Feykir


Feykir - 14.02.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 14.02.2018, Blaðsíða 11
sem áðurnefndum umsjónar- manni matgæðingaþáttarins þykir líka mjög góð. Í báðum þessum uppskriftum er reyndar talað um ýsu en að mati áðurnefndrar er þorskurinn mikið betri fiskur en hver hefur sinn smekk og fylgir bara honum. RÉTTUR 1 Sælkerafiskur 600 g ýsuflök 1½ dl rjómi 2 msk tómatkraftur 1½ dl rifinn ostur 2 tsk kartöflumjöl ¾ tsk salt ½ tsk timian Aðferð: Hitið ofninn í 225° C. Fiskurinn er skorinn í bita og raðað í eldfast mót. Stráið helmingnum af saltinu yfir fiskinn. Blandið saman rjóma, tómatkrafti, osti og kartöflumjöli, salti og timian. Hellið blöndunni yfir fiskinn og bakið í u.þ.b. 15 mínútur. Með þessum rétti er gott að bera fram hrísgrjón og ferskt grænmetissalat. Verði ykkur að góðu! SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Lok Feykir spyr... Hverju viljið þið að sé breytt eða bætt við á Krókinn? Spurt í Árskóla UMSJÓN Fjölmiðlaval Árskóla „Rússíbana, skemmtilegt tjaldsvæði, fatabúðir, H&M, Lindex, Sara, Söstrene Grene, og Tigerstore.“ Rebekka Helena Barðdal Róbertsdóttir 11 ára 7. bekk „Stærri fótboltavöll með ljósum“ Björgvin Skúli Hauksson 6 ára, 1. bekk KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Tilvitnun vikunnar Ef við eigum ekki að borða á nóttunni afhverju er þá ljós í ísskápnum? – Höf. ókunnur Tveir góðir fiskréttir á lönguföstu Eftir milljón bollu bolludag þjóðarinnar og einhver ósköp af saltkjöti og baunum er okkur víst vænst að snúa okkur að aðeins léttara fæði enda hefst páskafastan að afloknum þessum óhófsdögum. Þá áttu menn, í kaþólskum sið, að gæta hófs í mat og drykk. Það er því ekki úr vegi að birta tvær fiskuppskriftir sem eru reyndar alveg dýrindismatur. Þessi fiskréttur er í miklu uppáhaldi hjá umsjónarmanni matgæðingaþáttarins. Vonandi fyrirgefur Eva Laufey stuldinn. RÉTTUR 1 Karrí- mangófiskur Evu Laufeyjar 600 g ýsa (má líka nota annan fisk) 1 msk ólífuolía 2 meðalstórar paprikur (rauð og gul) smátt skornar 2 gulrætur, smátt skornar 2 msk blaðlaukur, smátt skorinn 1 peli rjómi 1½ msk mangó chutney 1½ - 2 tsk karrí 1 msk fersk steinselja, smátt söxuð 1 tsk ferskt timjan, smátt saxað rifinn ostur, magn eftir smekk salt og pipar Aðferð: Skerið grænmetið niður. Hitið olíu við vægan hita og steikið grænmetið í svolitla stund. Hellið rjómanum saman við og bætið fersku kryddjurtunum út á pönnuna, leyfið þessu að malla í smá stund við vægan hita. Bætið mangó chutney og karrí saman við og hrærið vel í. Kryddið til með salti og pipar, mjög mikil- vægt er að smakka sósuna á þessum tímapunkti. Það getur vel verið að þið viljið hafa sósuna sterkari eða mildari og þá er nauðsyn að dassa sig til. Ef ykkur finnst sósan of þykk þá getið þið bætt smávegis af vatni saman við. Skolið fiskinn vel og leggið hann í eldfast mót. Hellið sósunni yfir og stráið að lokum rifnum osti yfir réttinn. Setjið fiskréttinn inn í ofn við 190°C í 30 - 35 mínútur. Berið fiskréttinn fram með fersku salati og hrísgrjónum. Hér kemur önnur fiskuppskrift Fiskur er herramannsmatur. MYND AF NETINU ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is „Stóran leikvöll fyrir alla á Króknum. Krókurinn er mjög góður staður en vantar KFC og Dominos.“ Hildur Ósk Ólafsdóttir 9 ára 4. bekk „Sebrahest, húsdýragarð, Laser-tag völl inni og úti og tölvuleikjabúð“ Hallmundur Ingi Hilmarsson 13 ára 8. bekk „Stækka bæinn, fleiri hús, fatabúðir, inni fótboltavöll, tívolí og betra sjúkrahús“ Sandra Björk Hrannarsdóttir 13 ára 8 bekk 07/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Kristófer Kólumbus hóf för sína til Ameríku árið 1492, fyrstur Evrópubúa eftir að norrænir menn höfðu gefið landnám þar upp á bátinn. Hún markaði upphafið að umfangsmiklu landnámi Evrópumanna vestanhafs. Ótrúlegt, en kannski satt, þá kostar meira að kaupa nýjan bíl í dag en það kostaði Kólumbus að útbúa þrjár ferðir til og frá Nýja heiminum. Vísnagátur Sigurðar Varðar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ævin líður enda að. Ein er saga búin. Flata fiska nefni það. Felur augu lúin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.