Feykir


Feykir - 24.01.2018, Page 11

Feykir - 24.01.2018, Page 11
3 msk fljótandi kjötkraftur 1 pk. rifinn piparostur, 85 g ½ l rjómi salt og pipar Aðferð: Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri og olíu. Kryddið með salti og pipar. Setjið vatn og kjötkraft saman við og látið suðuna koma upp. Bætið þá piparosti út í og bræðið ostinn. Setjið svo rjómann saman við og látið suðuna koma upp. Kryddið með salti og pipar. Þykkið með sósuþykkjara ef vill. EFTIRRÉTTUR Heimalagaður (Siggu Lár) ís 3 egg 3 msk sykur ½ l þeyttur rjómi Aðferð: Byrjið á að þeyta rjómann og geyma hann svo í ísskáp. Hrærið síðan egg og sykur mjög vel saman, þangað til það er ljóst og létt. Hér má nota það bragðefni sem ykkur dettur í hug, Toblerone, jarðarber, rommkúlur, Grand Marnier, bláberjasultu, engin takmörk, fer allt eftir ykkar smekk. Blandið svo varlega saman við þeytta rjómann, notið sleif og hrærið varlega saman. Verði ykkur að góðu! Við skorum á matgæðingana og hjónin Sigríði og Skúla á Sólbakka að taka við keflinu. SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Belgur Feykir spyr... Hvað er skemmtilegast við veturinn? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Að hafa það rólegt. Það er gaman að setjast í lazyboy eftir morgunfjós.“ Annika Webert „Ef maður býr í Fljótunum er það klárlega snjórinn og þorrablótið.“ Kristín Sigurrós Einarsdóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Tilvitnun vikunnar Besti undirbúningurinn fyrir morgundaginn er að gera sitt besta í dag. – H. Jackson Brown, Jr. Nautasteik og góður ís á eftir „Við hjónin búum í Þórukoti í Víðidal. Við eigum þrjú börn, Rakel Sunnu, Róbert Mána og Friðbert Dag. Einnig erum við svo heppin að geta haft tengdasoninn Jóhann Braga inn í þessari upptalningu. Hér er hefðbundinn blandaður búskapur með kúm, kvígum- og nautauppeldi, spari fé, hestum og hundinum Oliver. Allur barnaflotinn er fyrir sunnan við nám á veturna og gengur vel. Á meðan er veturinn notaður til að breyta súrheyshlöðu í uppeldishús fyrir nautgripi og lagfæra íbúðarhúsið,“ segja matgæðingar þessarar viku, þau Anna Birna Þorsteinsdóttir og Pétur Þröstur Baldursson. AÐALRÉTTUR 1 Heilgrillað nauta rib-eye 2 kg rib-eye steik 4 msk ólífuolía 1 tsk þurkað óreganó ¼ tsk chiliduft 1 tsk kummin 1 tsk paprikuduft 3 hvítlaksrif, pressuð (ég bæti alltaf vel við) vel af salti og pipar Aðferð: Penslið steikina með olíu. Blandið öllu kryddinu saman og veltið kjötinu upp úr kryddblöndunni. Gott er að láta kjötið standa í a.m.k. eina klukkustund í stofuhita, jafnvel við hliðina á heitum ofninum. Grillið við háan hita í 2 mínútur á öllum hliðum eða þar til fallegar grillrendur eru komnar á kjötið. Færið þá kjötið á kaldari stað á grillinu og eldið áfram í 40 -50 mín. Athugið að best er að nota kjarnhitamæli því steikurnar geta verið misþykkar og einnig hitinn á grillinu. Látið hitann ná 57°C. Þegar kjötið er tilbúð er það tekið af grillinu og látið standa í 15 mínútur áður en það er skorið niður. Ef ykkur langar bara til að nota ofninn þá er best að loka kjötinu (allar hliðar) á sjóðandi heitri pönnu og setja það svo inn í heitan ofninn. Best finnst okkur að hafa lágan hita í lengri tíma, 100 °C í 60 mínútur, jafnvel lengur. Hér gilda samt sömu lög og með grillið, alltaf að nota kjöthitamæli til að sjá þá steikingu sem þú sækist eftir. Sveppasósa með piparosti: 500 g sveppir, sneiddir 1 msk smjör 3 msk ólífuolía ½ dl vatn Pétur og Anna MYNDIR ÚR EINKASAFNI ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Anna og Pétur á Blönduósi „Að kúra undir hlýrri sæng með minni heittelskuðu á meðan hríðin skellur á Reykholti..“ Sigurjón Þórðarson „Skemmtilegast við veturinn er að Dominosdeildin í körfubolta og enska úrvalsdeildin í fótbolta eru komnar á fullt skrið.“ Sigfús Ólafur Guðmundsson > 04/2018 11 Ótrúlegt, en kannski satt.. Þrjár tegundir fugla hafa horfið úr íslenskri varpfuglafánu. Þeir eru: haftyrðillinn sem líklega flúði land vegna hlýnandi veðráttu; keldusvínið sem sennilega flúði vegna framræslu mýrlendis og tilkomu minksins og svo geirfuglinn sem varð útdauður fyrir rúmlega einni og hálfri öld. Ótrúlegt, en kannski satt, þá hafa fuglar, í 90% tilvika, verið sú dýrategund sem dáið hefur út í heiminum. Vísnagátur Sigurðar Varðar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Hann er sagður betri en barn. Bústinn mjög að framan. Liggur hann við línu garn. Leikinn sundur og saman.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.