Feykir


Feykir - 07.02.2018, Síða 1

Feykir - 07.02.2018, Síða 1
06 TBL 7. febrúar 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 9 Haukur Ásgeirsson á Blönduósi svarar Tón-lystinni Beethoven og Bach eru smá saman að ná tökum á mér BLS. 10 100 ár frá Frostavetrinum mikla Hörkugaddur, norðan stórviðri, fannkoma og hafís Pálína Fanney Skúladóttir er með ýmislegt á prjónunum Hvetur alla til að prófa víkinga- klæðnað Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í gær, þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta mun vera í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undan- förnum árum haldið upp á dag leik- skólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið enda er tilgangur Dags leikskólans að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskóla- kennara. Af þessu tilefni mættu börnin á eldra stigi Ársala á Sauðárkróki í Skagfirð- ingabúð og sungu fyrir viðstadda. Í Barnabæ á Blönduósi var foreldrum Dagur leikskólans í gær Eldra stig Ársala söng í Skagfirðingabúð Það var margt um manninn í Skagfirðingabúð í gær þegar stór hópur leikskólabarna söng fyrir viðstadda, sem voru fjölmargir. MYND: PF boðið í morgunmat og á Barnabóli á Skagaströnd var opið hús og gátu gestir kynnt sér starfið sem þar er innt af hendi. Í Ásgarði í Húnaþingi vestra höfðu allir það notalegt í tilefni dags- ins, sungu saman, fóru með vísur og nutu góðra veitinga í sameiginlegri samverustund. /PF Eyþór Franzson maður ársins Austur-Húnavatnssýsla Eyþór Franzson Wechner, organisti Blönduóskirkju og píanókennari við Tónlistar- skóla Austur-Húnavatnssýslu var kosinn maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2017 af lesendum Húnahornsins. Í umfjöllun huna.is segir að Eyþór þyki einstaklega hæfileikaríkur organ- isti og tónlistarflutningur hans hafi vakið aðdáun allra Húnvetninga sem á hann hafi hlustað. Átti hann stóran þátt í sigurgöngu Karlakórs Bólstaðarhlíðar- hrepps í keppninni um kóra Íslands á síðasta ári. Sú hefð hefur skapast að tilkynnt er um niðurstöðuna í valinu á Blöndublóti, þorra- blóti Blönduósinga. Það var haldið síðastliðið laugardagskvöld og tók Eyþór þar við viðurkenningarskildi og gjöf frá Húnahorninu. /FE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.