Feykir


Feykir - 07.02.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 07.02.2018, Blaðsíða 9
Safnahús Skagfirðinga fær dýrgrip að gjöf Líkan af rúffskipinu Farsæli afhent safninu Safnahúsi Skagfirðinga barst nýlega í hendur höfðingleg gjöf en þar var um að ræða listilega smíðað líkan af rúff- skipinu Farsæli sem Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði færði safninu. Skipið Farsæll var smíðað í Haganesvík og hófst vinna við það í ágúst 1884. Var þá ákveðið að það skyldi verða stærsta opna skipið sem smíðað hefði verið í Fljótum en skipið varð 45 fet að lengd og 14 fet og 8 tommur á breidd og 16 umför. Við smíðina vann meðal annarra langafi Njarðar, Kristján í Lambanesi, en hann er meðal helstu heimildamanna Njarðar um skipið. Það voru hjónin Sveinn Árnason og Jórunn Sæmunds- dóttir í Felli í Sléttuhlíð sem áttu skipið og gerðu það út frá Árósmöl sem er við ósa Hrolleifsdalsár. Var það aðal- lega gert út til þorskveiða en einnig fór það í allmargar hákarlalegur. Í Byggðasögu Skagafjarðar, 8. bindi, má finna upplýsingar um skipið. Farsæll var átt- æringur og voru svokölluð rúff eða skýli framan og aftan í skipinu. Í fremra rúffinu var eldavél og gátu sjómenn matast þar og hvílst við ylinn frá vélinni en í aftara rúffinu var veiðarfærageymsla. Farsæll var mikið happaskip en þegar hann tók að eldast var hann seldur til Poppsverslunar á Sauðárkróki og átti að nota hann sem uppskipunarbát. Var honum lagt á Sauðárkróknum en stuttu síðar kom sunnan rok og sleit skipið upp og rak út og austur yfir fjörðinn þar til það kom á Árósmöl. Þar brotnaði Farsæll í spón. Hann var kominn heim (sbr. B.S. 8. bindi). Njörður er fæddur á Siglu- firði og hefur búið þar alla tíð. Síðustu árin hefur hann gert líkön af hátt í 20 skipum og bátum sem smíðuð hafa verið og gerð út á Siglufirði og í Fljótum. Í viðtali Sigurðar Ægissonar við Njörð í Morgun- blaðinu þann 18. janúar sl. segir hann áhuga sinn á súð- byrðingum hafa vaknað strax á barnsaldri en með líkana- smíðinni vilji hann leggja sitt af mörkum til að koma sögunni áfram til þeirra sem yngri eru. Líkanið af Farsæli er í hlut- föllunum 1 á móti 12 eða tomma fyrir hvert fet, smíðað úr furu og rekaviði. Í það fóru 6.264 koparnaglar og um 900 vinnustundir en þar er með- talin vinna Bjargar Einars- dóttur, eiginkonu Njarðar við saumaskap á seglum og ábreiðum. Skipið er sannkölluð völundarsmíð þar sem hverju smáatriði, jafnt ofan þilja sem neðan eru gerð skil. UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir Njörður afhendir Þórdísi Friðbjörnsdóttur skipslíkanið. MYNDIR: FE Rúffskipið Farsæll. Hugað er að öllum smáatriðum við smíði líkansins. Hér má til dæmis sjá árar og gogga svo eitthvað sé nefnt. 06/2018 9 Haukur Ásgeirsson / gítar o.fl. „Beethoven og Bach eru smám saman að ná tökum á mér“ ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Tón-lystarmaðurinn að þessu sinni er Haukur Ásgeirsson (1953), skráður deildarstjóri hitaveitna hjá RARIK á Norðurlandi, en Haukur hefur búið á Blönduósi til langs tíma. „Ég er fæddur á Ólafsfirði, ættaður úr Fljótunum og Ólafsfirði. Ég tel mig vera Skagfirðing en hef búið á Ólafsfirði, Akureyri, Seyðisfirði, Reykjavík, Blönduósi, Odense og bý núna á Blönduósi. Konan mín er frá Reykjavík. Haukur spilar á gítar, bassagítar, trommur, minna á hljómborð og loks á trompet með lúðrasveitinni. Spurður út í helstu afrek sín á tónlistarsviðinu segir hann: „Ég byrjaði snemma að spila í hljómsveitum. Þær hétu ýmsum nöfnum: Steríó, Spaðar, Ósmenn, Svarta María, Lagsmenn, Demó og einhverjar fleiri. Ég lærði í tónskóla Sigursveins D Kristinssonar hjá Sigursveini og Gunnari Jónssyni. Ég kenndi á gítar og flautu í tónlistarskólanum á Blönduósi en þá var maður varla matvinnungur svo að ég hætti því fljótt og fór að vinna fyrir mér. Hef dundað við að semja lög sem flest gleymast jafnóðum en nokkur á ég þó og hef sent í dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks sem var ætíð skemmtileg. Helsta tónlistarafrek mitt var örugglega að leika á gítar með hljómsveitinni Ósmönnum [frá Blönduósi] á sínum tíma, 2-3svar í viku allt árið. Það var mikil vinna í nokkur ár. Hvaða lag varstu að hlusta á? Sultans of Swing með Dire Straits Uppáhalds tónlistartímabil? Árabilið 1965-1975, það er lang lang lang besta tímabilið. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Beethoven og Bach eru smám saman að ná tökum á mér, ég er trúlega að þroskast eitthvað í seinni tíð. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Dægurlagatónlist en stundum þó á tónlist Schuberts, Mozarts og á fleiri gamalla karla. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Ég veit að það voru örugglega toppurinn Vinsælast á Playlista Hauks: Wish You Were Here DAVID GILMOUR OG PINK FOYD Run LEONA LEWIS Still Got The Blues GARY MOORE ... æi það má ekki spyrja svona… Bítlarnir en hver af þeim, man ég ekki. Hvaða græjur varstu þá með? Radio- nette og heimasmíðað hátalarakit frá Danmörku. Hver var fyrsta lagið sem þú mannst eftir að hafa fílað í botn? Born To Be Wild með Steppenwolf, það var eins og vera á mótorhjóli á 200 km hraða. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Rapp. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Keep on Running með Spencer Davies Group eða Sultans of Swing með Dire Straits. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Leona Lewis með Run. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég tæki gamla vin minn hann Skarphéðin Einarsson með mér til Bretlands að hlusta á Led Zeppelín eins og forðum í höllinni 1971. Sennilega færi ég með hann á einhvern karlakórinn í leiðinni. Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Rock. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera (eða haft mest áhrif á þig)? Jimmy Page, já og líklega Gary Moore. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út (eða sú sem skiptir þig mestu máli)? Lifun með Trúbrot, hún var alveg sérstök á sínum tíma. Haukur Ásgeirsson. MYND ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.