Feykir


Feykir - 07.02.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 07.02.2018, Blaðsíða 2
Alveg er það merkilegt hvað tíminn er afstætt fyrirbrigði. Þegar ég lít til baka yfir þetta eina ár sem ég hef unnið á Feyki finnst mér það vera eins og gerst hafi í gær að ég hóf hér störf. Þann sama dag var ég reyndar minnt illþyrmilega á það hve tíminn líður hratt þegar ég komst að því að elsti nem- andinn minn úr grunnskóla var orðinn 50 ára, og ég bara rétt nýskriðin upp úr grunnskóla sjálf! Ég ætti auðvitað ekkert að vera að tala um þetta, þá hugsa að sjálfsögðu allir með sér að ég sé bara orðin fjörgamalt skar. Ég ætla því að leyfa mér að benda á það að ég var sjálf lítið eldri en elstu nemendurnir þegar ég byrjaði að kenna og upplifði reyndar oft að vera ruglað saman við nemendur mína. Það var reyndar oft dálítið merkileg lífsreynsla, ef satt skal segja, og margoft upplifði ég það, þegar ég var á ferðalögum með elstu nemendunum, að framkoma fólks gagnvart mér, t.d. starfsfólks á veitingastöðum og sjoppum sem heimsóttar voru í ferðunum, snarbreyttist þegar ég kynnti mig sem fararstjóra hópsins. Kuldalegt og fráhrindandi viðmót varð í einni svipan hið elskulegasta við það eitt að ég breyttist úr nemanda í kennara. Það er nákvæmlega ekkert sanngjarnt við það og sýnir vel að unga fólkinu okkar er ekki alltaf sýnd sú virðing sem það á skilið. En ég ætlaði alls ekkert að fara að tala um þetta. Ég ætlaði að skrifa um afstæði tímans. Ég sagði hér fyrr að síðasta ár hefði liðið eins og hendi væri veifað. Það sama er ekki hægt að segja um síðasta mánuð, ég held svei mér þá að hann hafi verið eins langur og allt síðasta ár, allavega í vitund minni. Ég veit ekki af hverju það stafar, kannski er það í eðli janúar- mánaðar að virka lengri en aðrir, flestir hafa fengið nóg af skammdeginu, jólin eru búin og langt til páska, þrátt fyrir að þorrablótin stytti mönnum stundirnar. Og ekki hjálpar veðurfarið til, endalaust garg og umhleypingar. En þá er nú reyndar afskaplega gott fyrir mann að hugsa svona hundrað ár aftur í tímann, ekki það að ég sé til frásagnar um það, og þakka fyrir að þurfa ekki að fara milli Hofsóss og Sauðárkróks á ís eins og austanvatnamenn þurftu að gera frostaveturinn mikla og sagt er frá í Feyki í dag. Ekki þarf ég heldur að hafa áhyggjur af því að húfan frjósi föst við höfuðið á mér eins og húfa bóndans á Þrastarstöðum þar sem það er nú ekki einu sinni það kalt að ég þurfi að setja upp húfu. Og ansi er ég nú hrædd um að langt hefði verið gengið á jafnaðargeðið hjá þeim sem þótti nóg um að vera 100 mínútur úr Hafnarfirði í Hlíðarhverfi í morgunsárið eins og sagt var frá á vísi.is í gær við að vera viku í ferðum frá Málmey á Skagafirði og heim aftur. Já, ætli það sé yfirhöfuð nokkur ástæða til að kvarta, ég tala nú ekki um þegar janúar er líka yfirstaðinn. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Stutt ár með löngum janúar Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Alls bárust um 443 tonn að landi á Skagaströnd í síðustu viku og munaði þar mest um tonnin 404 sem Arnar HU 1 færði til hafnar. Á Sauðárkróki lönduðu eyjarnar tvær, Málmey og Drangey, rúmum 222 tonnum en Drangeyjan fór í sinn fyrsta prufutúr í vikunni. Á Hofsósi var landað tæpum átta tonnum og tæplega tveimur á Hvammstanga. Alls bárust því 674.858 kíló að landi á Norðurlandi vestra í vikunni sem leið. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 28. janúar – 3. febrúar 2018 Arnar landaði 404 tonnum SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 1.986 Alls á Hvammstanga 1.986 SKAGASTRÖND Arnar HU 1 Botnvarpa 404.127 Auður HU 94 Landbeitt lína 4.124 Fengsæll HU 56 Landbeitt lína 1.163 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 19.387 Hafdís HU 85 Landbeitt lína 441 Onni HU 36 Dragnót 8.959 Ólafur MagnússonHU 54 Þorskfiskinet 558 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 4.206 Alls á Skagaströnd 442.965 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 26.548 Málmey SK 1 Botnvarpa 195.602 Alls á Sauðárkróki 222.150 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 1.718 Onni HU 36 Dragnót 6.039 Iðnaðarhúsið að Borgarflöt 17–19 risið Framkvæmdir á þorra Í síðustu viku var grind hússins við Borgarflöt 17-19 á Sauðárkróki reist en þar byggir félagið ÞERS Eignir ehf, iðnaðar- og geymsluhúsnæði. Húsið skiptist í 12 bil sem eru 68fm hvert um sig með fimm metra vegghæð. Eignir ehf, er í eigu tveggja para, Ragnars Helgasonar, Erlu Hrundar Þórarinsdóttur, Þrastar Magnússonar og Sigríðar Kristínar Björnsdóttur. Að sögn Þrastar var mikill áhugi fyrir þessu verkefni og fengu þeir Ragnar ótal fyrirspurnir í upphafi og því gekk vel að selja þau bil sem í boði voru. Segir hann greinilega vöntun eftir svona húsnæði á Sauðárkróki. Áætluð afhending til eigenda verður um 15. apríl nk. Er eitthvað við húsið eða bygginguna sem er frábrugðið öðrum húsum? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Það er ekkert verið að finna upp hjólið, en það eru auðvitað ýmis útfærsluatriði og hönnun sem við lögðum upp með, svona praktísk atriði. En þetta er í raun og veru bara iðnaðar- og geymsluhúsnæði sem við byggjum og getur svo hver og einn aðlagað sitt bil að sínum þörfum og rekstri,“ segir Þröstur sem finnur fyrir miklum áhuga á þessari framkvæmd. „Það hafa margir gefið sig á tal við okkur til að hrósa okkur fyrir framkvæmdina og hvernig er staðið að öllu. Verkefnið byrjaði þannig að ég hef verið síðustu ár að sinna smá áhugamáli tengt prentun, skiltum og merkingum. Þetta áhugamál fór að stækka og varð eftirspurnin mikil, þegar bíl- skúrinn minn var orðinn allt of lítill, eða of mikið af dóti í honum, fór ég að velta fyrir mér hvað ég gæti gert. Nokkuð ljóst var að ekkert iðnaðarhúsnæði var í boði, og þegar við fórum að horfa í kringum okkur, þá kom í ljós að mörg fyrirtæki og einstaklingar voru í nákvæmlega sömu stöðu og ég, semsagt vantar iðnaðar- eða geymslu- húsnæði undir starfssemi eða áhugamál. Við ákváðum því að taka þetta verkefni á okkur að reisa slíkt hús, og koma þannig á móts við þessa eftirspurn og aðstoða þannig smærri fyrir- tæki og einstaklinga að koma sér upp aðstöðu,“ segir Þröstur og bætir við að móttökurnar hafi verið góðar hjá öllum sem að verkefninu koma. „Við höfum verið ótrúlega heppin með alla aðila, við erum með framúrskarandi iðnaðarmenn og fagfólk hér á svæðinu sem taka brosandi á móti okkur og leggja sig alla fram við að gera verkefnið að veruleika. /PF Húsið risið og bíður þess að verða klætt að utan og þakið neglt á. MYNDIR: ÓAB Nýja húsið baðað ljósum í morgunmyrkri janúarmánaðar. 2 06/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.