Feykir


Feykir - 31.01.2018, Qupperneq 1

Feykir - 31.01.2018, Qupperneq 1
05 TBL 31. janúar 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 9 Lee Ann Maginnis á Blönduósi svarar Rabb-a-babbinu Besti ilmurinn er af nýbökuðum súkkulaðikökum BLS. 9-10 Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur í opnuviðtali Gluggar í gömul fræði Ásmundur Einar Daðason er þingmaður vikunnar Mikill áhugamaður um íþróttir Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Þau eru af ýmsum toga verkefnin sem koma á borð lögreglunnar, segir á Facebooksíðu embættisins á Norðurlandi vestra. Á laugardag fékk lögreglan á Norðurlandi vestra tilkynningu þess efnis að haförn hefði verið handsamaður við Miðfjarðará en sá var eitthvað laskaður. Þórarinn Rafnsson, á Staðarbakka í Miðfirði, hafði veitt fuglinum athygli hvar hann átti erfitt með flug, hafði sig á loft en flaug stutt í senn. Fuglinn var skoðaður á mánudagsmorgun og var hann mjög hress og sæmilega haldinn að sögn Kristins H. Skarphéðinssonar, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun. „Það var hins vegar talsvert af grúti í fuglinum sem gæti skýrt hvers vegna hann á erfitt með flug. Örninn var þveginn og þurrkaður og er vistaður hjá okkur á Náttúrufræðistofnun,“ sagði Kristinn í samtali við Feyki. Í kjölfarið var flughæfni hans könnuð með því að sleppa honum á streng og sagði Kristinn að ef ekkert amaði að honum sé ráðgert að hann fari norður aftur með finnandanum, Þórarni á Staðarbakka, sem renndi með hann í bæinn á sunnudaginn. „Samkvæmt mælingum er þetta karlfugl og er ekki vitað hvar hann hefur haldið sig síðan hann var merktur sem ungi sumarið 1993 við Breiðafjörð. Nokkur arnarpör verpa við Húnaflóa og er vitað með vissu að þessi fugl er ekki einn þeirra,“ segir Kristinn. /PF Konungur fuglanna í vandræðum Elsti haförn landsins hand- samaður við Miðfjarðará Grútskítugur en tignarlegur ránfugl í fangi Þórarins á Staðarbakka í Miðfirði. MYND: HÖSKULDUR B. ERLIINGSSON

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.