Feykir


Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 8
 - Heilir og sælir lesendur góðir. Einhver drungi virðist yfir undirrituðum við upphaf þessa þáttar eftir fyrstu vísu hans að dæma. Minnir að Sigurbjörn á Fótaskinni sé höfundur hennar. Líf mitt þreytir byrði böls brags er þögull strengur, hvorki víf né áhrif öls andann vekja lengur. Gott er þá að hressa sig með þessari björtu von Gissurar Jónssonar frá Valadal. Mátt þó beygi og minnki skjól myrkur ei skal hýsa. Vonin eygir sumarsól sigurveginn vísa. Trúlega hefur Gissur verið staddur í góðum hópi ferðafélaga þegar þessi vísa varð til. Stundin er af gleði gerð gæðin bestu nýti. Þegar með er full á ferð flaska af Ákavíti. Það er sá snjalli Bjarni frá Gröf sem gerir svo fallega ástarjátningu: Það er víst ég skal þér unna þú hefur göfgað mína ævi. Þó ég hefði þúsund munna þér ég alla kossa gæfi. Óþarflega svartsýnn hefur þessi góði félagi og gleðimaður verið er hann varð fertugur eftir næstu vísum hans að dæma. Nú er minni æsku eytt ástar þrýtur lindin, er að verða ekki neitt eftir, nema syndin. Styttist leiðin, fjölgar för feigðar nálgast ljárinn. Hef ég fyrir fótaskör fjörutíu árin. Allt í einu flýgur í hausinn þessi vel gerða vísa Björns S. Blöndals: Sína galla er sýndi flest sárt var kalli að vaka. Mig hefur allan yngt og hresst ómþýð falleg staka. Stórkostleg finnst mér þessi hringhenda Björns og minnist ég varla eftir að hafa séð orðum raðað svo undarlega saman í vísu. Veitir yndi, elur frið örvar lyndið veika, rétt hugmynd er reyrist við rímsins yndisleika. Annar Björn, einnig af húnvetnskum rótum, Björn Leví Gestsson, flýgur í hugann en sá var snillingur í lausavísnagerð. Reyndar skil ég ekki allar kemnningar í þessari vel gerðu vísu: Þó reynslan þrengi mjög að mér Vísnaþáttur 705 og muni renging flíki, hjartað lengi heldur þér í hreinu engils líki. Önnur vísa rifjast upp sem ég held að sé eftir Björn. Heppilegt í því nútíma rexi sem heltekur flesta fjölmiðla um samskipti konu og karls. Ekki þjál er andans þrá eftir hálum gæðum, kærleiksbál að kynda á kvenna sálarhæðum. Léttara hjal skal tekið upp og leitað til hins snjalla vísnasmiðs og bónda, Gísla Jónssonar í Saurbæ í Vatnsdal. Er hann þar að þakka fyrir veðurblíðu á þorra. Veðrið mótast enn af yl allir hljóta að finna. Þorra blóta þarf ei til þeirra að njóta kynna. Skáldið Gísli Ólafsson mun vera höfundur að þessari hringhendu: Yfir harma sollinn sjá sé ég bjarma af vonum, meðan varmann finn ég frá fyrstu armlögonum. Önnur vísa kemur hér eftir Gísla: Sit ég einn og segi fátt sviptur návist þinni. Heyri samt þinn hjartaslátt heim úr fjarlægðinni. Einhver lifuð sárindi mun Guðmann S. Halldórsson vera að rifja upp í næstu vísu. Engu að treysta, allt mér brást ein þú veist hið sanna. Sundur leysti okkar ást eldur freistinganna. Það er Helgi R. Einarsson sem lýsir svo ástarmálum samferðamanns. Eyjólfur Elínu dáði elskaði, dýrkaði og þráði. Samt hætti hann því þriðja bekk í þegar í aðra hann náði. Næsta vísa mun vera eftir skáldið Pál Ólafsson, birtist hún í bréfi til góðs vinar. Dagana drep ég svo flesta að drekk ég mitt brennivín, hugsa um vísur og hesta og hugsa á milli til þín. Gott að enda þá með vísu sem ég lærði nýlega og inniheldur mikinn sannleika. Höfundur Hreinn Guðvarðarson. Það mun ungum allra best að öðlast visku stærri. Og þeir sem eiga minnst og mest mættu vera færri. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is 30 ára 8 05/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.