Feykir


Feykir - 07.03.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 07.03.2018, Blaðsíða 7
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Brot Feykir spyr... Ertu sáttur við framlag Íslands í Júróvisjón? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.isKROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Líttu djúpt í eigin barm, þar er uppspretta styrks sem streymir ætíð fram ef þú leitar hans. – Marcus Aurelius 100 g smjör 1½ dl hveiti 4 msk kakó 1½ tsk vanillusykur 2 egg 3 dl sykur Aðferð: Hitið ofninn í 175°C. Bræðið smjörið og blandið sykri saman við og svo öllu hinu hráefninu. Bakið í eldföstu móti eða formi í u.þ.b. 15 mínútur (fer eftir stærð forms og því hvað þið viljið hafa kökuna klessta). Best er að bera kökuna fram volga og dreifa brytjuðum ávöxtum yfir, t.d. jarðarberjum og bláberjum, og strá smá flórsykri yfir í lokin til skrauts. Vanilluís eða þeyttur rjómi er nauðsynlegur með. KAKA 3 Marengsterta Þar sem páskar og fermingar eru á næsta leyti verður ein marengsterta að fljóta með því hvað er veisla án marengstertu. Þessi er ljómandi góð og ávextirnir vega aðeins upp á móti sykurdúndrinu. 4 eggjahvítur 200 g sykur eða hrásykur 100 g suðusúkkulaði 100 g döðlur 1-2 bananar 1 askja jarðarber ½ l rjómi Aðferð: Eggjahvítur og sykur þeytt stíft. Saxið suðusúkkulaði og döðlur og bætið varlega út í. Klæðið tvö form með bökunar- pappír og skiptið deiginu í þau. Bakið við 120°C í 45-60 mínútur. Þeytið rjómann, skerið ávexti í bita (haldið eftir jarðarberjum í skraut) og blandið saman við helminginn af rjómanum. Látið á milli botnanna. Afgangurinn af rjómanum fer ofan á kökuna og hún skreytt með jarðarberjum og bræddu súkkulaði. Verði ykkur að góðu! Gómsætt með kaffinu Uppskriftir að kökum og tertum hafa ekki verið mjög áberandi í matgæðingaþættinum upp á síðkastið. Væri þá ekki upplagt að birta nokkrar skotheldar uppskriftir ef einhvern skyldi langa til að sletta í form um helgina? Hér fylgja þrjár uppskriftir sem umsjónarmanni þykja vel frambærilegar. KAKA 1 Eplaskel Eplakökur eru alveg sérstaklega skemmtilegar, bæði til að baka og borða. Fjölbreytnin er mikil og það er hægt að gera ótal útfærslur sem ekki klikka. Hér er ein úr gömlum bæklingi frá Osta- og smjörsölunni, rjómaosturinn gerir hana sérlega ljúffenga. ½ bolli smjör (u.þ.b. 100 g) ⅓ bolli sykur ¼ tsk vanilludropar 1 bolli hveiti 250 g rjómaostur ¼ bolli sykur 1 egg ½ tsk vanilludropar ⅓ bolli sykur 4 afhýdd epli í þunnum sneiðum ¼ bolli möndluspænir ½ tsk kanill Aðferð: Hitið ofninn í 225°C. Hrærið saman smjöri, sykri og vanilludropum þar til hræran verður létt og ljós. Blandið hveitinu vel saman við. Klæðið botn og hliðar á 20 cm klemmuformi með deiginu. Hrærið saman rjómaosti og sykri, bætið egginu og vanillunni út í og hrærið vel. Hellið blöndunni í formið. Blandið kanilnum út í sykurinn og veltið eplunum upp úr blönd- unni. Legggið eplasneiðarnar ofan á blönduna í forminu og stráið kanilblöndunni yfir ef eitthvað er eftir. Jafnið möndluspónunum yfir. Bakið í 10 mín. við 225°C. Lækkið þá hitann í 200°C og bakið í 25 mín. til viðbótar. Kælið og losið svo úr forminu. Berið fram með þeyttum rjóma. KAKA 2 Kladdkaka Næsta uppskrift er að sænskri kladdköku eða bara klessuköku ef við viljum hafa þetta á íslensku. Hún er sérlega einföld, afskaplega góð og ekki nærri eins þung í maga og venjulegar súkkulaðikökur. Góð súkkulaðikaka stendur alltaf fyrir sínu. Myndin er sótt á netið og er ekki af neinni af kökum þáttarins. ,,Já, bara nokkuð sátt, hélt nú samt með Kúst og fæjó." Íris Baldvinsdóttir ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is Sudoku ,,Já, ég er bara mjög sátt með að þetta lag verði okkar framlag." Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir ,,Já, ég er bara mjög sáttur við framlag okkar þetta árið." Kristján Örn Kristjánsson ,,Er þetta ekki vandræða- laust lag? Átti reyndar von á Húnvetningunum í toppbaráttunni." Gunnar Rögnvaldsson ,,Því miður hef ég ekki fylgst með Júróvisjón seinni ár. Finnst þessi íslenska keppni snúast að mestu um að þenja röddina sem hæst í míkró- fóninn. Það hentar ekki mönnum á mínum aldri." Brynjar Níelsson 10/2018 7 Ótrúlegt – en kannski satt.. Stuttu eftir byggingu Skakka turnsins í Písa, eða um 1178, tóku undirstöður hans að síga og hann því að hallast. Turninn er 55,86 metrar að hæð á lægstu hlið og 56,70 á þeirri hæstu og hallar hann um fjóra metra. Ótrúlegt, en kannski satt, þá myndi hallinn á turni Walfridusarkirkju í bænum Bedum í Hollandi, (36 m), mælast sex sentímetrum meiri ef hæð hans væri sá sami og á þeim í Písa. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ólöglegt ég alltaf verð. Atriði í bókagerð. Ber mig vel í buxunum. Birt er oft í prósentum. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.