Feykir


Feykir - 07.02.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 07.02.2018, Blaðsíða 10
Hvetur alla til að prófa víkingaklæðnað legast að vinna? Mér finnst skemmti- legast að vinna með ull. Mest geri ég af því að prjóna og fer eiginlega ekkert nema hafa prjónana með mér, maður veit aldrei nema það komi upp óvænt stund til að grípa í prjónana! Í dag er ég alls ekki afkastamikil þó ég sé alltaf með eitthvað á prjónunum, það líða alveg dagar án þess að ég sé að prjóna. Það er líka tilbreyting að hekla og þá hef ég helst verið að gera teppi, fínt að nota afganga og hekla dúllur í teppi, fyrir utan hvað það er þægilegt að hafa þá handavinnu með á öllum ferðalögum. En eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert með ullina er að jurtalita, verð samt að viðurkenna að nú hef ég misst úr tvö litunarsumur þar sem ég hef ekki gefið mér tíma til að jurtalita. Ég ætla að bæta úr því næsta sumar. Helst þarf maður að hafa nokkra samliggjandi daga til að lita. Þetta er ekki erfið vinna né sérstaklega flókin, en þú gerir ekkert mikið annað á meðan. Í jurtalituninni sameina ég áhugann fyrir náttúrunni, íslenskum jurtum og handverki. Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? Ég er að prjóna tátiljur úr þreföldum plötulopa sem ég þæfi svo í þvottavél, ætla að hafa þetta sem gestainniskó hjá mér. Svo er ég að prjóna í fyrsta skipti úr Spuna sem er ullarband frá Álafoss, ég er að gera ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) frida@feykir.is Pálína Fanney Skúladóttir á Laugarbakka Hér er Pálína með nýskírða frænku sína, Ingunni Báru Ólafsdóttur, en Pálína er afasystir stúlkunnar. Skírnarkjólinn heklaði Pálína þegar hún var 12 ára. Myndin er tekin á víkingahátíð í Harstad í Noregi. Hér er skipst á handverki, Pálína gefur litað band en þiggur vattarsaumaða vettlinga að gjöf. Sýnishorn af jurtalitun Pálínu. Í efri röð talið frá vinstri er band sem litað er með: Baldursbrá, gulvíði, blágresi og gulmöðru. Neðri röð frá vinstri: Snarrótarpunti, eyrarrós, rauðlauk, regnfangi og hundasúrum. Að þessu sinni skyggnumst við í handavinnuhornið hjá Pálínu Fanneyju Skúladóttur. Pálína hefur verið búsett á Laugarbakka frá árinu 2002 en hún er fædd og uppalin austur á Héraði. Hún starfar sem grunnskólakennari í hlutastarfi þar sem hún kennir m.a. tónmennt og jóga bæði í grunn- skólanum og leikskólanum á Hvammstanga og er stundakennari við Tónlistarskólann. Ennfremur er hún organisti og kórstjóri á Hvammstanga og á Melstað og Staðarbakka. Pálína hefur gaman af margs kyns handavinnu og jurtalitun er sérstakt áhugamál hjá henni en þar má segja að hún geti leikið sér með tónana, ekki síður en í starfi sínu. Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? Ég var 6 – 7 ára þegar ég lærði að prjóna hjá mömmu minnir mig. Hún kenndi mér líka að sauma út með krosssaum í litaðar myndir á stramma. Ég var í grunnskóla á Hallormsstað og í heimavist. Þar fengum við mikla verklega kennslu bæði í hefðbundnum kennslustundum en svo gátum við líka valið um alls konar klúbba á kvöldin sem kennararnir sáu um. Það var t.d. handavinna, leðurvinna og smíðar fyrir utan leiklist, frímerkjasöfnun, ljósmyndun o.s.frv. Ég var áhugsöm um alls konar handavinnu og var nokk- uð afkastamikil strax í grunnskóla en það hljálpaði mikið til hvað var gott aðgengi að hjálp frá fullorðnum bæði í skólanum og heima. Hvaða handavinnu þykir þér skemmti- hefðbundna peysu með munsturbekk á litla frænku. Þriðja verkefnið er önnur peysa úr Álafosslopa handa erlendri vinkonu. Ég er samt ekkert mjög dugleg að prjóna á aðra, er oftast bara að prjóna á sjálfa mig og nýt þess en svo er auðvitað líka gaman að gefa handverkið sitt. Hvaða handverk sem þú hefur gert ert þú ánægðust með? Mér finnst erfitt að svara þessu. Jurtalitunin hefur gefið mér mjög mikið og ég hef ástríðu fyrir henni þó ég hafi tekið mér smá hlé. Annað sem ég sökkti mér í um tíma var að sauma víkingakjóla. Ég á fjóra kjóla, alla handsaumaða, þeir eru ýmist úr ull eða hör. Vonandi á ég eftir að skreyta þá meira með refilssaumi, þó ekki væri nema einn. Þetta eru bestu flíkur sem ég hef gengið í – þeim fylgir frelsi og það er eitthvað við að vera kippt langt aftur í fortíðina, efnið er líka allt náttúrulegt. Hvet alla til að prófa að ganga í víkingaklæðnaði. Eitthvað að lokum? Ég held að við höfum öll þessa miklu þörf fyrir að skapa, hver og einn þarf bara að finna leiðina, þær eru auðvitað óteljendi. En það er líka mikilvægt að heimilin, skólakerfið og samfélagið allt ýti undir hvers kyns sköpun hjá fólki á öllum aldri, það er svo nærandi fyrir líkama og sál. Takk fyrir mig! Ég skora á Hafdísi Brynju Þorsteins- dóttur á Hvalshöfða í Hrútafirði að vera næst með á prjónunum. Útsaumað lok á skríni sem er saumaverkefni úr grunnskóla sem Pálínu þykir alltaf mjög vænt um. Sýnishorn af peysum sem dottið hafa af prjónunum hjá Pálínu. 10 06/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.