Feykir


Feykir - 07.03.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 07.03.2018, Blaðsíða 1
10 TBL 7. mars 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 4–5 BLS. 6 Berglind Þorsteinsdóttir á Sauðárkróki grípur þéttings- fast um áskorendapennann Áhrif samfélagsmiðla BLS. 3 Katrín Lilja Kolbeinsdóttir, Varmhlíðingur í Bournemouth, svarar Degi í lífi brottflutts ,,Ég er óttalegur Breti í mér“ Kristinn Hugason, forstöðu- maður Söguseturs íslenska hestsins, skrifar um hesta og menn Á Þveráreyrum 1954 Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Mikið ískrap safnaðist fyrir í fjörunni við Sauðárkrók um helgina og vakti talsverða athygli bæjarbúa sem voru duglegir við að mynda og birta á samfélagssíðum sínum enda ekki algeng sjón. Feykir falaðist eftir skýringum á þessu fyrirbæri hjá Veðurstofunni og fékk þær skýringar hjá Njáli Fannari Reynissyni, vatnamælingamanni, að líklegast væri að köld NA-áttin hafi blásið krapa frá ósi Vestari-Héraðsvatna inn að Sauðárkróki en töluvert af ís og krapa berst niður stóru árnar þessa dagana. Njáll sagði að einnig gæti hluti skýringarinnar verið sú að ferskvatnsfilman frá Héraðsvötnum, sem liggur á sjónum, frjósi og verði að krapa. Feykir forvitnaðist um sjávarhita hjá Verinu á Sauðár- króki en þar er sjór notaður í eldisaðstöðu. Kári Heiðar Árnason, stöðvarstjóri, segir sjávarhitann ekki óeðlilegan, um 4,8°C sem komi inn í stöðina, og telur hann líkt og Njáll að krapinn komi úr Héraðsvötnum og hafi safnast saman í norðanátt helgarinnar. Feykir kaupir þá skýringu fullu verði án allra efasemda. /PF Sjaldséð sjón við Sauðárkrók Fjaran varð hvít af krapa Framtíðaruppbygging við Þrístapa Húnavatnshreppur Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að auglýsa eftir ráðgjafa eða ráðgjafa- fyrirtæki til að starfa með sveitarfé- laginu að framtíðaruppbyggingu á Þrístöpum og gestastofu sem stað- setja á í nágrenni við Þrístapa. Þrístapar eru þrír samliggjandi smáhólar sem eru hluti af Vatnsdals- hólum. Gestastofan á að fá nafnið Agnesarstofa eftir Agnesi Magnúsdótt- ur en hún var hálshöggvin við Þrístapa ásamt Friðriki Sigurðssyni þann 12. janúar árið 1830 fyrir morðin á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Var það síðasta aftakan á Íslandi. Höggstokk- urinn og öxin sem notuð voru við aftökuna eru varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands en á aftökustaðnum er áletraður steinn til minningar um atburðinn. Nú er í undirbúningi kvikmynd sem gera á eftir sögu Hönnu Kent, Náðarstund, en hún fjallar um Agnesi og síðustu daga hennar. Feykir sagði frá því fyrr í vetur að staðfest hefði verið að stórleikkonan Jennifer Lawrence muni fara með aðalhlut- verkið í myndinni. /FE Það var kuldalegt að horfa yfir fjöruborðið við Sauðárkrók um helgina en mikið ískrap hlóðst upp í norðanáttinni sem þá blés. MYND: PF BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.