Feykir


Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 10
Bók-haldarinn okkar að þessu sinni er Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, eða Silla í Dalsmynni, sem er deildar- stjóri í Grunnskólanum austan Vatna. Það er óhætt að segja að Silla hafi tals- verða tengingu við lestur en hún hefur unnið mikið með læsi í skólum og stýrði meðal annars vinnu við Lestrar- stefnu Skagafjarðar sem út kom síðastliðið haust. Hún segist hafa gaman af ævi- sögum og ýmiss konar uppflettiritum og fræði- bókum en íslenskar skáld- sögur séu þó það sem hún les mest af. Hvaða bækur voru í uppáhaldi hjá þér þegar þú varst barn? -Pési grallaraspói og Mangi vinur hans eftir Ole Lund Kirkegaard var í miklu uppá- haldi hjá mér þegar ég var barn ásamt Baldintátubók- unum eftir Enid Blyton. Svo má auðvitað ekki gleyma Salómon svarta sem var lesinn aftur á bak og áfram. Það er ein bók sem er mér sérstaklega minnistæð frá barnæskunni og sennilega vegna þess að mér fannst ég vera að lesa „alvöru“ bók, en það var bókin Marína eftir Jón Thorarensen. Hver er uppáhaldsbókin af þeim sem þú hefur lesið gegn- um tíðina? -Uppáhaldsbókin mín er án efa Jóladraumur eftir Charles Dickens, algjör klassík. Hver er þinn uppáhaldsrit- höfundur og hvers vegna? -Þetta er erfið spurning. Það koma nokkur nöfn upp í hugann, t.d. Vigdís Gríms- dóttir, Bragi Ólafsson, Jón Kalman Stefánsson og Guð- mundur Andri Thorsson. Þetta eru svona þeir höfundar sem ég hef leitað svolítið í, en ég get ekki sagt að einhver einn þeirra sé meira uppáhalds en annar. Hvaða bækur eru á náttborð- inu hjá þér þessa dagana? -Náttborðsstaflinn litast tölu- vert af áhugamálunum. Núna er ég að lesa bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö en auk hennar eru Garðrækt í sátt við umhverfið og Fjall- vegahlaup á náttborðinu hjá mér. Ertu fastagestur á einhverju bókasafni? -Því miður hef ég ekki verið dugleg að nota bókasöfn. Sennilega stafar það af því að ég á svo mikið af ólesnum bókum hér heima. Silla með bók og tóman kaffibolla. MYND ÚR EINKASAFNI ( BÓK-HALDIÐ ) frida@feykir.is Myndin af Grýlu í Vísnabókinni minnisstæð Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir í Dalsmynni / kennari Þegar ég fer á bókasafn þá verður bóksafn skólans sem ég starfa við helst fyrir valinu. Áttu þér uppáhaldsbókabúð? -Ég á mér enga uppáhaldsbúð, en ég kem nú oftast við í Pennanum þegar ég á leið til Akureyrar og síðan reyni ég að fara árlega á Bókamarkaðinn. Hvað áttu margar bækur í bókahillunum heima hjá þér? -Miðað við að ég hef ekki komist yfir að lesa þær allar þá eru þær sennilega alltof margar. Eftir grófa útreikninga myndi ég giska á að þær væru á bilinu fimm til sexhundruð og þá tel ég barnabækurnar að sjálf- sögðu með. Hvað kaupirðu eða eignast að jafnaði margar nýjar bækur yfir árið? -Líklega eignast ég á bilinu 3-6 bækur á ári. Hins vegar kaupi ég mun fleiri til að gefa öðrum. Eru ákveðnir höfundar/bækur sem þú færð „alltaf“ í jólagjöf? -Ég hef ekki verið í jólagjafa- áskrift að bókum nema að þeim árum undanskildum þegar Jón Kalman Stefánsson og Vigdís Grímsdóttir gáfu út þríleikana sína. Hefur einhver bók sérstakt gildi fyrir þig? -Sú bók sem fyrst kemur upp í hugann er Vísna- bókin en hún var til á mínu æskuheimili og var mikið lesin. Ég keypti hana að sjálfsögðu handa mínum börnum og ef ég man rétt var eldri dóttir mín tveggja mánaða þegar ég keypti bókina og byrjaði að raula og lesa vísurnar fyrir hana. Mynd- irnar í bókinni eru svo greiptar í minnið og þá sérstaklega myndin af Grýlu sem mér fannst mjög ógnvekjandi þegar ég var barn. Ég gerði alltaf ráð fyrir því að systkini mín hefðu borið jafn óttablandna virðingu fyrir Grýlu og ég. Þess vegna tók ég mig til fyrir nokkrum árum og saumaði bútasaums- mynd af Grýlu í dúka ásamt broti úr vísunni Grýla reið með garði og gaf systkinum mínum í jólagjöf. Dúkarnir vöktu að sjálfsögðu mikla lukku. Hefur þú heimsótt staði sem tengjast bókum eða rithöf- undum þegar þú ferðast um landið eða erlendis? -Ég hef ekki gert mikið af því en hins vegar finnst mér mjög skemmti- legt að lesa sögur sem gerast á svæðum þar sem ég hef komið og þekki jafnvel til staðhátta. Ein slík tenging átti sér stað þegar ég las Sendiherrann eftir Braga Ólafsson en þegar ég las þá bók þá hafði ég nýlega farið með kvenfélagi Hólahrepps í ferð til Vilnius í Litháen og kannaðist því að einhverju leyti við þá staðhætti sem Bragi lýsir í bókinni. Skemmtileg tilviljun að bókin skyldi koma út sama ár og ég fór til Vilnius. Ef þú ættir að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um bók, hvaða bók yrði þá fyrir valinu? -Ef ég myndi vilja koma ein- hverjum til að hlæja myndi ég gefa viðkomandi Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson. Ég mæli líka með henni fyrir þá sem hafa ekki lesið lengi og halda að þeir hafi ekkert gaman af bóklestri. Börnum myndi ég gefa bækurnar Dimmalimm og Helgi skoðar heiminn. Telur þú að fjölmiðlar, Face- book og aðrir samfélags- miðlar, hafi áhrif á skoðanir og gjörðir þingmanna? -Oft er sagt að stjórnmálamenn eigi ekki að láta svona lagað hafa áhrif á sig og flestir vinna eftir því. Það er hins vegar svo með mannlegt eðli að allt í umhverfi okkar hefur áhrif og mótar okkar skoðanir. Auðvitað eru fjölmiðlar, face- book o.fl. ekki undanskilið hvað það snertir. Hvaða verkefni bíður helst íbúa Norðvesturkjördæmis að þínu mati? -Uppbygging innviða á sviði samgangna, fjarskipta o.fl. Við þurfum að auka byggðajafnrétti á öllum sviðum og í því sambandi að stíga skref í þá átt að taka upp norska byggðastefnu þar sem ýmsum fjárhagslegum hvötum er beitt. Ríkisvaldið þarf að standa með atvinnu- uppbyggingu á landsbyggð- inni og vinna með sveitar- stjórnum þegar kemur að þeim málum. Hvaða málefni telur þú að brenni helst á íbúum Norðurlands vestra? -Stjórn- völd þurfa að standa með grunnatvinnugreinum svæð- isins, landbúnaði og sjávar- útvegi, og hvetja til sóknar og nýsköpunar. Stjórnvöld þurfa að standa við bakið á sveitar- félögunum á svæðinu varðandi það að nýta orku úr héraði til atvinnuuppbyggingar. Ferða- þjónustan er líka í sókn og þar er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að samgöngur bæði á landi og lofti séu tryggar. Samstaðan sem hefur verið að myndast milli sveitarstjórna um helstu áherslur er mikil- væg til að ná árangri og á þeim grunni getum við saman komið góðum málum áfram. Hvaða áhugamál áttu fyrir utan pólitíkina? -Ég er mikill áhugamaður um íþróttir og fer á mjög marga körfuboltaleiki og hef gaman af. Jafnframt hef ég gaman af því að veiða og ferðast. Hver er uppáhalds tónlistar- maðurinn? -Villi Vill (Vil- hjálmur Vilhjálmsson). Hver er uppáhalds kvik- myndin? -Af íslenskum myndum þá er það klárlega Dalalíf en enginn sérstök erlend mynd í uppáhaldi. Finnst alltaf gaman að horfa á Beverly Hills Cop eða Die Hard myndirnar. Hvert er uppáhalds íþrótta- félagið? -Skallagrímur í Borgarnesi og Swansea í enska boltanum. Ein góð saga í lokin: -Þær eru margar góðar en læt þær bíða næsta opna fundar á svæðinu. Ásmundur með dæturnar þrjár. 10 05/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.