Feykir


Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 6
löngu seinna að ég hef fóbíu fyrir vængjaþyt og tengi hana við þessa hræðilegu lífsreynslu.“ Man ekki eftir plássleysi Faðir Rósu dó árið 1981 og nokkrum árum síðar seldi móðir hennar húsið þeirra og flutti á Sauðárkrók. Rósa og systkini hennar keyptu það svo aftur nokkru síðar og eiga þau þar notalegt athvarf. Rósa segir að margir sem koma til hennar þar velti því fyrir sér hvort ekki hafi verið þröngt á þingi hjá Rósa er fædd og uppalin í Páluhúsi á Hofsósi, yngst níu systkina, sem komu í heiminn á 17 árum, dóttir hjónanna Þorsteins Hjálmarssonar, sím- stöðvarstjóra á Hofsósi, og Pálu Pálsdóttur, kennara. Að auki var faðir hennar oddviti og móðir hennar organisti og kórstjóri en einnig sinntu þau fjölmörgum öðrum félagsstörfum og tóku m.a. mikinn þátt í starfi Leik- félags Hofsóss sem setti upp ófáar sýningar á þessum árum. „Ég man ekkert sérstaklega margt frá því að ég var lítil,“ segir Rósa. „Fyrsta minningin er líklega frá því ég grenjaði mig inn í Effuskóla. Það var þannig að Effa, sem bjó rétt hjá okkur, tók börn til sín og kenndi þeim að lesa þegar þau voru fimm ára og þegar Snorri bróðir, sem var tveimur árum eldri en ég, átti að fara í Effuskóla grenjaði ég þar til ég fékk að fara með. Svo ég man bara ekkert eftir mér öðruvísi en ég kynni að lesa,“ segir Rósa. „Ég veit samt ekki af hverju þetta minnisleysi stafar, kannski er það bara vegna þess að ég hef alltaf haft um nóg annað að hugsa, frekar en það tengist einhverjum sálrænum áföllum,“ bætir Rósa glettin við og rifjar svo upp atburð úr bernskunni sem sannarlega megi þó flokka undir sálrænt áfall. „Það var þannig að Sig- mundur, nágranni okkar og maður Effu, sá um að slátra hönunum fyrir mömmu en hún var alltaf með hænur sem unguðu svo út og hönunum var alltaf slátrað. Þetta þótti okkur krökkunum ægilega spennandi og ég man eftir okkur, mér og Snorra bróður ásamt Þórdísi [Friðbjörnsdóttur], vinkonu okkar, þar sem við lágum á gægjum við hænsnakofann þegar hausarnir voru höggnir af. Svo erum við þarna við húshornið þegar einn haninn kemur fljúgandi hauslaus í átt til okkar og ég varð svo óstjórnlega hrædd að ég hljóp grenjandi niður bakkana og út eftir allri fjöru,“ segir Rósa sem fannst ekki fyrr en hún kom röltandi upp sneiðinginn neðan úr stað. „Ég uppgötvaði það svo löngu, VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hefur starfað þar um rúmlega tuttugu ára skeið. Í síðustu viku hélt Rósa fyrirlestur á Hólum um skagfirska kvæðamenn en hún hefur meðal margs annars fengist við rannsóknir á íslenskum rímnakveðskap. Blaðamaður tók hús á Rósu og Guðna manni hennar meðan hún dvaldi í Skagafirðinum og spjallaði við hana um uppvaxtarárin á Hofsósi og hvernig leiðin lá á vit þjóðsagna og ævintýra hjá Árnastofnun. Rósa í stelpnaherberginu í Páluhúsi á Hofsósi. Teppið saumaði Anna Pála systir hennar. MYND: FE Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur Gluggar í gömul fræði Rósa og Guðni ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Með á myndinni eru Vanda, systurdóttir Rósu, og hennar fjölskylda. Myndin er tekin árið 2013. svo stórri fjölskyldu en auk alls barnahópsins bjó afi Rósu hjá þeim. Á heimilinu var líka mjög gestkvæmt, sérstaklega yfir sumartímann en Rósa segist ekki hafa upplifað nein þrengsli. „Það var einvern veginn ekk- ert atriði að maður ætti sitt herbergi, þannig að ég svaf í rimlarúmi þangað til ég var sjö ára inni hjá pabba og mömmu,“ segir Rósa og hlær dátt og rifjar upp að stundum hafi þau Snorri bróðir hennar bara búið um sig í einhverju skoti uppi á lofti en hún fékk ekki sitt eigið herbergi fyrr en afi hennar dó. „En eftir að afi dó þá vorum við Snorri oft bara ein uppi á lofti, allir voru farnir, og við gátum bara lagt undir okkur allt loftið. Þá var oft mikill búskapur á loftinu, heilu borgirnar og bílavegirnir. Þannig að það var alveg nóg pláss þarna þó að þetta væri svona stór fjölskylda. Fólk segir oft, „vá hvernig komust þið öll fyrir hérna?“ en það var aldrei neitt vandamál.“ Eftir hefðbundið barna- og unglingaskólanám á Hofsósi fór Rósa í landspróf á Sauðárkróki þar sem hún bjó hjá Önnu Pálu, systur sinni. „Svo ætlaði ég bara að hugsa mig um í eitt ár meðan ég væri að ákveða hvort ég vildi fara í MA eða fara suður. Kannski var eitthvert peningaleysi í spilinu líka, ég veit það ekki alveg. Svona í endurminningunni finnst mér að pabbi og mamma hafi hvatt mig til að bíða í eitt ár og sjá til af því að á hvorugum staðnum var nokkur sem ég hefði getað búið hjá. Nú svo kom Guðni bara inn í spilið og þetta varð ekki eitt ár, heldur tólf, og þrjú börn.“ Guðna Sigurði Óskarssyni, eiginmanni sínum kynntist Rósa þegar hún var í landsprófi en hann var þá kennari í Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki og kenndi henni landafræði. „Kannski var ein- hver neisti farinn að kvikna þá strax,“ segir Rósa „en það var ekki fyrr en líklega ári seinna sem við fórum að vera saman.“ Guðni tók svo við kennarastarfi 6 05/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.