Feykir


Feykir - 21.02.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 21.02.2018, Blaðsíða 1
08 TBL 21. febrúar 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 4 Beint frá býli í Farskólanum Kennt í Skagafirði á vorönn en í Húnavatnssýslum á haustönn BLS. 10 Feykir kíkir í heimsókn til Ólínu Bjarkar Hjartardóttur í Eftirlæti Gjafavara, gisting og húðmeðferðir Jón Gísli Eyland Gíslason er íþróttagarpur vikunnar Algjör draumur að fá að spila fyrir landið sitt Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Þorrablót Skagafjarðardeildar Ferðaklúbbsins 4X4 var haldið um helgina. Þátttakendur voru um 40 manns og lagði meginhluti þeirra af stað úr Skagafirði á föstudag en nokkrir félagar komu af Suðurlandi. Farið var í skálann Setur sem er staðsettur sunnan Hofsjökuls og að sögn Benedikts Rúnars Egilssonar, formanns klúbbsins gekk ferðin vel þrátt fyrir ýmsar uppákomur með bílana. Á laugardeginum var farið í hinn nýfundna íshelli í Hofsjökli sem sagt hefur verið frá í fréttum og segir Benedikt þá náttúruperlu ótrúlega og virkilega gaman og spennandi að skoða. Hann segir greinilega gasmengun í hellinum sjálfum þar sem töluverða brennisteinslykt var að finna. Varað hefur verið við hættum sem kunna að leynast í hellinum en sprung- ur eru í loftinu og því gott að fara með gát. Benedikt segir að hans fólk hafi verið upp undir tíu mínútur inni í hellinum og það hafi verið ótrúlega gott að komast út í ferskt loft aftur. Fjöldi fólks hefur skoðað hellinn frá því að hann uppgötvaðist og voru um 30 manns að skoða hann þegar jeppafólkið úr Skagafirðinum kom á vettvang. „Það er rétt að vara fólk við því að fara í hellinn nema vera vel meðvitað um hættuna. Gasið liggur niður við snjóinn og því má alls ekki fara með börn eða dýr þarna inn þar sem þau taka öndun neðar en fullorðið fólk. Þarna inni er líka hrunhætta. Það þarf ekkert að spyrja að leikslokum ef stór stykki fara að hrynja niður,“ segir Benedikt. Eftir hellaskoðun var sjálft þorra- blótið undirbúið en um kvöldið var gert Skagfirðingar í Ferðaklúbbnum 4X4 í hellaheimsókn Á slóðum íss og brennisteinsmengunar Hann er tilkomumikill hinn nýfundni íshellir í Hofsjökli sem Skagfirðingarnir í 4x4 skoðuðu um helgina. Fjöldi fólks hefur skoðað hann á þeim stutta tíma sem tilurð hans hefur verið kunn og hættulaus er hann ekki. MYND: KLARA BJÖRK STEFÁNSDÓTTIR vel sig í mat og drykk og sprellað fram eftir kvöldi. Á sunnudeginum var svo haldið heim á leið eftir vel heppnaða ferð. „Veðrið lék við okkur. Heiðskírt og sól nánast allan tímann með frosti frá 7 og upp í 20 gráður. Fjöllin og jöklarnir verða ekkert mikið fallegri,“ segir Benedikt. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.