Feykir


Feykir - 07.02.2018, Page 5

Feykir - 07.02.2018, Page 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is HM unglinga í Alpagreinum María Finnbogadóttir meðal þátttakenda María Finnbogadóttir, frá skíðadeild Tindastóls var þátttakandi á HM unglinga í Alpagreinum sem fram fór í síðustu viku í Davos í Sviss. Þriðjudaginn 30. janúar keppti hún í stórsvigi kvenna þar sem hún stóð sig með ágætum og hafnaði í 56. sæti af 102 keppendum. Daginn eftir keppti María svo í svigi en þar átti hún það sameiginlegt með fjölda annarra þátttakenda að ljúka ekki fyrri ferð. Alls kepptu átta Íslendingar á mótinu. /FE Fimmta liðið sem kynnt er í Meistaradeild KS er lið Íbess þar sem Jóhann B. Magnússon á Bessastöðum í Húnaþingi er liðsstjóri sem fyrr. Með honum eru hörku liðsmenn, m.a. bróðir hans Magnús Bragi Magnússon, Fríða Hansen, Guðmar Freyr Magnússon og Hörður Óli Sæmundarson. Í tilkynningu frá Meistaradeildinni segir að vitað sé að þeir bræður búi ætíð yfir góðum hestakosti, spurning hvað þeir draga út úr hesthúsinu þennan veturinn. Með þeim eru góðir knapar sem náð hafa góðum árangri í keppni og er þarna á ferðinni reynslumikið lið sem á eflaust eftir að láta nokkuð að sér kveða í vetur. Guðmar Freyr er að stíga sín fyrstu spor í KS deildinni og segir fimmganginn vera skemmtilegustu greinina. Hann stefnir á að verða ekki eftirbátur pabba síns, Magnúsar Braga á Íbishóli, né liðstjórans og föðurbróður síns, Jóhanns á Bessastöðum, sem saman mynda nafn liðsins. Guðmar segir að styrkur liðsins felist fyrst og fremst í gríðarlegu skemmtana-gildi og góðum húmor. Hvor kann fleiri vísur pabbi þinn eða Jói bróðir hans? „Pabbi þekkir fleiri skvísur,“ svarar Guðmar léttur í bragði. LIÐSKYNNING KS DEILDARINNAR UMSJÓN pall@feykir.is Íbess Gríðarlegt skemmtanagildi og góður húmor Dominos-deildin : Haukar – Tindastóll 91–73 Haukarnir höfðu betur í Hafnarfirði Tindastólsmenn héldu suður í Hafnarfjörðinn á föstudag þar sem liðið spilaði við Hauka. Stólarnir voru vel inni í leiknum fram yfir miðjan þriðja leikhluta en þá kom átta mínútna kafli þar sem liðið gerði aðeins fjögur stig á meðan heimamenn röðuðu niður körfum eins og enginn væri morgundagurinn og náðu mest 24 stiga forystu. Stólarnir klóruðu lítillega í bakkann áður en leiktíminn rann út en lokastaðan var 91-73. Lið Tindastóls mætti til leiks með nýjan aukakana, Chris Davenport, en það var skarð fyrir skildi að Sigtryggur Arnar var hvíldur vegna þrálátra meiðsla. Það virtist þó ekki ætla að bitna á leik liðsins en jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og tveir þristar frá Pétri og Viðari undir lok leikhlutans tryggðu Stólunum eins stigs forystu, 20-21. Í upphafi annars leikhluta voru Stólarnir sjóðheitir og þristar frá Hannesi, Viðari og Pétri gáfu ágætt forskot. Stólunum virtust síðan allir vegir færir þegar Helgi Rafn setti niður þrist og kom sínum mönnum tíu stigum yfir, 25-35, þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Í framhaldinu snérist leikurinn við. Haukar voru yfir,43-39, í hálfleik og eftir jafnar upphafsmínútur í síðari hálfleik skildu leiðir síðustu mínútur þriðja leikhluta og Stólunum gekk afleitlega að verja sína körfu og ekki betur að skora hinum megin. Það fór því svo að Haukar sigruðu með 18 stiga mun en Stólarnir höfðu unnið sinn heimaleik með 13 stiga mun. Pétur var bestur Tindastólsmanna en hann spilaði nánast allan leikinn og endaði með 24 stig, fjögur fráköst og sex stoðsendingar. Hester gerði 21 stig og tók 12 fráköst en nýtingin hans innan teigs og í vítum var ekki góð að þessu sinni. Aðrir leikmenn gerðu ekki meira en sex stig. /ÓAB Yngri flokkar í fótbolta Konni ráðinn þjálfari Konráð Freyr Sigurðsson hefur verið ráðinn í fullt starf með yngri flokka og unglinga- akademíu knattspyrnudeildar Tindastóls. Á heimasíðu Tindastóls segir að Konráð, eða Konni eins og hann er kallaður, hafi lokið fyrstu þremur stigunum í mennt- unarkerfi KSÍ og stefnir á að mennta sig meira í þjálfunar- fræðum á næstunni. „Hann er fyrirliði meistara- flokks karla í knattspyrnu og krökkunum okkar og ungling- um afar góð fyrirmynd enda bindindismaður og reglusamur í hvívetna. Okkur er það sönn ánægja að bjóða Konna til starfa hjá félaginu og bindum miklar vonir við störf hans í framtíðinni,“ segir á Tindastóll. is Konni kemur í stað Bjarna Smára Gíslasonar, eins þriggja sem ráðnir voru í yfirþjálf- arateymi knattspyrnudeildar síðasta sumar og Feykir sagði frá í 41. tbl. 2017. Hinir tveir eru Jón Stefán Jónsson, yfirþjálfari og Óskar Smári Haraldsson. /PF María Finnbogadóttir skíðakona. MYND ÚR EINKASAFNI Reykjavíkurleikarnir 2018 Þóranna setti nýtt met Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir í UMSS náði frábærum árangri á Reykjavíkurleikunum 2018 sem háðir voru í Laugardals- höllinni 3. febrúar. Leikarnir eru árlegt boðs- mót þar sem flest af besta frjáls- íþróttafólki landsins keppti auk erlendra gesta frá mörgum löndum. Þrír Skagfirðingar kepptu á mótinu og stóðu sig með sóma. Þóranna varð í 2. sæti í há- stökki kvenna og stökk 1,76 m, sem er nýtt skagfirskt met. Gamla metið átti hún sjálf en það var 1,74 m, sett á MÍ í fyrra. Þessi góði árangur tryggði Þórönnu líka keppnisrétt á NM U23, sem fram fer í Gavle í Svíþjóð 11.- 12. ágúst í sumar. Ísak Óli Traustason varð í 5. sæti í langstökki þar sem hann stökk 6,96 m og í 8. sæti í 60 m hlaupi á 7,19 sek. Svein- björn Óli Svavarsson hljóp 60 m á 7,33 sek. Þóranna Ósk var valin í sameiginlegt lið Íslendinga og Dana sem keppir á Norður- landameistaramóti í frjáls- íþróttum innanhúss sem fram fer í Uppsölum í Svíþjóð sunnudaginn 11. febrúar. /FE Þóranna Ósk setti nýtt skagfirskt met í hástökki á RIG 2018. SKJÁSKOT AF RUV.IS 06/2018 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.