Feykir


Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 3
Mikil frjósemi í upphafi árs Fjögur lömb í Laxárdal Feykir greindi frá því í síðustu viku að tvö hrútlömb hefðu komið í heiminn á Ytri- Hofdölum í Skagafirði á bóndadag og eitt til á Óslandi í Skagafirði degi síðar. Var það hrútur sem fékk að sjálfsögðu nafnið Þorri. Þetta verður að teljast nokkuð snemmbúinn sauðburður en samt sem áður hafa nú borist fregnir af einni á til hér á svæðinu sem skaut þeim báðum ref fyrir rass og bar fjórum lömbum þann 13. janúar. Ærin sú heitir Gola og er í eigu Jónu Guðrúnar Ármanns- Sérfræðikomur í febrúar 2018 www.hsn.is 2. FEBRÚAR Bjarki Karlsson nokkrir tímar lausir 12. OG 13. FEBRÚAR Sigurður M. Albertsson alm. skurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4022. FISK Seafood Drangey í fyrsta prufutúrnum Eftir prófanir á búnaði millidekks og lestar í Drangey SK 2 sl. föstudag voru kör sett í lestar skipsins og undirbúið fyrir brottför í prufutúr sem lagt var upp í sl. laugardag. Á fésbókarsíðu Fisk Seafood segir að auk áhafnarinnar séu um borð starfsmenn frá Skaginn 3X en í túrnum verður búnaður skipsins prufukeyrður. Þegar Feykir hafði samband við Snorra Snorrasonar, skip- stjóra, sl. sunnudag hafði allt gengið vel það sem af var túrn- um en skipið hefur verið að toga úti fyrir Norðurlandi. /PF www.skagafjordur.is Álagningu fasteigna- gjalda 2018 lokið Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum „Mínar síður“. Álagningarseðlar eru sendir á pappírsformi til þeirra greiðenda sem þess óskuðu. Greiðslu- seðlar vegna fasteignagjaldanna birtast í öllum heimabönkum og verða sendir þeim sem óskað hafa eftir að fá þá heimsenda. Við álagningu nú í janúar er reiknaður afsláttur á fasteignaskatt til bráðabirgða hjá elli- og örorkulífeyrisþegum og miðað er við tekjur ársins 2016. Þegar álagning 2018 vegna tekna ársins 2017 liggur fyrir í júlí/ágúst n.k. verður afslátturinn endanlega reiknaður og getur það leitt til inneignar eða skuldar eftir því sem við á. Allar breytingar verða þá kynntar bréflega hverjum og einum. Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um þennan afslátt. Nánari upplýsingar um álagninguna og innheimtu eru veittar á heimasíðu sveitarfélagsins, í síma 455 6000 eða í innheimta@skagafjordur.is Verið að undirbúa skipið fyrir fyrsta túr. MYND: PF dóttur og Jóhanns Ragnarssonar, bænda í Laxárdal 3 í Hrútafirði. Að sögn Jónu Guðrúnar er Gola sjálf fjórlembingur af Þokukyni, fædd árið 2014 og er því að bera í fjórða sinn. Það er óhætt að segja að Gola hafi verið frjósöm um dagana en sem gemlingur var hún þrílembd, tvílembd sem tvævetla og í fyrravor var hún þrílembd en lömbunum lét hún í það skiptið í lok mars. Það er víst engum blöðum um það að fletta að Gola hefur hitt einhvern sætan hrút í lok ágúst og þetta er útkoman. Lömbin fjögur eru tveir hrútar og tvær gimbrar sem fengu heitin Janus, Hrafntinna, Prinsessa og Perla. /FE Heimasætan Jóhanna Guðrún með einn fjórlembinganna. MYND: JÓNA GUÐRÚN ÁRMANNSDÓTTIR 05/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.