Feykir


Feykir - 24.01.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 24.01.2018, Blaðsíða 9
„NEI!“ Það mátti heyra eitt lítið dæs á hinum endanum og svo agnarlágt: „Ok, ekkert mál, heyrumst“. Ætla mætti að nú sé sögunni lokið, en hver getur verið svo kaldur að neita nokkrum um smá hjálp og þá sérstaklega þegar svona er komið fyrir einhverjum, svo efnilegum og björtum einstaklingi? ALLT lífið er fram undan og er ekki alltaf eitthvað hægt að gera til að hjálpa? Ég held að fullyrða megi að ALLIR foreldrar vilja aldrei gefast upp og ættu ekki að gera það svo lengi sem barnið dregur andann. Það skyldi enginn þurfa að ganga eftir kistu barns sín. Og svo kom sólin upp og ALLT virtist vera að ganga upp og allir voru að rifna úr stolti yfir því að endurheimta þennan bjarta og fallega dreng. Þess vegna varð það svo sárt að upplifa FALLIÐ. Það lét ekki mikið á sér bera þetta litla hostel sem var samastaður ungra manna og kvenna sem áttu það sameiginlegt að liggja hálf rænulaus og illa á sig komin eftir mislanga notkun hinna ýmsu vímugjafa og sárt svo sárt að enginn sem áður hefur upplifað þá sjón sem við blasti gerir sér í hugarlund þá skelfingu sem við blasti þennan annars fallega dag seint þetta sumar sem hafði annars einkennst af FEGURÐ FÍKN OG AÐ ENDINGU FALLI. - - - - - - - Þórarinn skorar á systur sína, Völu Rós Ingvarsdóttur, að koma með pistil. Hann var sannarlega efnilegur, hvers manns hugljúfi bjartur og fagur. Stolt foreldra sinna og allra er þeim tengdust. Að vaxa úr grasi við sjálfsagðar allsnægtir að okkar mati s.s. þak yfir höfuðið, rúm til að sofa í og já, auðvitað sæng til að kúra okkur undir, kalt vatn og líka heitt fyrir sturtuna. ALLIR ættu að eiga þess kost hvar sem er í heiminum. En aftur að drengnum sem fékk í vöggugjöf allt það sem til þarf og meira til að mati margra. Árin liðu og drengurinn stóð frammi fyrir unglingsárunum. ALLT lífið blasti við og það var bara ekkert að vanbúnaði að hefja eitt enn tímabil lífsins sem eru unglingsárin og það ætlaði minn maður að gera í hópi vina sinna í litla þorpinu sínu, sem einkenndist af nágrannakærleik samheldni og FEGURÐ litla þorpsins sem að margra mati var fullkominn staður fyrir alla. FÍKNIN birtist í óteljandi myndum og við þekkjum það ÖLL vel. Sumar eru fínar, aðrar erfiðar og enn aðrar skelfilegar en allar eiga þær það sameiginlegt að við viljum gera eitthvað í málinu og vinna sigur á þeirri FÍKN sem við berjumst við. Það þyrmir yfir foreldri sem áttar sig á að ekki er allt með felldu hjá barninu sínu. Hlutir sem teljast eðlilegir verða á skammri stundu MJÖG óeðlilegir, lygar, þjófnaðir af heimilinu s.s. úr, skartgripir, silfurmunir frá ömmu, jafnvel fatnaður hverfur og lengi, ALLT of lengi, lokum við augunum og trúum á að þetta líði hjá. Ofboðslegt álag og andvökunætur svo margar að við munum ekki hvenær við sofnuðum síðast áhyggjulaus og eða sváfum heila nótt. Þessi FÍKN sem um ræðir, og sem ég geri að umtalsefni mínu, er þekkt og efnin mörg og þau geta SVO auðveldlega krækt í okkur öll að það er lyginni líkast. „Halló!“ heyrist sagt í símann … smá þögn … „Sæll þetta er ég,“ heyrist sagt lágum rómi svona eins og viðkomandi vilji ekki, geti ekki sagt orðin en verður: „Ha, hvað segir þú?“ er sagt. „Ég er á götunni, getur þú hjálpað mér smá?“ Og hugsanirnar fljúga, líkt og maður heyrir fólk segja sem er í lífsháska og lífið þýtur áfram gegnum hugann, allar lognu sögurnar allir þessir hlutir sem búið er að selja, allar andvökunæturnar, allar hörmungarnar sem fjölskyldan hefur mátt þola, ALLT ÞETTA LJÓTASTA SEM VIÐ GETUM HUGSAÐ OKKUR. ÁSKORENDAPENNINN Þórarinn Br. Ingvarsson Skagaströnd Fegurðin fíknin og fallið UMSJÓN palli@feykir.is Kokkurinn á Borginni. MYND ÚR EINKASAFNI Fyrirliði meistaraflokks Tindastóls í körfubolta til fjölda ára náði, eftir langa bið, að landa stórum titli þegar Tindastóll lagði KR í sögulegum úrslitaleik Maltbikarsins þann 13. janúar sl. Í Laugardalshöllinni. Helgi Rafn er sonur Rannveigar Lilju Helgadóttur og Viggós Jónssonar, af árgangi 1983 og fagnar því 35 ára afmæli sínu á árinu. Helgi hefur alla tíð búið á Sauðárkróki en sem gutti fór hann í sveit á sumrin á Úlfsstaði í Blönduhlíð. Helgi Rafn Viggósson er íþróttagarpur Feykis þessa vikuna. Íþróttafélag/félög: -Tindastóll. Helstu íþróttaafrek: -Bikarmeistari í körfubolta 2018. Skemmtilegasta augnablikið: -Það sem auðvitað kemur fyrst upp í hugann er þegar við komum með Bikarinn heim í Síkið núna á dögunum. Stuðningurinn sem við Helgi Rafn Viggósson / körfubolti Stefnir á Íslandsmeistaratitil ( ÍÞRÓTTAGARPURINN ) palli@nyprent.is Helgi Rafn (fyrir miðju) með bikarinn á lofti í Laugardalshöllinni á dögunum. MYND: HJALTI ÁRNA fengum, gleðin og stemmningin er eitthvað sem mun aldrei gleymast. Ég er alltaf stoltur af því að vera úr Skagafirði en þetta var alveg einstakt! Neyðarlegasta atvikið: -Man ekki eftir neinu slíku, enda er best að gleyma bara svoleiðis atvikum. Einhver sérviska eða hjátrú? -Nei ég er nú lítið að pæla í þannig hlutum, reima bara á mig skóna og spila. Uppáhalds íþróttamaður? -Enginn einn sem ég get nefnt. Ég fylgist með mörgum íþróttum og ætli það sé ekki einhver uppáhalds í þeim öllum. Ef þú mættir velja þér and- stæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Væri til í að taka eitt heimsmeistaramót sem línumaður með íslenska lands- liðinu í handabolta, lenda þar á móti Frökkum í hörku úrslitaleik og sigurmarkið sem kæmi á loka andrartökum leiksins væri skorað af línunni. Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Börnin mín. Lífsmottó: -Njóta dagsins Hvað er verið að gera þessa dagana? -Spila körfubolta, njóta samveru með fjölskyldunni, vinna og spila körfubolta. Hvað er framundan? -Stefnum á Íslandsmeistaratitil í körfunni. Svo mun ég eyða sumrinu í sólinni í Drangey. Verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismála- ráðherra Arnar Þór Sævarsson Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttis- málaráðherra, hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóra á Blönduósi, sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að Arnar Þór muni sinna afmörkuðum verkefnum fyrir ráðherra samhliða störfum sveitar- stjóra til vors en komi að fullu til starfa í velferðar- ráðuneytinu í vor. Arnar Þór er annar tveggja að- stoðarmanna Ásmundar en hinn er Sóley Ragnarsdóttir. Arnar Þór er fæddur árið 1971. Maki hans er Gerður Beta Jóhannsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og deildar- stjóri á Landspítala og eiga þau þrjú börn. /FE 04/2018 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.