Feykir


Feykir - 07.02.2018, Page 6

Feykir - 07.02.2018, Page 6
Á vef Veðurstofu Íslands segir að í Reykjavík hafi frostið mælst 24,5 stig en á Grímsstöðum 36 stig og í Möðrudal 38 stig. Á nokkrum öðrum stöðvum mældist frostið um 30 stig og fór Skagafjörður ekki varhluta af þeim ósköpum. Veðurstofan segir að túlka megi heimildir þannig að frost hafi síðustu 200 árin sennilega ekki orðið öllu meira hérlendis en varð í kastinu í janúar 1918. Mikil hæð hafi verið við landið í upphafi mánaðarins og mikill hafís fyrir Norðurlandi fram í febrúar en aðalkuldakastið hófst um þrettándann. Framan af var heldur hvassviðrasamt en um 20. janúar var vindur orðinn hægur og þá urðu mestu kuldarnir á flestum stöðvum. Eftir 1918 hefur hiti á veðurstöð aldrei farið niður fyrir -35°C. Mesta frost 21. aldarinnar til þessa er rétt rúm 30 stig. (Vedur. is, Kuldametið 1918). Bakgrunnur kuldanna Aðalkuldakastið hófst um þrettándann, 6. janúar, og stóð í tæpar þrjár vikur á Suðurlandi en út mánuðinn fyrir norðan. Framan af var heldur hvassviðrasamt, en um 20. janúar var vindur orðinn hægur og þá urðu mestu kuldarnir á flestum stöðvum. Febrúar var kaldur, en langt frá meti, og mars var frekar hlýr, (Vedur.is, Hvað olli frostavetrinum mikla 1918?). Þá segir í greininni að mjög eindregin norðanátt hafi verið ríkjandi í mánuðinum og var hún venju fremur köld vegna sérlega mikils hafíss í norðurhöfum, bæði í Austur- Grænlandsstraumnum og í Barentshafi. Einnig var haustið 1917 óvenjukalt á landinu. Á Vedur.is er reynt að skýra hvers vegna svo mikið af ís hafi verið á þessum slóðum árin 1917 og SAMANTEKT Páll Friðriksson Það er óhætt að segja að árið 1918 hafi verið viðburðaríkt, ekki einungis hjá íslensku þjóðinni heldur heimsbyggðinni allri. Heimstyrjöld með tilheyrandi mannfalli, farsótt sem lagði tugi milljóna um allan heim, októberbyltingin í Rússlandi þar sem Nikulás keisari var tekinn af lífi ásamt konu sinni og fimm börnum, fimbulkuldi á Íslandi, hvítabirnir gengu á land, Kötlugos, stríðslok með uppgjöf Þjóðverja og fullveldi Íslands sem varð frjálst ríki í konungs- sambandi við Danmörku svo eitthvað sé nefnt. Hér verður einungis forvitnast um frostakaflann sem hófst í upphafi ársins og stóð yfir í þrjár vikur. Snjór á Sauðárkróki um aldamótin 1900. Lítið virðist til af myndum frá Frostavetrinum 1918 en vel má ímynda sér hvernig ástandið hefur verið þegar fjörðurinn var ísilagður svo gengt var á milli Hofsóss og Sauðárkróks. MYND: HSK 100 ár frá Frostavetrinum mikla Hörkugaddur, norðan stórviðri, fannkoma og hafís 1918 en því er ekki auðsvarað. „… en sé litið á mynd sem sýnir árlegan loftþrýsting á Íslandi frá 1823 til okkar daga má sjá að árin 1915 og 1917 var þrýstingurinn með allra hæsta móti, árið 1915 sá hæsti frá 1878, en litlu lægri 1917. Síðan var hann nærri því eins hár 1941, 1965, 1968 og 1985. Háþrýstitímabilið frá 1915 til 1919 er einnig sérstakt að því leyti að það kom eins og skammvinnt afbrigði inn í mitt tímabil þegar þrýstingur var almennt lágur (frá 1903 og fram á miðjan þriðja áratuginn).“ (Vedur.is, Hvað olli … 1918?). Í grein á sama miðli, sem ber heitið Hugleiðingar um bak- grunn kuldanna 1918, eru líkur leiddar að því að janúar 1918 hafi frekar verið þáttur í nokkurra ára langri atburðakeðju fremur en einstakur, afbrigðilegur mán- uður. „Verði ámóta atburðakeðja nú myndi hún sennilega ná því að koma ís og kulda til landsins, en trúlega þyrfti enn lengri undirbúning til að búa til ámóta ísmagn og var fyrir hendi haustið 1917. Ástæða þess er að nú er ísarýrð í norðurhöfum. Langvinn frost, eins og gerði í janúar 1918, eru því ólíklegri nú heldur en áður.“ Um mánaðamótin janúar/ febrúar urðu kaflaskil í veðurfari og lauk ísakaflanum snögglega. Segir í greininni að jafnvel hafi litið út í janúar að ísinn myndi ráðast vestur með öllu Suðurlandi en í febrúar skipti mjög um veðurlag, tíðir austan- og suðaustanstormar hröktu ísinn ótrúlega hratt frá landinu og þjöppuðu honum saman. Ís var með meira móti við SV- Grænland næstu ár á eftir, en ekki mikill við Ísland. Þriggja vikna harðindakafli Kristmundur Bjarnason segir svo í Skagfirzkum annál 1847- 1947: „Í fyrstu viku janúar breyttist veður skyndilega, Kötlugos verða að jafnaði tvö á öld. Síðasta stórgos varð þar árið 1918. Nú hafa menn búist við stóru gosi í Kötlu um árabil. Viðbúnaður vegna þess er mikill og er eldstöðin vöktuð sérstaklega til að hægt sé að bregðast fljótt við og loka þjóðveginum yfir Mýrdalssand og vara íbúa Víkur og nærliggjandi sveitabæja við. MYND AF VEDUR.IS 6 06/2018

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.