af stað í vinnuna kl. 6:20 en það er 52 km spotti. Ég vinn við að byggja vinnupalla. Hvers saknar þú mest að heiman? Ég sakna mest fjölskyldunnar og náttúru Íslands sem maður lærir fyrst að meta þegar maður er fluttur burtu. Raggi og félagar eru oft ansi hátt uppi í vinnunni. MYND ÚR EINKASAFNI 8 04/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.