Feykir


Feykir - 21.02.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 21.02.2018, Blaðsíða 9
Hellisbúinn í Miðgarði „Ófá samböndin sem hafa styrkst eftir sýninguna“ Þann 2. mars nk. klukkan 20:00, ætlar Hellisbúinn að stíga á stokk í Menn- ingarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð en um er að ræða einn vinsælasta einleik sem sýndur hefur verið í veröldinni. Hefur Hellisbúinn þegar verið sýndur í 52 löndum, í yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð sýning- una, í túlkun ýmissa leikara. Til marks um vinsældir verksins er að þetta er í þriðja sinn sem það er sett upp á Íslandi og ein mest sótta leiksýning landsins. Yfir 105 þúsund Íslendingar hafa hleg- ið, grátið, og fengið ódýra hjónabandsráðgjöf hjá Hellis- búanum, segir í kynningu. Hann hefur þróast mikið með breyttum tímum og er nú orðinn þrælkunnugur hinum ýmsu öppum sem standa mönnum til boða við hin ýmsu tækifæri. Sá sem fer með hlutverk hellisbúans er hinn geðþekki Jóel Sæmundsson en hann kannast Skagfirðingar við sem leikstjóra tveggja leikrita Leik- félags Sauðárkróks, Beint í æð í síðust Sæluviku og Rjúkandi ráð árið 2014. „Hellisbúinn er bara maður sem er að reyna átta sig á af hverju þessi togstreita er á milli karla og kvenna, sjá muninn á kynjunum í spaugilegu ljósi og er ekkert að taka sig of alvarlega,“ segir Jóel og leggur áherslu á að þetta sé alls ekki bara fyrir karla. „Þvert á móti. Þetta er frábært fyrir okkur öll, og ófá samböndin sem hafa styrkst eftir sýninguna. Skiln- ingur okkar á hvert öðru eykst.“ En er eitthvert vit í því að setja Hellisbúann upp á ný? „Sko, Ég segi að sjaldan hefur hellisbúinn átt jafn mikið erindi og akkúrat núna í öllu þessu sem er í gangi. Ég vona bara að ég sjái sem flesta. Ég hef fengið að leikstýra tveimur skemmtilegum försum á Sauðárkróki en núna fæ ég sjálfur að sýna mjög skemmti- legan einleik með mínu „twisti“ á honum. Enda er þessi útgáfa töluvert frábrugðin hinum sem hafa verið sett upp,“ segir Jóel í lokin. Miðasala fer fram á Miði.is og kostar miðinn 4.490 kr. en hópabókanir, 10 eða fleiri, fer fram á hopar@theatermogul. com. VIÐTAL Páll Friðriksson Jóel Sæmundsson fer með hlutverk Hellisbúans og má búast við góðri skemmtun í Miðgarði 2. mars nk. MYND AF FB 08/2018 9 Hvernig nemandi varstu? Hræðileg, svakalega óþekk og alltaf til vandræða – án djóks. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Gulköflóttu buxurnar mínar sem ég fermdist í. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fatahönnuður fyrir feitt fólk, þoldi ekki þegar mamma var að kaupa buxur sem voru nokkrum númerum of síðar svo þær pössuðu utan um mig, hehehe. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Barbie dúkkurnar mínar og Monsan mín. Besti ilmurinn? Af nýfæddum börnum. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Boy George pottþétt. Hann var bestur. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Bat Out Of Hell með Meat Loaf. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Greys. Besta bíómyndin? Love Actually, þetta er bara svo geggjuð mynd og falleg. Horfi reglulega á hana. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Það er spurning, öllum held ég bara. Ég dáist að fólki sem nennir að hreyfa sig Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Elda góðan mat. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Steikarloka með bernaise best. Hættulegasta helgarnammið? Malaco hlaup – ég tryllist! Hvernig er eggið best? Steikt báðum megin. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óskipulögð eða þá alltof skipulögð, það er enginn millivegur. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Allt er hey í harð- indum, nema heybabilula she's my baby. Hver er elsta minningin sem þú átt? Jemin, ég bara man það ekki, haha. ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Kristín Þöll Þórsdóttir. ÁRGANGUR: 1972. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift honum Bigga mínum í 22 ár. BÚSETA: Stallatún, Akureyri. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Dóttir Lillu (Guðbjörg Bjarman) og Þórs Þorvaldssonar. Alin upp á Sauðárkróki. STARF / NÁM: Klæðskeri. Vinn sem verslunarstjóri í Vogue á Akureyri og tek að mér sérsaum. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Reykjavík, Finnland, Portúgal og Ítalia. Fullt af ferðalögum! Kristín Þöll Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Tweety. Hvaða fræga manneskja mund- ir þú helst vilja vera? Ég væri til í að vera Jack Sparrow, hann er bara æði. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur? Rauða bókin úr heimilisfræði, man ekki hvað hún heitir, eina bókin sem ég hef lesið. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Ertu ekki að grínast í mér, þetta er of mikið. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Amma mín, Ragnheiður Bryn- jólfsdóttir, dáðist af henni. Frábær kona. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Til Sauðárkróks á Öldustíg 1 og labba með skíðin upp í Grænuklauf. Það var bara alltaf svo gaman að skíða með krökkunum, maður gleymdi stað og stund. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hver var hún? Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Balí. Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Hníf, eldspítur og pipar. Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Fara í fallhífastökk, koma til Balí og fá mér tattú.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.