Feykir


Feykir - 07.02.2018, Síða 7

Feykir - 07.02.2018, Síða 7
Hafís við Sauðárkrók fyrir um 100 árum. MYND: HSk gerði hörkugadd með norðan stórviðri og fannkomu. Fyllti hafís brátt allar víkur og voga við Skagafjörð. Hafþök íss svo langt sem augað eygði. Tæplega 40 stiga frost á C. mældist í Fljótum. Stillur voru miklar, og yfir öllu hvíldi ísaþoka, frostreykur. Hvítabirnir gengu fljótlega á land. Viku af góu hlánaði, og kom þá upp jörð í innsveitum Skagafjarðar, en þess bata gætti lítið í útsveitum héraðsins. Hann stóð í þrjár vikur. Á góuþrælinn, 25. marz, var hláka og 10 stiga hiti að morgni dags, en snerist í norðrið undir kvöld og um tíuleytið var komið 20 stiga frost. Hófst þriggja vikna harðindakafli á nýjaleik. Síðari hluta aprílmánaðar og mestan hluta maí reyndist veðurfar mun skárra, en kárnaði aftur undir maílok, og hélzt kuldatíð út allan júnímánuð. Tún voru víða svo kalin, að þau spruttu lítið sem ekki. Helzt heyjaðist á flæðiengjum. Sláttur byrjaði um 20. júlí, sums staðar þó síðar, þar sem á annað borð var hægt að bera ljá í gras. Heyskapartíð var sæmileg í ágúst. Í september var kaldsamt og næturfrost tíð. Upp úr veturnóttum gerði hrakviðrakafla, er varði í tvær- þrjár vikur. Kyngdi svo niður snjó, að fé fennti sums staðar. Hey urðu undir snjó, og urðu skaðar víða miklir. Heimtur af fjalli voru afleitar. Fannfergið varð mest í útsveitum. Frammi í Dölum var snjóléttast, eins og oft áður. Seint í nóvember gerði þíðviðri og stillur, og hélzt svo að mestu framundir árslok.“ Kristmundur segir einnig frá því að bjarndýra hafi verið vart í útsveitum héraðsins, á Skaga, í Fljótum og Sléttuhlíð. Jón Þ. Björnsson kennari á Sauðárkróki hélt dagbók (HSk. 2043, 4to.) og í hana ritar Jón laugardaginn 19. janúar, að frost hafi mælst þá um 20°C og harðveðurs stórhríð frá hádegi sem mest væri uppþyrlað frostsnjóefni. Eftir að eldri flokkur hafði mætt í skólann varð fljótt ljóst að erfitt yrði að halda úti kennslu vegna kulda þann daginn. „En svo kalt er að ekki er vært þó kynnt með enskum kolum áður um 2 stundir. Komum aftur eftir hb. 1 1/4 st. […]. Dveljum því lítið en förum fljótt. Komum aftur yngri flokkur kl 2. Erum um eina klst. enn kalt en hættum svo. Ég tala nokkur alvöru orð við börnin og við fórum svo. Við sr. Hálfdán sláum því föstu að ekkert sé hugað til að byrja á skólastarfi reglul. meðan svona stendur og skrifa ég Margeiri um það.“ Daginn eftir eða þann 20. janúar herðir frostið allverulega og skrifar Jón: „Frost um 30° C. Norðangola og auðv. ákaflega bitur.“ Daginn þar á eftir er enn grimmdarfrost: „Frost fullar 30° að sögn. 36° á Grímst. á fjöllum. Logn og hreinveður,“ eins og Jón kemst að orði. En svo fer að mildast örlítið kuldinn og segir Jón þann 22. janúar að frostið væri miklu minna eða um 7°C. „Finnst eins og væri það blíðveður.“ Kvikasilfur frýs í mælum Björn Jónsson, bóndi í Bæ á Höfðaströnd, skrifaði um frostaveturinn 1918 löngu eftir að þau harðindi áttu sér stað (HSk. 2145. 4to.). Björn var fæddur árið 1902 og var því á unglingsaldri er frostið mikla lagðist yfir landið en hefur eflaust munað sitthvað frá þeim tíma og annað heyrt hjá fólki sem upplifði. Hann ritar eitthvað á þessa leið: „Moldviðurs stór- hríð með hörku frosti. Þetta voru tilsvör vinnumanna föður míns dag eftir dag. Strax upp úr áramótum fóru veður að harðna og gekk þá á með norðan hörku byljum, þó var aldrei mikil fönn vegna stórviðra en stórfenni nokkurt. Aldrei gerði mikil brim og töldu því eldri menn að ís væri nærri landi, enda væri veðurfarið regluleg ísa veðrátta. Einn morgun fyrst í janúar stytti það upp að nokkuð sást til hafs og var þá sýnilegt að hverju stefndi því að ís var við hafsbrún hvert sem auga leit, og aftur skall á með blind byl og nú stóð ekki á að sá hvíti kæmi inn á Skagafjörðinn. Hvert sem litið var var hafís að sjá þegar birti. Stórar ísborgir höfðu rekið inn og heyrðust þungar drunur þegar jakarnir rákust á eða þegar stór stykki voru að springa úr þeim í sjó niður. Það má kannski segja að þetta var bæði tignarlegt og ógnvekjandi. Fjörðinn fyllti eiginlega á einum sólarhring, en þar sem ísborgir stóðu botn á djúpu vatni mynduðust lænur með landi fram og innst í firðinum var einnig autt en fraus mjög fljótt saman í þeim heljar frosthörkum sem þá voru. Frost var oft 26 -30 gráður og a.m.k. einn dag man ég eftir 32 gráðum, ég heyrði talað um að kvikasilfur í mælum hefði frosið en veit þó ekki sönnur á því.“ Eftir að allt fylltist af ís komu stillur en frostið hélst hið sama. Vildu menn ógjarnan vera einir á ferð því að mikla aðgát þurfti að hafa vegna hættu á kali, var þá gripið til þess ráðs að þíða með snjó eða klaka. Síðasta vökin sem ég man eftir áður en allt varð samfrosta var við Bæjarkletta. Hélst hún raunar opin vegna þess að þar var krökkt af fugli og tugir af hnísum. Allt þetta var að reyna að bjarga lífi sínu undan ægivaldi hafíssins, nokkra daga var vonlaus lífsbarátta háð, við komum að vökinni daglega og bárum þangað moð úr fjárhúsgörðum og eitthvað af mat. Fuglinn sat mikið á moðinu því að þeir sem settust á ísinn frusu fastir. Vökin smá minnkaði, fugli og hnísu fækkaði, og einn morgun er við komum að var allt orðið samfrosta, fuglinn dauður, hnísurnar horfnar, höfðu þær vitanlega kafnað. Það voru daufir piltar sem gengu heim frá þessu dánarbeði. Þessa daga var bjart veður og sáust því vel hin geysilegu hafþök hvert sem auga leit. Norðvestur af Málmey sáust stórhveli halda opinni vök, sáust þar miklir gufustrókar annað slagið, sem sáust enn betur vegna hins mikla kulda. Ekki voguðu menn sér að fara út á ísinn til að aðgæta þetta frekar, og svo fór að allt lífsmark hvarf, hvergi opin vök. Manngengur ís til Sauðárkróks Björn lýsir því hvernig hægt var að ferðast á ísnum víða um fjörðinn m.a. milli lands og Málmeyjar en þar var þá margbýli. Fóru menn með sleða og skautuðu á ísnum en Björn segir að vegna seltunnar hafi svellið verið stamt. Fyrir jólin kom flutningaskip með matvöru sem skipa átti upp bæði á Hofsósi og á Sauðár- króki en vegna óhagstæðra veðurskilyrða var allri vörunni landað á Króknum. Það varð til þess að bændur þurftu að sækja sinn kost á Krókinn og urðu miklar mannaferðir um héraðið af þeim sökum. Einhverjir lentu í vandræðum þegar gjörningaveðrið gerði upp úr þrettándanum og marga kól á andlitum og fótum. Björn segir svo frá: „Faðir minn sem var oddviti þá og úthlutunarstjóri hér að austan stefndi nú bændum til Sauðárkróks og urðu af þessu miklar mannaferðir, t.d. fóru þeir tíu saman gangandi en flestir voru með sleða í eftirdragi eða sameinuðust tveir um einn sleða, þeir fóru beina leið á ísnum frá Grafarhlein, rétt innan við Grafarós, og á Sauðárkrók. Þetta þótti drjúgur gangur, bæði töfðu hafísborgir sem krækja þurfti fyrir og lagísinn var einnig seinfarinn. Mikil þröng var á sölustaðnum og gekk því afgreiðsla seinna en mörgum þótti hentugt vegna heimilisástæðna. Þeir tóku sér gistingu saman á gististað, Hermann Jónsson [þá bóndi í Málmey, síðar á Ysta-Mói í Fljótum. Innskot blaðam.] og Páll Erlendsson frá Þrastarstöðum […]. Fengu þeir náttstað í óupphituðu herbergi á lofthæð, þeir sváfu saman og vitanlega í öllum fötunum. Páll var með loðhúfu en Hermann var berhöfðaður þegar til svefns var gengið, en er þeir vöknuðu snemma morguns vegna kulda, var loðhúfa Páls og hárið á Hermanni frosið við höfðalagið. Vitanlega var engin leið að þvo sér því vatn var allt beingaddað.“ Björn segir í niðurlagi ferða- sögunnar að Hermann hafi loksins komist heim til sín eftir viku ferðalag en heimafólk taldi vafasamt að hann kæmi lifandi heim. Hvalreki varð á Skagaströnd í janúar 1918, frostaveturinn mikla. Evald Hemmert, kaupmaður á Skagaströnd, tók myndina. Hvalurinn varð innlyksa í ísnum á Húnaflóa. Hér er hann dauður og snýr þaninn kviðurinn upp. MYND AF VEDUR.IS Úr dagbók Jóns Þ. Björnssonar en hún er í vörslu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. MYND: PF 06/2018 7

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.