Feykir


Feykir - 21.02.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 21.02.2018, Blaðsíða 2
Þá er þorrinn liðinn og landinn búinn að þreyja hann, sumir væntanlega orðnir útkeyrðir af svefnlausum helgum þar sem menn tóku á honum stóra sínum og blótuðu þorrann með atgangi miklum, bæði í neyslu matar og drykkjar. Vonandi koma flestir vel undan slíkum skemmtunum þó viðbúið sé að einhverjir hafi sleppt fram af sé beislinu en það er nú eitthvað sem verður gleymt á næsta þorrablóti, ja allavega af öllum nema þá kannski þorra- blótsskemmtinefndinni sem skráir allar hrakfarasögur ársins samviskusamlega bak við bæði eyru. Já, það er nú ekki öfundsvert, blessað fólkið sem lendir í slíkum nefndum að þurfa að þefa uppi allt sem gerist og gerist ekki í heilu sveitarfélögunum og gera því svo skil þannig að sem fæstir móðgist. Því það er auðvelt að móðgast á þorrablóti, til dæmis er afar líklegt að sannleikanum um fólk sé hagrætt illilega og þá er nú komin góð ástæða, nú eða þá það sem verra er, ef það gleymist bara algjörlega að gera grín að manni þannig að maður líti ekki út fyrir að teljast maður með mönnum. Á þorranum tekur svo fólk til við að eta mat sem alla jafna sést lítið á borðum landsmanna. Þar eru gömlu verkunaraðferðirnar hafðar í heiðri og ýmsar súrar krásir bornar á borð. Það verður annars að teljast nokkuð merkilegt að þorramaturinn skuli njóta slíkra vinsælda sem hann gerir enn í dag, þrátt fyrir að verkunaraðferðir fyrri tíma hafi að sjálfsögðu mótast af því að eina leiðin til að geyma matvæli var að súrsa þau og salta. En hefðin er sterk og kannski má líka tala um ákveðna tísku þegar kemur að því að fá sér þorramat á disk. Meira að segja virðist hafa skapast þörf fyrir veganþorramat, hvernig í ósköpunum sem hægt er að telja sér trú um að slíkt sé til. En ef við skoðum þennan gamla mat aðeins þá er hann í rauninni algjör snilld. Því þó sumir vilji kalla hann skemmdan, jafnvel rotinn og ónýtan, þá er langt frá því að svo sé. Forfeður okkar hafa alveg ótvírætt verið miklir matarfrumkvöðlar og væru þeir uppi nú á dögum hlytu þeir sem fundu upp súrsunaraðferðina alveg örugglega nýsköpunarverðlaun. Að hugsa sér, eftir ellefuhundruð ára búsetu í landinu erum við líklega að borða samskonar mat og forfeður okkar sigldu með yfir hafið frá Noregi. Geri aðrir uppskriftahöfundar betur. Mér er að minnsta kosti til efs að eftir önnur ellefu- hundruð ár verði Sous vide matur á borðum landans. Fríða Eyjólfsdóttir blaðamaður LEIÐARI Að afloknum þorra Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Enn er lítið um að vera og fáar landanir í höfnunum á svæðinu. Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra voru 291.597 kíló sem skiptust þannig á hafnir. Á Sauðárkróki var landað rúmum 284 tonnum, á Skagaströnd sex tonnum og á Hvammstanga rúmu einu tonni. Engu var landað á Hofsósi. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 11. – 17. febrúar 2018 Fáir á sjó í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 1.614 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 4.402 Alls á Skagaströnd 6.016 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 113.769 Gammur SK 12 Rauðmaganet 188 Málmey SK 1 Botnvarpa 170.273 Alls á Sauðárkróki 284.230 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 1.351 Alls á Hvammstanga 1.351 Deiliskipulagstillaga fyrir hafnarsvæðið auglýst að nýju Hvammstangi Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 8. febrúar sl. var samþykkt að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga en hún var áður auglýst frá 2. maí til 14. júlí á síðasta ári. Vegna athugasemda sem komu fram var sú ákvörðun tekin að auglýsa tillöguna að nýju, breytta og endurbætta, að undangengnum íbúafundi sem haldinn var í Félagsheimilinu Hvammstanga þann 15. janúar 2018. Helstu breytingar frá fyrri tillögu eru þær að lóðir við Tanga voru felldar út, rökstuðningi fyrir vali á íbúðarlóð bætt inn, breytingar gerðar á lóðarmörkum og ný rútustæði ásamt endurbættri fornleifaskráningu. Deiliskipulagssvæðið liggur vestan Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabrautar og er samtals um 11 ha að stærð. Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð og fornleifaskýrslu verður til sýnis í ráðhúsi Húna- þings vestra til og með 27. mars 2018 og á heima- síðu sveitarfélagsins, www.hunathing.is. /FE Atriði frá Tónadansi fékk viðurkenningu Uppskeruhátíð tónlistarskólanna Fyrir hönd Tónadans fór eitt atriði en það voru þær stöllur Ragnhildur Sigurlaug Guttorms- dóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Áróra Ingibjörg Birgisdóttir og Auður Ásta Þorsteinsdóttir. Spiluðu þær á klukkuspil og fiðlur íslensku þjóðlögin Ljósið kemur langt og mjótt og Móðir mín í kví kví í útsetningu Hildigunnar Rúnarsdóttur, Kristínar Höllu og sinni eigin en þær voru duglegar að koma að gerð verksins. Þar sem veður- guðirnir voru okkur ekki hlið- hollir komumst við bara í Varmahlíð þar sem heiðin var lokuð. Alls fóru frá Skagafirði sex atriði, eitt frá Tónadansi eins og áður sagði og fimm frá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Í Varmahlíð tóku Tónlistar- skólinn og Tónadans saman höndum og voru atriði þeirra tekin upp og send til Akureyrar. Svo endaði Tónadans í íspartý í KS Varmahlíð. Eftir verðlaunaafhendingu í Hofi kom í ljós að af öllum þeim atriðum sem tóku þátt (29 atriði) enduðu stúlkurnar frá Tónadansi í hópi þeirra 10 sem fengu viðurkenningu fyrir flutning sinn! Þær fengu verðlaun í opnum flokki fyrir frumlegt atriði. Það skilaði fallegum verðlaunagrip í Skaga- fjörð. Ekkert atriði frá Skaga- firði komst þó suður á lokahátíðina í þetta sinn en frábær atriði engu að síður frá báðum skólunum og vel flutt. Til hamingju öll sem eitt unga tónlistarfólk. Vill Tónadans þakka Sveini og Mikka og fleirum hjá Tónlistarskólanum fyrir góða samvinnu og Hönnu Dóru í Varmahlíðarskóla einnig. Við vorum samtaka um að gera sem best úr deginum og getum verið stolt af því unga tónlistarfólki sem við eigum! /FE Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, var haldin hátíðleg þann 9. febrúar sl. með svæðistónleikum fyrir Norður- og Austurland sem haldnir voru í Hofi á Akureyri. Alls tóku sex atriði úr Skagafirði þátt í hátíðinni, eitt frá Tónadansi og fimm frá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Ekki gekk þátttakan áfallalaust fyrir sig eins og sjá má í eftirfarandi frétt sem Kristín Halla Bergsdóttir hjá Tónadansi sendi okkur: Stúlkurnar frá Tónadansi, alsælar með verðlaunagripinn. MYND: KRISTÍN HALLA BERGSDÓTTIR 2 08/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.