Feykir


Feykir - 07.02.2018, Page 11

Feykir - 07.02.2018, Page 11
eggjamjólk áður en þetta er sett í ofninn á 200°C í 10 mínútur. Athugið að ofninn þarf að vera orðinn heitur áður en sett er í hann. Meðlæti: Gott er að hafa kryddaðar, ofnbakaðar sætkartöflur og steikt rótargrænmeti með þessu og að sjálfsögðu sósuna ásamt öðru vel völdu meðlæti. Freyja og Einar skora á Sigurveigu Sigurðardóttur og Sigmar Guðna Valberg sem næstu matgæðinga. Verði ykkur að góðu! SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Gagn. Feykir spyr... Þér stendur til boða að endurfæðast sem fugl. Hvaða fugl veldir þú og af hverju? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Ég held að ég hefði ekkert val. Alheimsöflin mundu sennilega breyta mér í mörgæs, allavega eftir fyrstu æfinguna með Molduxum. Og svo er mörgæsin svo mikill rómantíker, bíður eftir Röggu sinni þegar hún fer og veiðir í búið fyrir gamla og ungana sína, (Ég vona þá að Ragga velji mörgæs líka annars væri það pínu vandró!)“ Árni Björn Björnsson „Ég myndi velja haförn, stór og tignarlegur og nokkuð öruggur um að verða ekki skotinn.“ Ingólfur Jón Geirsson KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Tilvitnun vikunnar Skynsemin er eins og svitasteinn – þeir sem mest þurfa á henni að halda nota hana ekki.. – Höf. ókunnur Gómsætar innbakaðar grísakótilettur Freyja Ólafsdóttir og Einar Kolbeinsson eru matgæðingarnir okkar að þessu sinni. Þau búa í Bólstaðarhlíð í Austur- Húnavatnssýslu þar sem Einar er fæddur og uppalinn en Freyja er Skagfirðingur. Freyja er matreiðslumeistari og kennari við Húnavallaskóla en Einar er viðskiptafræðingur og ferðabóndi ásamt fleiru. „Hér á bæ snýst lífið að stórum hluta um margvíslegan matartilbúning. Afurðir sauðkinda, hrossakjét og villibráð eru þar næstum allsráðandi en tilbreyting jafnan fagnaðarefni. Svo er því sannarlega farið með eftirfandi rétt,“ segja matgæðingarnir Freyja og Einar. RÉTTUR Innbakaðar grísakótilettusneiðar fyrir fjóra 4 kótilettur ½ laukur 2 gulrætur 80 g sveppir ¼ rauð paprika smjördeig Sósan: 2 dl vatn ¼ rjómi 1 tsk blautur kjötkraftur eða teningur Þykkt með smjörbollu eða soðnum sætum kartöflum. Hægt er að krydda þetta til t.d. með chilli krydduðu allioli ef þetta má vera örlítið sterkt en mjúkt. Aðferð: Notið grísakótilettur sem eru með rifbeininu á. Rifbeinið haft á en hreinsað vel og skafið af beininu. Kótiletturnar er steiktar beggja vegna. Smátt saxaður laukur, gulrætur, sveppir og rauð paprika gljáð á pönnu. Sósunni helt saman við og brauðraspinu líka. Um það bil ein ískúluskeið af fyllingunni sett ofan á kótilettusneiðina og þessu pakkað inn í deigið og beinið látið standa út úr. Deigið gljáð með Einar og Freyja. MYND ÚR EINKASAFNI ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Einar og Freyja í Bólstaðarhlíð í A-Hún „Mér finnst krummi svo tignarlegur og skemmtilegur. Væri alveg til í að fara í hans stað í smá stund.“ Anna Björk Arnardóttir „Var að skoða fuglavefinn og ég væri heiðlóa því hún er hraðskreið og félagslynd. Passar vel við mig en ég er alltaf að flýta mér og líður best í góðra vina hópi.“ Elsa Lára Arnardóttir 06/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Tannlæknum eru óheimilar hvers konar auglýsingar um starfsemi sína sem tannlæknar á Íslandi. Við opnun tannlæknastofu má þó auglýsa það með látlausri auglýsingu í blöðum sem mest má birta þrisvar sinnum. Tannlæknum og stéttarfélagi þeirra ber að vinna gegn því að eftir þeim séu birt ummæli eða samtöl eða um þá ritaðar greinar í blöð eða tímarit í auglýsingaskyni. Ótrúlegt, en kannski satt, þá var rafmagnsstóllinn fundinn upp af tannlækni. Vísnagátur Sigurðar Varðar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Haft á öllum heimilum. Heldur okkur fyrir var. Flokkar fylla af heimildum. Fullan undan rúmi bar.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.