Feykir


Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 11
RÉTTUR 3 Eplakaka 1 bolli sykur – má vera púðursykur 1 bolli hveiti 4 egg 2 stór epli eða 4-6 lítil kanilsykur Aðferð: Þetta er þeytt deig, þ.e. egg og sykur eru þeytt saman og þurrefnum bætt varlega út í. Eplin eru skorin í báta og raðað ofan í deigið, kanil stráð yfir. Bakað við 200°C í 30-40 mínútur, fer eftir stærð formsins. Verði ykkur að góðu! Við skorum á mægðurnar síbros- andi og hressu, Helgu Rósu og Arndísi Lilju. SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Ör. Feykir spyr... Hver er versti matur sem þú hefur nokkurn tímann smakkað? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Úff, erfið spurning. Ég held að það séu bara svið sem ég fékk þegar ég var 9 ára. Mig minnir samt að flestum öðrum hafi fundist þau góð. Kannski var ég bara of ungur til að geta borðað þau. “ Hákon Ingi Rafnsson „Ætli það sé ekki súr lifrarpylsa sem ég fékk mér stóran bita af eitt sinn á þorrablóti. Alla jafna finnst mér lifrarpylsa góð og átti því von á gómsætum bita en þetta var allt annað bragð en ég átti von á. Bitinn fékk að fara með servíettunni sem ég þerraði mér um munninn með.“ Berglind Þorsteinsdóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Tilvitnun vikunnar Sannasta mótspyrnan gegn dauðanum er að eignast minningar sem seinna geta strokið gætilega yfir sár lífsins.. – Jón Kalman Stefánsson Einfalt og gott í saumaklúbbinn eða afmælið Sigrún Heiða Seastrand og Eðvarð Þór Gíslason á Sauðárkróki koma hvort úr sinni áttinni, Sigrún er úr Fitjárdal í Miðfirði og hefur búið í Skagafirði í 17 ár en Eðvarð er Hafnfirðingur og flutti hann norður í apríl. Þau eiga von á sínu fyrsta barni saman á næstu dögum en fyrir eiga þau fjögur börn hvort. „Matgæðingar erum við miklir og erum mikið að gera alls konar tilraunir í eldhúsinu og fáum við hiklaust mat frá krökkunum hvort þetta eigi að vera aftur í matinn eða ekki,“ segja Sigrún og Eðvarð sem ætla að gefa okkur þrjár spennandi uppskriftir sem þau segja að séu einfaldar og góðar í sauma- klúbbinn, afmælið eða hvað sem er. RÉTTUR 1 Vefjur með kjúklingi og ostablöndu 250 g rjómaostur ½ bolli Buffalo wings sósa ¼ bolli rifinn gráðaostur 1 bolli rifinn cheddarostur 2 msk sýrður rjómi 3 vorlaukar, saxaðir 4 tortillur Aðferð: Öllu blandað saman í skál og hrært vel, smurt á tortillurnar og rúllað upp. Geymt aðeins, jafnvel yfir nótt, og látið jafna sig. Skorið í sneiðar og þær eru tilbúnar í partýið. RÉTTUR 2 Beikonpylsur 1 pakki smápylsur, t.d. frá SS sama magn í þyngd af beikoni 1 bolli púðursykur Aðferð: Takið beikonið og klippið hverja sneið í tvennt. Vefjið hálfri sneið utan um hverja pylsu og festið með tannstöngli. Raðið þessu á plötu og þegar allt er tilbúið er púðursykrinum jafnað yfir og látið standa í u.þ.b. hálftíma, gott að sykurinn bráðni örlítið, má þess vegna vera aðeins lengur. Þá er þetta sett inn í ofn á 180° í u.þ.b. 15 mínútur. Sigrún Heiða og Eðvarð. MYND ÚR EINKASAFNI ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Sigrún Heiða og Eðvarð á Sauðárkróki „Eitthvert fiskmeti sem ég kann ekki deili á og smakkaði erlendis. Oj.“ Margeir Friðriksson „Versti matur sem ég hef smakkað eru fiskibollur í dós í bleikri sósu. Man að ég ældi þegar ég smakkaði þær fyrst þegar ég var 7 ára. “ Hafdís Gunnarsdóttir 05/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Í lok árs 2016 voru konur 25,9% stjórnarmanna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá á Íslandi. Ótrúlegt, en kannski satt, þá stjórna konur fjármálum heimila og greiða reikningana í 75% tilvika í Bandaríkjunum. Vísnagátur Sigurðar Varðar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Kemur eftir svöðusár. Sést hún lögð á strengi. Matarlaus og fata fár. Fljótt hann skammar drengi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.