Feykir


Feykir - 07.02.2018, Síða 12

Feykir - 07.02.2018, Síða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 06 TBL 7. febrúar 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Ásdís Aþena og Hrafnhildur Ísabella sungu til sigurs Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings Árleg söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra fór fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga fimmtudaginn 25. janúar. Að þessu sinni tóku 20 nemendur þátt í keppninni en keppt var í tveimur flokkum, yngri flokki þar sem þátttakendur voru 17 talsins úr 4.–7. bekk og í eldri flokki en þar háðu þrír nemendur úr 8.–10. bekk keppni. Í yngri flokki sigraði Hrafnhildur Ísabella Harðar- dóttir en hún flutti lagið Perfect. Í öðru sæti var Dag- björt Jóna Tryggvadóttir og Axel Noi Thorlacius í þriðja sæti. Í eldri flokki voru aðeins veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið og var það Ásdís Aþena Magnúsdóttir sem hlaut þau fyrir flutning sinn á laginu Titanium. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir sviðsframkomu og komu þau í hlut Dagbjartar Jónu Tryggvadóttur. Dómarar voru Eyþór Ágústsson, Greta Clough og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir. /FE Stólarnir fengu hluta lógósöfnunar Körfuknattleiksdeild Tindastóls Fyrir stuttu birti Feykir kveðjur til bikarmeistara Tindastóls í körfubolta frá fyrirtækjum og stofnunum á Norðurlandi vestra. Vel gekk að safna kveðjunum og í tilefni af því ákvað Nýprent, sem gefur blaðið út, að láta hluta andvirðisins renna til deildarinnar. Einnig fékk plaggat af bikarmeisturunum, með myndum Hjalta Árna, að fljóta með ásamt upplýsingum um gengi liðsins í keppninni. Það var Sigríður Garðarsdóttir, starfsmaður Nýprents, sem afhenti stjórn körfuknattleiksdeildar kr. 200.000,- ásamt plaggatinu góða. Þeir Stefán Jónsson, Björn Hansen og Ingólfur Jón Geirsson voru Kampakátir stjórnarmenn körfuboltadeildar Tindastóls, Stefán Jónsson, Björn Hansen og Ingólfur Jón Geirsson ásamt Sigríði Garðarsdóttur. MYND: PF ánægðir með höfðinglega gjöf Nýprents sem þeir sögðu að kæmi sér vel í rekstri deildarinnar. Plaggatið var síðan hengt upp við vesturinngang íþróttahússins þar sem hægt er að skoða það í hvert sinn er fólk mætir á heimaleiki í Síkið.. /PF www.skagafjordur.is SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR Auglýsing um skipulagsmál Vinnslutillaga að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Breytingar A-F. Blöndulína 3, Sauðárkrókslína, virkjanakostir, urðunarsvæði, tengivirki og efnistökusvæði. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 23. janúar 2018 að kynna drög að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Í vinnslutillögu felst (A) kynning á valkostum fyrir legu Blöndulínu 3 (raflína), (B) færsla á legu Sauðárkrókslínu, (C) áframhaldandi frestun á skipulagi fyrir virkjanakosti í Skagafirði, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt út, (E) nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki og (F) ný efnistökusvæði vegna framkvæmda. Í vinnslutillögu er gerð grein fyrir forsendum breytinga, útfærslu og umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 105/2006. Skipulagsgögnin verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, skagafjordur.is, og á bæjarskrifstofum, Skagfirðingabraut 21 550 Sauðárkróki. Athugasemdafrestur við vinnslutillöguna er til og með 9. mars 2018. Ábendingum og athugasemdum við drögin má koma á framfæri til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið jobygg@skagafjordur.is. Haldinn verður opinn kynningarfundur um vinnslutillöguna og verður hann auglýstur síðar. Vinnslutillaga að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð Í vinnslutillögunni felst afmörkun lóðarmarka og afmörkun byggingarreits. Samkvæmt vinnslu- tillögu er heimilt að byggja nýtt tengivirki innan byggingarreits ásamt möstrum og girðingu. Vinnslutillagan verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, skagafjordur.is, og á bæjarskrif- stofum, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki. Athugasemdafrestur við vinnslutillöguna er til og með 23. febrúar 2018. Skipulagsfulltrúi verður til svars um tillöguna 8. febrúar kl. 15-16 á bæjarskrifstofum. Ábendingum og athuga-semdum við drögin má koma á framfæri til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið jobygg@skagafjordur.is. Skipulags- og byggingarfulltrúi Skagafjarðar Sigurvegari yngri flokks, Hrafnhildur Ísabella, fyrir miðju. Dagbjört Jóna (t.v.) varð í öðru sæti og Axel Noi (t.h.) í því þriðja. MYNDIR: RAGNHEIÐUR SVEINSDÓTTIR Keppendur í eldri flokki, frá vinstri Sigurbjörg Emily Sigurðardóttir, Ásdís Aþena Sigurðardóttir sem hlaut í sigurlaun bikar til eignar ásamt farandbikar og Guðmundur Grétar Magnússon. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir fékk sérstök verðlaun fyrir sviðsframkomu.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.