Feykir


Feykir - 14.02.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 14.02.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Sjötta og síðasta liðið sem kynnt er í KS -deildina í hestaíþróttum 2018 er Mustad-Miðsitja. Liðið skipa fimm knapar frá Hólum, kennarar og nemendur sem verða undir stjórn Sinu Scholz, tamningakonu á Miðsitju. Sina er liðsstjóri en með henni eru Flosi Ólafsson, Jón Óskar Jóhannesson, Pétur Örn Sveinsson og Þorsteinn Björnsson. Þarna kemur nýr inn Jón Óskar og Þorsteinn Björnsson tekur fram keppnisjakkann að nýju. Forvitnilegt lið sem gæti gert góða hluti í vetur og halað inn mörg stig, eins og segir í kynningu frá Meistaradeildinni. „Ég kynntist íslenska hestinum fyrst úti í Þýska- landi, þar sem reiðskólinn í heimabænum mínum var reiðskóli með íslenskum hestum,“ segir Sina en þar byrjaði hún sex ára. Hún segist alltaf hafa stefnt hátt í hestamennskunni og aðspurð um hvort hún hafi getað ímyndað sér á unga aldri að hún myndi verða liðstjóri keppnisknapa norður við heimsbaug. „Ég gat ekki einu sinni ímyndað mér hvernig Ísland leit út þá. Þannig að nei, það hafði mér aldrei dottið í hug þegar ég byrjaði að fara á hestbak að ég yrði einhvertímann liðsstjóri í skemmtilegasta liðinu í Meistaradeildinni.“ Sina segir gæðingafimina mjög skemmtilega grein og krefjandi og sýni sennilega best af öllum hvernig sambandið milli hests og knapa er og hversu þjáll og samvinnufús hesturinn er. „En ég hef líka svakalega gaman af fimmganginum, enda líka krefjandi og skemmtilegt að sýna allar gangtegundir sem íslenski hesturinn býr yfir.“ LIÐSKYNNING KS DEILDARINNAR UMSJÓN palli@feykir.is Mustad-Miðsitja Liðsstjóri í skemmtilegasta liðinu í Meistaradeildinni Meistaramót Íslands í fjölþrautum Ísak Óli í 2. sæti í fjölþrautum um helgina Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta fór fram í Laugardals- höllinni í Reykjavík helgina 10.-11. febrúar. Keppt var í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna, einnig í fjöl- þrautum í yngri flokkum pilta og stúlkna. Ísak Óli Traustason UMSS var á meðal keppenda og átti gott mót. Á heimasíðu Tindastóls segir að Ísak Óli hafi staðið sig frábærlega, hlaut 5214 stig, bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut um 285 stig, og varð í 2. sæti eftir æsispenn- andi keppni við Inga Rúnar Kristinsson Breiðabliki, sem hlaut 5294 stig. Árangur Ísaks Óla í einstökum greinum: 60m hlaup 7,13sek (pm), langstökk 7,08m, kúluvarp 12,18m (pm), hástökk 1,85m (pm), 60m grind. 8,34sek (pm), stangarstökk 3,90m (pm) og 1000m hlaup 2:49,66mín (pm). Hann bætti sinn fyrri árangur í fimm greinum og jafnaði í einni af greinunum sjö í þrautinni! Á sama stað og tíma fór fram MÍ- öldunga í frjálsíþróttum og þar voru meðal keppenda feðgarnir Karl Lúðvíks- son og Theodór Karlsson UMSS. Karl keppti í sex greinum í flokki 65-69 ára, 60m hlaupi, 60m grind., hástökki, lang- stökki, þrístökki og stangarstökki, og varð meistari í öllum. Theodór keppti í fimm greinum í flokki 40-44 ára, 60m hlaupi, hástökki, langstökki, þrístökki og stangarstökki, og varð líka meistari í öllum. /PF Hester sækir að körfu Keflvíkinga. MYND: HJALTI ÁRNA Dominos-deildin í körfubolta Tveir sigrar Stólanna Frá því Feykir kom út í síðustu viku hefur lið Tindastóls spilað tvo leiki í Dominos- deildinni og unnið báða en eru þó sem fyrr í fjórða sæti deildarinnar. Tindastóll – Keflavík 101–93 Tindastóll og Keflavík mættust í stórskemmtilegum og undar- lega sveiflukenndum leik í Síkinu sl. fimmtudagskvöld. Stólarnir spiluðu á löngum köflum hreint frábærlega en Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir og náðu ótrúlegum köflum þar sem þeir átu upp forskot Stólanna á ör- skotsstundu. Leikmenn Tinda- stóls héldu þó út og fögnuðu góðum sigri, 101–93. Pétur var magnaður í leiknum og mjatlaði látlaust inn stig og stoðsendingar. Hann endaði með 35 fram- lagspunkta eftir að hafa gert 26 stig, tekið sjö fráköst og átt níu stoðsendingar. Þá stal hann fjórum boltum. Hester var flottur með 31 stig og níu fráköst. Chris Davenport nældi í 13 flott stig, fimm fráköst og tvö varin skot. Hannes var með 12 stig, allt þristar (4/6) og aðrir voru bara magnaðir þrátt fyrir að skora minna. Í liði gestanna var Hörður Axel langbestur með 27 stig og flest skoruð með Tindastólsmann límdan í andlitið á sér. Þór Þ. – Tindastóll 85–89 Tindastólsmenn léku við Þór Þolákshöfn í Þorlákshöfn á mánudagskvöldið og máttu lítið við því að misstíga sig í toppbaráttu Dominos-deildar- innar. Eftir strembinn fyrri hálfleik, þar sem Stólarnir lentu 16 stigum undir í byrjun ann- ars leikhluta, voru þeir síðan yfirleitt feti framar í jöfnum og spennandi síðari hálfleik og reyndust heimamönnum öfl- ugri á síðustu mínútunum. Lokatölur 85-89 fyrir Tindastól. Þórsarar einbeittu sér að því að reyna að hafa hemil á Pétri og Hester sem verið hafa hættulegustu leikmenn Stól- anna í fjarveru Sigtryggs Arnars, sem enn er meiddur. Þetta tókst Þórsurum sæmilega en fyrir vikið léku Axel og Hannes Ingi lausum hala og áttu báðir frábæran leik. Hester var þó stigahæstur í liði Tindastóls með 24 stig og hann hirti auk þess ellefu fráköst. Hannes skilaði 16 stigum, þar af fjórum þristum líkt og Axel sem var með 18 stig. /ÓAB Ísak Óli í grindahlaupi. MYND: FRÍ 07/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.