Feykir


Feykir - 21.02.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 21.02.2018, Blaðsíða 8
diskinum sínum, annað var ekki boðlegt í þá tíð. Hver skeið var mér alger pína og komst ég í gegnum þetta með miklum herkjum. Þetta varð mér góð áminning um að láta græðgina ekki hlaupa með mig í gönur. - - - - - - - Vala Rós skorar á frænku sína Guðrúnu Þórbjarnardóttur að koma með pistil. Ég er fædd og uppalin á Skagaströnd 1966, þar var gott að alast upp, endalaus ævintýri í fjörunni á höfðanum og engar dauðar stundir hjá okkur krökkunum. Á mínu heimili var enginn lúxus, bara venjulegt heimili þar sem pabbi vann sem smiður og kom heim í hádeginu í mat og lagði sig svo í nokkra stund. Mamma vann það sem til féll hverju sinni. Í þá tíð var sælgæti, gos, ávextir og þess háttar ekki til nema um jólin, morgunkorn, Cheerios, Cocoa Puffs var bara ekki til og í þau fáu skipti sem ég komst í þess háttar var það alger dásemd. Ég er ein af sex systkinum og elsti bróðir minn var fluttur að heiman þegar ég fæddist. Sumarið sem ég varð tólf ára fór ég inn á Blönduós til að passa börnin hans þrjú. Mjög skemmtilegur tími enda ég alltaf verið mikið fyrir börn og auk þess fékk ég frjálsar hendur til að baka og stússa á heimilinu þar sem þau hjónin unnu bæði úti. Kona bróður míns á ættir að rekja á Steiná í Svartárdal, og fórum við þangað annað slagið. Í þetta skipti gistum við og mikill spenningur fyrir degi í sveitinni þó ég væri nú ekki mikil sveitakona í mér. Við áttum að vísu kött sem hét Gústi en okkur Gústa kom ekki vel saman. Ég vakna um morguninn spennt að byrja daginn, fer inn í eldhús og viti menn, þar stendur Cheerios pakki á borðum. Ég fékk vatn í munninn og fyllti skálina mína vel, einhverra hluta vegna var mjólkin í könnu en þannig var það ekki á mínu heimili. Ég tók fyrstu skeiðina alveg grunlaus, auðvitað var mjólkin beint af spenanum, volg og engu lík því sem ég átti að venjast. Þarna fór græðgin með mig, en eins og okkur systkinum var uppálagt þá kláraði maður alltaf af ÁSKORENDAPENNINN Vala Rós Ingvarsdóttir brottfluttur Skagstrendingur Mjólk er góð! UMSJÓN palli@feykir.is Vala Rós lærði snemma góða lexíu í sveitinni. MYND ÚR EINKASAFNI 101 fór of hratt Lögreglan á Norðurlandi vestra Hjá lögreglunni á Norður- landi vestra var mikið að gera í umferðareftirliti um helgina enda veður gott og margt fólk á ferðinni í vetrarfríi skóla. Aksturs- skilyrði víðast hvar góð enda vegir víðast orðnir auðir í umdæminu. Á Facebooksíðu Lög- reglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að um liðna helgi var 101 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur en sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Alls hafa verið kærð, það sem af er þessu ári, 466 umferðalaga- brot í umdæminu, þar af 392 mál vegna hraðaksturs. Fram kemur á síðunni að framundan sé öflugt umferðareftirlit. /PF Farðu út að Fiskihlein, fullt er þar af draugum. Sestu þar á Stórastein, sterkur vertu á taugum. Þó að kastist kringum þig kynngimögnuð spenna, og hún margföld minni á sig, máttu ekki renna. Þrekraun er að þola við þar á steini köldum, meðan ógn á alla hlið ýtir burtu tjöldum. Meinsemdir um myrkrasvið magni fylltar sveima. Þar sem ekkert er um frið eiga djöflar heima. Herja á þig á hættustað hrollvekjandi sýnir. Ef þér tekst að þola það, þreki seint þú týnir. Eftir reynslu ramma stund, raunir ystu slóða, engan verri vofufund veröld mun þér bjóða! Rúnar Kristjánsson Eldskírn Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram sl. sunnudag í reiðhöllinni á Hvammstanga. Keppt var í fyrsta skipti í TREC en það er vinsælt keppnisform meðal frístundahestamanna víða um heim en um er að ræða þrautakeppni sem kallar fram það besta í góðum reiðhesti. Á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts segir að fjölhæfni og geðslag íslenska hestsins séu talin vel til þess fallin að nota í TREC. Hesturinn þurfi að vera vel taminn, kjarkaður og hlýðinn til að farnast vel í greininni en reglur Þyts má sjá á heimasíðu félagsins http://www. thytur.123.is. Mótin verða alls fjögur í vetur og að auki sameiginlegt lokamót með Skag- firðingum og Eyfirðingum sem haldið verður þann 14. apríl næstkomandi. Annað mótið verður haldið laugar- daginn 10. mars og þá verður keppt í fjórgangi V3 í 1., 2. og unglingaflokki, V5 í barnaflokki og 3. flokki. Þriðja mótið verður haldið sunnudaginn 25. mars og þá verður keppt í fimmgangi F2 í 1., 2., og unglingaflokki. Tölti T2, opið öllum flokkum. Börn og 3. flokkur keppa i þrígangi. Fjórða mótið verður svo haldið laugar- daginn 7. apríl og þá verður keppt í tölti T3 í 1., 2. og unglingaflokki og T7 í barna og 3. flokki. Húnvetnska liðakeppnin Fyrsta mótið með TREC fyrirkomulagi Í barnaflokki sigraði Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli og Indriði Rökkvi Ragnarsson varð í 2. sæti. MYNDIR: ÞYTUR Keppt verður í kvenna og karlaliðum. Eftirfarandi úrslit urðu í öllum flokkum eftir keppni helgarinnar: Barnaflokkur: 1. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli 91 stig 2. sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson og Ígull frá Grafarkoti 59 stig Unglingaflokkur: 1. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Ronja frá Lindarbergi 84 stig 2. sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Melodý frá Framnesi 68 stig 3. sæti Bryndís Kristinsdóttir og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 62 stig 4. sæti Eysteinn Kristinsson og Glóð frá Þórukoti 40 stig 3. flokkur: 1. sæti Eva-Lena Lohi og Kolla 103 stig 2. sæti Sigrún Eva Þórisdóttir og Skutla frá Hvoli 80 stig 3. sæti Jóhannes Ingi Björnsson og Baltasar frá Litla-Ósi 64 stig 2. flokkur: 1.sæti Stine Kragh og Prins frá Þorkelshóli 121 stig 2. sæti Pálmi Geir Ríkharðsson og Laufi frá Syðri-Völlum 82 stig 1. flokkur: 1. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir og Ísó frá Grafarkoti 106 stig 2. sæti Elvar Logi Friðriksson og Gutti frá Grafarkoti 39 stig /PF Sigurvegari 1. Flokks, Fanney Dögg Indriðadóttir, fékk gjafabréf frá Regulator Complete Ís. Í 2. sæti lenti Elvar Logi Friðriksson. 8 08/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.